Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 ÞOLINMæðI MIKILVæG Árni Þór Árnason hefur átt aðild að nokkrum sprotafyrirtækjum. Hann segir að stjórnvöld ættu að búa til hvata til að fólk leggi fé í fyrirtækin. Oxymap Árni Þór Árnason, framkvæmda stjóri Oxymap, rak fyrir­tæk ið Aust urbakka í um þrjátíu ár og seg ir að á þeim tíma hafi fyrir­ tækið staðið fyrir ýmsum nýj ung­ um tengd um þeim vöruflokkum sem voru á boðstólum. „Við ýttum undir margs konar íþróttir og hjálpuðum til að treysta þær betur í sessi og eins vor um við leiðandi í að bjóða úrval af einnota rekstrarvörum fyrir spítala. Það má því segja að ég hafi verið tengdur einhvers konar nýjungum frá því um 1970. Maður varð að leita að einhverju nýju til þess að fylgjast með og ná forystu í sam­ keppninni og þetta er nokkuð sem hefur setið eftir í manni.“ Árni Þór seldi fyrirtækið árið 2005. „Ég ætl aði ekki að fá mér fasta vinnu heldur bara styðja góð verkefni og hef ég tekið þátt í nokkr um,“ segir Árni Þór sem hef­ ur lagt fé í nokk ur sprota fyrir tæki. „Ég hef tekið þátt í „rekstri/ uppbyggingu Omega Farma­ lyfjafyrirtækisins sem var grunn ­ urinn að veldi Actavis frá byrjun auk þess að taka þátt í stofnun Pars Pro á sviði getraunalausna og Green Diamond sem rekur skóíhlutaverksmiðju í Kína.“ Árni Þór er í gegnum einkahlutafélag sitt, REMEDIA ehf., hluthafi í En símtæki, Carbon Recycling, Gogogic og Oxymap. „Þá tók ég þátt í stofnun Agrice með mjólkur búunum til að mark­ aðssetja íslenskt skyr erlendis. Okkur litlu hluthöfunum var bol að út þar og þeir fóru lengri leiðina í að gera þetta. Samt er gaman að sjá að það er eitthvað að rofa til þessa dagana. Ég hef fjárfest mismikið í þess­ um fyrir tækj um en aðalatriðið er að veðja á einhverja frumkvöðla sem virðast hafa grunngildi í rekstri á hreinu auk þess að hafa áhugaverða hug mynd og þá er ekki verra að ég skilji eitt hvað pínulítið út á hvað hún gengur.“ reynsla og bókvit Árni Þór segir að þegar frum­ kvöðlar leggja fé í sprotafyrirtæki þurfi þeir fyrst og fremst að hafa þolinmæði. „Ég hef í flestum tilfellum komið eitthvað að fyrirtækjunum – lagt einhverja hönd á plóginn. Margir leggja fé í þessi fyrirtæki auk þess að koma að þeim á annan hátt vegna þess að það er oft erfitt fyrir nýsköpunar fyrir tæki að kaupa út dýra sérfræðinga og þá getur verið mjög verðmætt fyrir þau að fá fólk með reynslu. Vanda málið hefur verið það að menn hafa ekki metið reynslu eins mikið og bókvit en það er mjög gott þegar reynsla og bók ­ vit fara saman. En ég held að ansi oft hafi menn haldð að Excel væri það sem skipti öllu máli.“ Styðja góð málefni Þegar Árni Þór er spurður að hvaða leyti stjórn völd geti liðkað betur til fyrir frumkvöðl um segir hann að það væri gott ef búið yrði til spennandi umhverfi fyrir þá. „Það er mikið af sniðugum hugmyndum og það þarf að búa til hvata til þess að fá fólk til að setja peninga í þessi fyrirtæki. Mér finnst að bankarnir eigi að vera með sjóði sem fjár festa í svona fyrirtækjum. Þeir eru allir að bjóða eignastýringu og það mætti bjóða fólki að setja 1% í einhvern sjóð sem fjárfestir í fyrirtækjum. Það mætti til dæmis gera það með Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (NSA) sem er með mjög fjölbreytta flóru. Þannig fór ég ásamt hópi níu einstaklinga inn í Oxymap árið 2008. Við með rúmlega 20% og NSA með 80%. Kosturinn við þetta var að NSA gerði áreiðan­ leikakönnun þann ig að það var ákveðin baktrygging í því. Aðal­ atriðið er að svona örfjárfestar ætli sér ekki að gleypa heiminn heldur styðja góð málefni til þroska. Þetta ferli tekur yfirleitt meira en tíu ár þar til kemur í ljós hversu bitastætt verk efnið er. Ég fór um víðan völl og seldi hlutabréf í Oxymap út á lof­ orð Steingríms J. Sigfússonar um skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköp unarfyrirtækjum. Vegna lélegs undirbúnings og klúðurs hjá embættismönnum varð svo ekkert úr af slætt inum en ég var svo heppinn að enginn krafðist endurgreiðslu. Íslend­ ingar eru senni lega orðnir svo vanir því að það sé ekkert að marka stjórnvöld og sérstaklega þegar þau tilkynna að þau séu að gera eitthvað gott fyrir at­ vinnulífið. Það væri betra að láta atvinnu­ lífið í friði og halda skattheimtu og launatengdum gjöldum niðri en vera með þetta eilífa fikt. Það er besta vörnin gegn svartri atvinnustarfsemi. Líf eyrissjóðirnir sitja svo eins og púkinn á fjósbitanum og fá alls staðar smjörklípu.“ „Það er mikið af sniðugum hugmyndum og það þarf að búa til hvata til þess að fá fólk til að setja peninga í þessi fyrirtæki.“ ættaðir úr háskólanum Árni Þór Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.