Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 þau hafa orðið Jón Snorri Snorrason segir að árangur undanfarinna ára í ferðaþjónustu hafi verið virkilega góður og rétt sé að benda á að aukinn ferða mannastraumur skili sér í skatttekjum af virðisaukaskatti og öðrum veltusköttum sem séu á neyslu erlendra ferðamanna og aukinn starfsmannafjöldi í grein ­ inni skili sér jafnframt í auknum skatttekjum og minna atvinnuleysi. „Undanfarin ár hafa skatta­ breyt ingar og hækkun gjalda verið tilkynnt með nánast engum fyrir vara, sem gerir alla áætlana­ gerð erfiða og þar með rekstur ferða þjónustunnar á Íslandi. Þessi áform um aukna skatt­ heimtu eru óviðunandi vinnu ­ brögð þar sem tímafrestur er enginn, erfitt að aðlaga verðskrár eftir á – og áætlana ­ gerð verður ómarkviss þar sem flug­ og ferðaþjónusta byggist mikið á fyrirframsölu. Allt þetta hefur neikvæð áhrif samkeppn­ isstöðu landsins. Það á að stækka kökuna í stað þess að kaffæra vaxtarsprotana um leið og þeir myndast þar sem aukið umfang hefur skilað sér í auknum tekjum ríkissjóðs, minna atvinnuleysi og verulegu innflæði gjaldeyris. Ef ferðaþjónustan á að verða ein af grunnstoðum hagkerfisins verður að gefa fyrirtækjum í grein ­ inni kleift að treysta rekstur sinn og efnahag til lengri tíma.“ Það var flökt á alþjóðleg­um hlutabréfamarkaði í júní og júlí en hækkun frá júní til ágústloka er þó viðunandi. Hlutabréf á Wall Street lækkuðu um 10% í apríl og maí en í byrjun júní tók við hækkun til ágústloka um nálægt 10%.“ Sigurður B. Stefánsson segir að bandarísk hlutabréf séu leið ­ andi á heimsmarkaði um þessar mundir og hafi í ágústlok staðið í líku verðgildi og í lok mars. Ein­ ungis um 50% af lækkun í kaup ­ höllum í Evrópu og Asíu frá apríl og maí vannst upp í ágúst lok. „Veikleika í kauphöllum í Asíu má ekki síst rekja til Shanghai í Kína þar sem hlutabréf hafa farið lækkandi frá byrjun ágúst 2009. Lækkunarferillinn nær aftur til haustsins 2010 í Hong Kong, Japan og á Indlandi. Í síðar­ nefndu löndunum mótar fyrir aðeins betri árangri árið 2012 en í Kína hefur verð á hlutabréfum ekki verið lægra síðan í janúar 2009. Þessi mikli veikleiki þar kann að endurspegla hægari hag vöxt í Kína og ef til vill minni vöxt næstu árin. Þýskaland og Bretland eru leið andi á hlutabréfamarkaðnum í Evrópu. Lækkun í apríl og maí var væg og vannst að mestu til baka í ágústlok. Spánn og Ítalía eru í veikari kantinum og eiga hlutbréf erfitt uppdráttar í Frakk landi. Vikurnar í september og októ ber eru oft erfiður tími á hluta bréfamarkaði. Eftir þriggja mánaða hækkunarlegg er best að vera við öllu búinn, jafnvel þótt dæmi séu um samfelldan hækk unarlegg frá júní eða júlí og fram á næsta ár.“ Þýskaland og Bretland leiðandi í Evrópu Vandamál sem áskorun og leiðir til úrbóta Rekstur ferðaþjónustunnar gerður erfiður skoðun sigurður b. sTEfánsson – sjóðstjóri hjá Eignastýringu landsbankans ingrid kuHlman – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar ERLEND HLUTABRÉF HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Jón snorri snorrason – lektor við viðskipta fræð i deild Háskóla Íslands FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ Ingrid Kuhlman segir mikilvægt að stjórnendur hugsi út fyrir kassann en festist ekki í gömlum viðhorfum t.d. með því að spyrja sig hverjar séu ástæðurnar fyrir ákvörðunum, vanda mál ­ um, lausnum og staðreyndum og að þeir setji spurningarmerki við hlutina. „Það skiptir líka máli fyrir stjórnendur að hafa trú á því að það sé hægt að leysa flest vandamál og að vandamálin séu í raun bara áskorun og leiðir til úrbóta. Þegar hugs að er út fyrir rammann kvikna oft nýjar og betri hugmyndir og lausnir. Það þarf á skapandi hugsun að halda til að skjóta fleiri stoðum undir atvinnu lífið og finna nýjar leiðir með langtímasjón ar ­ mið í huga. Það er alveg ljóst að eftir hrun er nauðsynlegt að fara aðrar leiðir og er kröfugt nýsköpunarstarf forsenda fram­ fara. Það gagnast öllum að geta komið með gagnlegar lausnir og hugmyndir við ögrandi viðfangsefnum. Á mörgum vinnu­ stöðum er verið að hagræða, innleiða nýja sýn, endurskoða gildin, leggja áherslu á sjálfbærni og í raun breyta því hvernig hlutirnir hafa verið gerðir. Stjórnendur þurfa hér að taka forystuna því að heimurinn er alltaf að breytast og það er ekki hægt að gera hlutina eins og áður heldur þarf að finna nýjar leiðir til að vera betur í stakk búinn til að takast á við framtíðina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.