Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 64
64 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Frumkvöðullinn er erkiengill
atvinnulífsins
Fyrir þá sem starfa við nýsköp un skall kreppan að mörgu leyti á eins og stórsjór og í slíkum
aðstæðum er ekki um margt að velja umfram það að duga eða drepast. Fólk horfði upp á bók-
staflegt hrun atvinnulífs ins sem varð hvað tilfinnanlegast á sviði bygg ing ar iðnaðarins.
N ý s k ö p u n a r m i ð s t ö ð Í s l a n d s
Þorsteinn I. Sigfússon er doktor í eðlisfræði frá Cambridgeháskóla á Bretlandi. Hann hefur verið
prófes sor við Háskóla Íslands frá
árinu 1989 og forstjóri Nýsköp
unar mið stöðv ar Íslands frá stofn
un hennar árið 2007.
Hefur kreppan, sem skall á í
októ ber 2008, verið tækifæri til
þess að skapa nýjungar og/eða
auka framþróun í íslensku þjóð
félagi?
„Á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
ákváðum við að grípa haldreipið
og höfum meðal annars nýtt
tæki færið í að vinna að verkefn
um og hugmyndafræði á sviði
siðferðis í atvinnulífinu. Í kjölfarið
á þeirri vinnu smíðuðum við nýja
hugsun, sem við köllum SiðVist. Í
þessari nýju hugsun fara saman
vistfræði og grænar lausnir og
siðferðisleg viðmið. Mikilvægt er
að framþróun íslenskra fyrirtækja
byggist á „grænum lausnum“
og þess sé gætt að starfsmenn,
birgjar og viðskiptavinir séu upp
lýstir um mengunarhættu og eðli
vöru og þjónustu alla virðiskeðj
una, allt frá hönnun og framleiðslu
til sölu. Fyrirtæki gera sér í aukn
um mæli grein fyrir því að beita
má aðferðafræði „grænkunar“ í
allri atvinnustarfsemi í landinu,
t.d. með því að vinna að minnkun
los unar á mengandi efnum með
orkusparnaði og leggja áherslu
á vistvænar hugmyndir og fram
leiðsluaðferðir í byggingariðnaði
með umhverfisvænni steypu, svo
fátt eitt sé nefnt.
Fimm ný frumkvöðlasetur
Í fítonskraftinum, sem við beittum
á fyrsta misseri kreppunnar,
varð til fjöldi frumkvöðlasetra,
eink um á höfuðborgarsvæðinu.
Í þess ari vinnu okkar nutum við
meðal annars stuðnings bank
anna, sem þurftu að minnka
við sig í hús næði, auk sveitar
„Mikilvægt er að
framþróun íslenskra
fyrirtækja byggist á
„grænum lausnum“
og þess sé gætt að
starfsmenn, birgjar
og viðskiptavinir séu
upplýstir um meng-
unarhættu og eðli
vöru og þjónustu alla
virðiskeðjuna, allt
frá hönnun og fram-
leiðslu til sölu.“
stofnár: 2007.
stofnendur: Iðnaðarráðuneyti, nú atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðu neyti.
viðskiptahugmyndin: Rannsóknir, þróun og þjónusta við frum-
kvöðla og atvinnulíf.
markmið fyrirtækisins: Að hvetja til nýsköpunar og efla framgang
nýrra hugmynda með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og
stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson og úr safni
ræturnar