Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 61
Heildarlausn í upplýsinga-
og skjalastjórnun
Félagarnir Hannes Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar, og Jónas
Sigurðsson, framkvæmdastjóri kjarnasviðs, voru fyrstu starfsmenn hugbúnaðar-
sviðs Gagnavörslunnar en sviðið var stofnað á haustdögum 2008.
G a g n a v a r s l a n
Þeir Hannes og Jónas hafa verið vinir til margra ára og það var sameiginlegur draumur þeirra að
starfa við þróun á hugbúnaði frá
fyrstu skrefunum og taka þátt í
að byggja upp hugbúnaðardeild:
„Við höfðum báðir ákveðnar
skoðanir á því hvernig ætti að
þróa og reka hugbúnað. Gagna
varslan er eina fyrirtækið sem veit ir
alhliða þjónustu þegar kem ur að
skjala og upplýsinga stjórnun. Við
bjóðum upp á vörslu á pappír,
ráðgjöf og hug búnaðarlausnir.
Sérstaða hug búnaðarins Core
Data er sá að við bjóðum þetta
sem Saas (Software as a service)
þar sem við skiptavinurinn kaupir
aðgengi að hugbúnaðinum í
áskriftarleið og við sjáum alfarið
um allan rekstur á lausninni.
CoreData er hannað með þessa
þjónustu í huga og passar því
vel inn í þá högun sem mörg
fyrirtæki eru að fara í þar sem allt
er í tölvuskýi (Cloud Computing).
Sérfræðikunnátta á sviði mikils
gagnamagns
Markmið Gagnavörslunnar er
að vera í fararbroddi á þessum
markaði (skjala og upplýsinga
stjórnun). Við viljum að Gagna
varsl an sé fyrsta orðið sem
kem ur upp í hugann þegar fólk
þarfn ast þjónustu á þessu sviði. Í
fram tíðinni viljum við að fólk tengi
nafn fyrirtækisins við sérfræði
kunnáttu á sviði mikils gagna
magns og flókinnar meðhöndl
unar í stórum skjalasöfnum. Við
erum að vinna með allt það nýj
asta og ferskasta sem er að ger
ast í tæknigeiranum. Tæknimenn
hafa mjög sterkar skoðanir á
því hvaða tól og tæki er unnið
með. Við vinnum með þá tækni
sem er efst á baugi núna og það
er mjög gaman að taka þátt í
að smíða nýjan hugbúnað. Við
vinnum með mikið gagnamagn
og margar stórar uppsetningar
og þurfum að leysa mörg flókin
tæknivandamál sem áhugasamir
forritarar hafa gaman af að leysa.
Það má segja að „tækninördum“
líði vel hérna!“
„Við höfðum báðir
ákveðnar skoðanir
á því hvernig ætti
að þróa og reka
hugbúnað. Gagna -
varslan er eina
fyrir tækið sem veitir
alhliða þjónustu
þegar kem ur að
skjala- og upp lýs-
inga stjórnun.“
Hannes Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar, og Jónas Sigurðsson,
framkvæmda stjóri kjarnasviðs.
stofnár gagnavörslunnar: 2007.
stofnandi: Brynja Guðmundsdóttir.
Hver var viðskiptahugmyndin: Allt að 10-50% af tíma starfs-
manna fer í að leita að upplýsingum eða skrá óþarfa upplýsingar.
Gagna varslan býður upp á ráðgjöf í verklagi og verkferlum auk
hug búnaðarlausna til að eyða þessarri sóun. Þá er einnig boðið upp
á varðveislu og skönnun á skjölum til þess að auðvelda fyrirtækjum
að verða pappírslaus og tryggja öryggi gagna.
markmið fyrirtækisins: Gagnavarslan hefur það að leiðarljósi að
aðstoða viðskiptavini við að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri
með bættum verkferlum, aukinni yfirsýn og rekjanleika upplýsinga.
Lyk illinn er að hafa réttar upplýsingar tiltækar á réttum tíma fyrir
rétta aðila til að taka réttar ákvarðanir.
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
ræturnar