Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 59
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 59
„Í öðrum löndum er svona klasasamstarf oft kostað að mestu af opinberu fé en hér koma
90% af tekjum okkar frá fyrirtækjunum.“
Gekon er sproti þar sem aðrir sprotar sem og rótgróin fyrirtæki flétta saman rætur sínar. Þetta er
ungt ráðgjafarfyrirtæki sem til þessa hefur að mestu einbeitt sér að samvinnu fyrirtækja sem tengjast
jarð varma. Ýmislegt kann að breytast á næstu misserum í þeim efnum.
HaGsmunir sAMEinANýsköpunar-fyrirtækið Gekon:
Starfið hjá Gekon byggist mikið á hugmyndum sem Michael Porter, prófessor við Harvardháskóla, setti upphaflega fram og hafa síðan haft veruleg áhrif á atvinnu
þróun. Kenningin er í þá veru að í einstökum
greinum atvinnulífsins myndist ósjálfrátt
„klasar“ þar sem hagmunir ólíkra fyrirtækja
og ytri aðstæður leiða þau saman.
Stofnendur Gekon eru þau Hákon Gunn
ars son og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir. Þau
unnu áður sem ráðgjafar hjá Capacent.
Hákon segir að þar hafi þau komist í
kynni við Michael Porter sjálfan og Hákon
aðstoð aði Porter m.a. við greiningu á sam
keppnishæfni Íslands árið 2006.
Þessi vinna varð síðar til þess að Hákon og
Þóra fóru að starfa sjálfstætt að kortlagningu
klasa hérlendis en fengu Michael Porter
og hans nánasta aðstoðarmann, Christian
Ketels, til liðs við sig í þeim efnum.
Til þessa hafa þau einbeitt sér að jarð
varma greinum og að leiða saman fyrirtæki í
orkuframleiðslu, sérfræðiaðila, rannsóknar
og menntastofnanir, auk fyrirtækja í ferðaþjón
ustu, s.s. Bláa lónið og Icelandair. Þá hafa
opinberar stofnanir og sveitarfélög komið að
vinnunni. Þetta eru alls 80 aðilar.
„Okkar módel er að gera samninga við
fyrirtæki um úrbótaverkefni á ýmsum sviðum
at vinnugreinarinnar. Í tilfelli jarðvarmans
skuldbundu þau sig til 18 mánaða að taka
þátt í samstarfinu og greiða fyrir það,“ segir
Hákon.
klasar úti um allt
„Í öðrum löndum er svona klasasamstarf oft
kostað að mestu af opinberu fé en hér koma
90% af tekjum okkar frá fyrirtækjunum,“
segir Hákon. „Ef fyrirtækin sjá sér ekki hag
í þessu samstarfi fellur það um sjálft sig.
Sameiginlegir hagsmunir eru drifkrafturinn
í þessu og það eru að koma fram nýsköp
unarverkefni í greininni.“
Hákon segir að til þessa hafi starf Gekon
miðast við að halda utan um jarðvarmageir
ann á Íslandi. Það er þó ekki vegna þess
að þau hjá Gekon hafi sérstaka þekkingu á
jarðhita – það er hægt að kortleggja klasa
og koma skipulagi á samstarf í hvaða grein
sem er. Sjávarútvegsklasi er dæmi um vel
heppnað starf í klasastjórnun.
Gekon hefur starfað frá hausti 2009 og er
því þriggja ára. Starfið felst m.a. í að skipu
leggja vinnu faghópa og koma á fundum og
ráðstefnum. „Við eigum enn eftir að koma
endanlegu skipulagi á fyrirtækið og skoða
hvort hægt er að færa út kvíarnar. Til þessa
hefur verið nóg að gera í jarðvarmaklasan
um,“ segir Hákon Gunnarsson.
Starfsmenn Gekon eru þau Hákon Gunn ars son, Friðfinnur Hermannsson, Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og Rósbjörg Jónsdóttir.