Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 84
84 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Bókin Guerilla marketing er þekkt nafn í heimi viðskiptabókmennta. Hún er sögð ein af 100
bestu bókum um viðskipti frá
upphafi og hefur selst í yfir 20
milljónum eintaka. Hún hefur
verið gefin út á 62 tungumálum
og er kennd í MBAnámi víða
um heim. Höfundurinn, Jay
Conrad Levinson, er væntan
legur til landsins í október nk.
Samkvæmt íslenskri orðabók
er skæruliði sá sem á í skæru
hern aði og skæruhernaður skil
greind ur sem sá „hernaður þar
sem áhersla er lögð á margar
að greindar árásir sem óvinurinn
veit aldrei hvar er að vænta“.
Skæru hernaður hefur og ekki
úr sama fjármagni að moða og
hefðbundinn hernaður og því
leitar skæruliðinn óhefðbund
inna leiða til að ná fram mark
miði sínu. Markaðsmaðurinn
sem nýtir sér hugmyndir Guer
illa marketing er um margt eins
og skæruliðinn. Hefur úr minna
fjármagni að moða en stóru
fyrir tækin sem eyða oft ómældu
fjármagni í markaðssetningu
og nýtir því óhefðbundnar og
fjölbreyttar leiðir sem koma
við skiptavinum á óvart og vekja
athygli.
Markviss, hagkvæm og árangursrík
nálgun
Bókin Guerilla marketing er af
mörgum skilgreind sem mark
aðs biblía einyrkja, minni og
meðal stórra fyrirtækja. Engu
að síður er það svo að fjölmörg
stærri fyrirtæki hafa nýtt sér
hugmyndafræði skæruliðamark
aðssetningarinnar og nýtt til
þess mikið fjármagn. Höfund
ur segir að þó svo að stóru
fyrir tækin kaupi bókina ekki í
bílförmum megi klárlega sjá
merki þess að einhver þeirra
nýti hugmyndafræði hennar í
sinni markaðsnálgun.
Upphaflega var hún þó hugs
uð fyrir þá sem vilja ná góðum
árangri með lágmarks tilkostn
aði. Þegar lesin er gagnrýni
á nýjustu útgáfu bókarinnar
kemur glögglega í ljós að les
endum finnst hún ekki endilega
beina kastljósinu lengur að
ódýr um leiðum en engu að
síður er að finna í bókinni tíma
lausar og klassískar leiðir til að
nálgast markaðsmálin á mark
vissan, hagkvæman og árang
urs ríkan hátt. Það er með þessi
lögmál eins og önnur, ef þeim
er beitt markvisst og stöðugt –
þá virka þau.
Frá upphafi til enda
Nálgun höfundar á markaðsmál
er markviss og byrjar á byr
juninni. Hann skilgreinir um
hvað markaðsmál snúast og
Samkvæmt ís
lenskri orðabók er
skæruliði sá sem
á í skæru hern aði
og skæruhernaður
skil greind ur sem sá
„hernaður þar sem
áhersla er lögð á
margar að greindar
árásir sem óvinur
inn veit aldrei hvar
er að vænta“.
Bókin Guerilla Marketing kom út árið 1983 og hefur síðan þá nýst fjölmörg-
um fyrirtækj um til að nýta markaðsfjármagnið sem best. Í tilefni af komu
höfundar bókarinnar, Jay Conrad Levinson, til Íslands í október er fjallað
um þessa klassísku bók í endurbættri útgáfu sem út kom árið 2007.
Ein af 100
bestu bókum
um viðskipti
TexTi: unnur valborG HilmarsdóTTir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
stjórnendaþjálfari hjá vendum
skæruliðA
markaðssetninG
Höfundar bókarinnar, Jay Conrad Levinson.
bækur