Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 17
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 17
Í stuttu máli
Jón von Tetzchner.
yfirdráttur land ans hærri
En fyrir hrun
Þessi frétt Fréttablaðsins segir meira en margur heldur um ástandið á heimilum landsins. Heimilin í landinu skulda núna tæpa 87 milljarða í yfirdráttarlán, samkvæmt Seðlabanka Íslands, og hefur yfirdrátturinn tvöfaldast frá árinu 2009 þegar hann var 43 milljarðar króna.
Flestir skýra þetta þannig að umframeyðsla heimil anna sé fjármögn
uð með yfirdráttarlánum. Þau eru með þeim dýrustu í bankakerfinu en
að vísu nokkuð auðsótt í upphafi.
Yfirdráttarlánin stóðu í 78 milljörðum í september 2008, skömmu
fyrir hrun, en lækkuðu í 43 milljarða árið 2009 og var það rakið til
þess hversu margir nýttu sér úttekt á séreignarsparnaði. Síðan hafa
heimilin sótt tvöfalt meira í yfirdráttinn.
jÓn tEtZchnEr fjár fEstir Í oZ
Jón Stephenson von Tetzchner, annar stofn enda Operavafrans, hefur fjárfest í fyrir tæki Guðjóns Más Guðjónssonar, sem löng um hefur verið kenndur við Oz. Félagið er sprota fyrirtæki, sem þróar tækni fyrir stafræna dreifi ngu sjónvarpsefnis, en
Guðjón hefur nýlega fest kaup á nafni síns gamla fyrirtækis Oz, ásamt léninu Oz.com,
og hyggst nota fyrir starfsemina. Fyrirtækið hefir þróað nýja aðferðafræði við að dreifa
háskerpusjónvarpsútsendingum á netinu og unnið bæði með Stöð 2 og RÚV.