Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Ólafur er einyrki enn sem komið er. Hann er að því leyti hinn dæmigerði frumkvöðull. Hann hefur undanfarin ár unnið að því einn að koma rótum undir
sprota, þar sem raunveruleikinn er endur
hannaður og bættur. Það gerist í tölvu.
Með þessu hefur hann eins og aðrir frum
kvöðlar innt af hendi sitt brauðstrit, sem felst
í ljósmyndun og hönnun og líka kennslu
innan greinar sem kallast gagnvirk hönnun.
Hann er lærður í Danmörku, við hönnunar
háskólann í Kolding, og kennir þar í þessari
grein milli þess sem hann vinnur að nýrri
lausn innan gagnvirkrar hönnunar.
Núna er þessi sproti kominn svo á legg
að fyrirtækið Designing Reality hefur verið
stofnað, leitað hefur verið til fjárfesta og þeir
sýnt hugmyndinni áhuga. Þar á meðal er
Arion banki.
Það styrkir Ólaf auðvitað á þessari vegferð
frumkvöðulsins að hann hefur þegar leyst af
hendi mikilvæg verkefni í gagnvirkri hönnun.
Þar má nefna þrívíddarbakgrunn í kvikmynd
inni Journey 2: The mysterious Island sem
Warnerbræður í Ameríku gerðu í fyrra.
Lands lagið í myndinni er blekking.
Úrslitaár framundan
Þetta fjallar allt um tölvur og hönnun og
þrí víddarmyndir sem koma í stað raunveru
leikans. Vinnan nýtist í kvikmyndum, í
aug lýsingum, tónlistarmyndböndum og hvar
sem blekkingum er beitt svo áhorfandinn
haldi að hann sjái eitthvað raunverulegt.
Hann nefnir líka að söfn geti notað þessa
að ferð við að sýna gripi sem ekki eru á
staðnum og það er hægt að endurskapa
fornleifar. Hvaðeina. Dæmi er hægt að sjá á
www.threedee.it.
„Það sem er nýtt hjá mér er að ekki þarf
lengur að teikna bakgrunninn fyrst heldur er
hægt að nota ljósmyndir, eina eða margar, til
að búa til þrívíðan, hreyfanlegan bakgrunn,“
segir Ólafur þegar hann lýsir hugmyndinni
að baki.
Forritið á líka að vera svo einfalt og not
enda vænt að hver og einn geti nýtt sér kosti
þess. Það þarf ekki að kalla til sérfræðing til
að gera ævintýralegar þrívíddarmyndir. Ólaf
ur kynnti hugmynd sína á Startup Reykjavík
í sumar og segir að á næstu tólf mánuðum
komi í ljós hvort þetta verður að fyrirtæki til
frambúðar eða ekki.
„Ég er að flytja núna inn í Klak, ætla að fá
fleiri starfsmenn og láta reyna á hvort þetta
er lífvænlegt,“ segir Ólafur. Hann reiknar
með að starfsemin verði í það minnsta að
hluta erlendis því vinnan er mjög sérhæfð og
erfitt að fá menntað fólk á Íslandi.
Sjálfur reiknar hann með að vera meira
heima á Íslandi en til þessa. Undanfarin ár
hefur hann sinnt verkefnum um víða veröld
og lagt að baki 300.000 kílómetra í flugi á
áratug. Það er nóg í bili!
Hjá Unity Technologies er búinn til hugbúnaður fyrir hönn uði tölvuleikja. Ekki leikirnir sjálfir heldur hjálpartæki sem tölvuleikjasmiðir geta nýtt sér og hugbúnaðurinn nýtist á mörgum öðrum
sviðum þar sem hanna þarf tölvuumhverfi – gjarnan í
þrívídd. Afurðina er hægt að nálg ast á www.unity3D.
com.
Davíð Helgason segir að núna hafi 1,2 milljónir
notenda aðgang að búnaðinum og fyrirtækið er orðið
sjálfbært aðeins þremur árum eftir að stóra skrefið út
á markaðinn var tekið. Minnstu notendurnir, þeir sem
eru að föndra við leikjagerð heima, fá ókeypis reynslu
aðgang. Hinir stóru borga áskrift.
„Við vorum upphaflega bara þrír námsmenn í Dan
mörku sem byrjuðum að þróa þennan búnað,“ segir
Davíð. „Einn er þýskur, annar dansk/breskur og svo ég
Ís lendingur. Við lögðum fram okkar eigin vinnu og pabbi
eins lánaði okkur pening þann ig að þetta var dæmigerð
frumkvöðla starfsemi.“
En svo fóru hlutir að gerast árin 2008 til 2009. Það
var eftirspurn eftir hugbúnaðinum og fyrirtækið tók að
„Ég er að flytja núna inn í Klak, ætla að fá fleiri starfsmenn og láta reyna á hvort
þetta er lífvænlegt,“ segir Ólafur.
Unity Technologies er fjölþjóðlegt fyrirtæki sem vaxið hefur með
undr a hraða síðustu þrjú ár. Upphaflega voru það þrír menn sem komu
þess um sprota á legg í Danmörku en eru nú með höfuðstöðvar í San
Franc isco. Við stjórnvölinn er Davíð Helgason.
ör vöxtur í krEPPunniDavíð Helgason hjá Unity Technologies í San Francisco:
Davíð Helgason hjá Unity Technologies í San Francisco.
Kjartan Sverrisson hjá
GuitarParty.com:
og frumkvöðlar