Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Stefnt er að því að nota líkanið til að setja upp upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem segir fyrir um ástand sjávar svo sem ölduhæð, hitastig, strauma, lagskiptingu og
útbreiðslu fiskstofna,“ segir Guðrún Marteins
dóttir, prófessor í fiskifræði. „Þjónustan, sem
verður markaðssett undir nafninu „Hy drodyna
mic Information System for the North Atlantic
(HISA)“, byggist á samstarfi Háskóla Íslands
við þrjár stofnanir og fjögur fiskveiðifyrirtæki.
Upplýsingakerfið verður mun nákvæmara en sambærileg kerfi auk þess sem það
mun gefa út spár byggðar á staðfærðum
upplýsingum um ástand sjávar á veiðislóð
í gegnum sjálfvirkt kerfi er safnar gögnum
um hitastig, seltu og dýpi á meðan togað er
og sendir þau í gegnum gervitungl til HISA
í hvert skipti sem veiðarfærin koma upp á
yfirborðið.“
UPPLýSINGAKERFI FyRIR
SæFARENDUR
Marsýn ehf. er nýtt sprotafyrirtæki
sem byggist á margra ára þróun
straumlíkans við Háskóla Íslands.
Straumlíkanið, sem nefnist CODE
(www.marice.is/code), er þróað
af dr. Kai Logemann og lýsir
flæði sjávar allt í kringum Ísland í
þrívídd.
„Stefnt er að því að nota líkanið til að setja upp
upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem segir fyrir
um ástand sjávar svo sem ölduhæð, hitastig,
strauma, lagskiptingu og útbreiðslu fiskstofna.“
Marsýn ehf.
Guðrún Marteins dóttir, prófessor í fiskifræði.
SPROTAR
ættaðir úr háSkóla íSlandS
Svava jónsdóttir fjallar hér um þau sprotafyrirtæki sem ættuð eru úr Háskóla
Íslands en þar fæddust hugmyndirnar að fyrirtækjunum.
Marel er orðið risafyrirtæki á heimsvísu.
TexTi: svava JónsdóTTir
ættaðir úr háskólanum