Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 59

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 59
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 59 „Í öðrum löndum er svona klasasamstarf oft kostað að mestu af opinberu fé en hér koma 90% af tekjum okkar frá fyrirtækjunum.“ Gekon er sproti þar sem aðrir sprotar sem og rótgróin fyrirtæki flétta saman rætur sínar. Þetta er ungt ráðgjafarfyrirtæki sem til þessa hefur að mestu einbeitt sér að samvinnu fyrirtækja sem tengjast jarð varma. Ýmislegt kann að breytast á næstu misserum í þeim efnum. HaGsmunir sAMEinANýsköpunar-fyrirtækið Gekon: Starfið hjá Gekon byggist mikið á hugmyndum sem Michael Porter, prófessor við Harvard­háskóla, setti upphaflega fram og hafa síðan haft veruleg áhrif á atvinnu­ þróun. Kenningin er í þá veru að í einstökum greinum atvinnulífsins myndist ósjálfrátt „klasar“ þar sem hagmunir ólíkra fyrirtækja og ytri aðstæður leiða þau saman. Stofnendur Gekon eru þau Hákon Gunn­ ars son og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir. Þau unnu áður sem ráðgjafar hjá Capacent. Hákon segir að þar hafi þau komist í kynni við Michael Porter sjálfan og Hákon aðstoð aði Porter m.a. við greiningu á sam­ keppnishæfni Íslands árið 2006. Þessi vinna varð síðar til þess að Hákon og Þóra fóru að starfa sjálfstætt að kortlagningu klasa hérlendis en fengu Michael Porter og hans nánasta aðstoðarmann, Christian Ketels, til liðs við sig í þeim efnum. Til þessa hafa þau einbeitt sér að jarð­ varma greinum og að leiða saman fyrirtæki í orkuframleiðslu, sérfræðiaðila, rannsóknar­ og menntastofnanir, auk fyrirtækja í ferðaþjón­ ustu, s.s. Bláa lónið og Icelandair. Þá hafa opinberar stofnanir og sveitarfélög komið að vinnunni. Þetta eru alls 80 aðilar. „Okkar módel er að gera samninga við fyrirtæki um úrbótaverkefni á ýmsum sviðum at vinnugreinarinnar. Í tilfelli jarðvarmans skuldbundu þau sig til 18 mánaða að taka þátt í samstarfinu og greiða fyrir það,“ segir Hákon. klasar úti um allt „Í öðrum löndum er svona klasasamstarf oft kostað að mestu af opinberu fé en hér koma 90% af tekjum okkar frá fyrirtækjunum,“ segir Hákon. „Ef fyrirtækin sjá sér ekki hag í þessu samstarfi fellur það um sjálft sig. Sameiginlegir hagsmunir eru drifkrafturinn í þessu og það eru að koma fram nýsköp­ unarverkefni í greininni.“ Hákon segir að til þessa hafi starf Gekon miðast við að halda utan um jarðvarmageir­ ann á Íslandi. Það er þó ekki vegna þess að þau hjá Gekon hafi sérstaka þekkingu á jarðhita – það er hægt að kortleggja klasa og koma skipulagi á samstarf í hvaða grein sem er. Sjávarútvegsklasi er dæmi um vel heppnað starf í klasastjórnun. Gekon hefur starfað frá hausti 2009 og er því þriggja ára. Starfið felst m.a. í að skipu­ leggja vinnu faghópa og koma á fundum og ráðstefnum. „Við eigum enn eftir að koma endanlegu skipulagi á fyrirtækið og skoða hvort hægt er að færa út kvíarnar. Til þessa hefur verið nóg að gera í jarðvarmaklasan­ um,“ segir Hákon Gunnarsson. Starfsmenn Gekon eru þau Hákon Gunn ars son, Friðfinnur Hermannsson, Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og Rósbjörg Jónsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.