Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 17

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 17
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 17 Í stuttu máli Jón von Tetzchner. yfirdráttur land ans hærri En fyrir hrun Þessi frétt Fréttablaðsins segir meira en margur heldur um ástandið á heimilum landsins. Heimilin í landinu skulda núna tæpa 87 milljarða í yfirdráttarlán, samkvæmt Seðla­banka Íslands, og hefur yfirdrátturinn tvöfaldast frá árinu 2009 þegar hann var 43 milljarðar króna. Flestir skýra þetta þannig að umframeyðsla heimil anna sé fjármögn­ uð með yfirdráttarlánum. Þau eru með þeim dýrustu í bankakerfinu en að vísu nokkuð auðsótt í upphafi. Yfirdráttarlánin stóðu í 78 milljörðum í september 2008, skömmu fyrir hrun, en lækkuðu í 43 milljarða árið 2009 og var það rakið til þess hversu margir nýttu sér úttekt á séreignarsparnaði. Síðan hafa heimilin sótt tvöfalt meira í yfirdráttinn. jÓn tEtZchnEr fjár fEstir Í oZ Jón Stephenson von Tetzchner, annar stofn enda Opera­vafrans, hefur fjárfest í fyrir ­tæki Guðjóns Más Guðjónssonar, sem löng um hefur verið kenndur við Oz. Félagið er sprota fyrirtæki, sem þróar tækni fyrir stafræna dreifi ngu sjónvarpsefnis, en Guðjón hefur nýlega fest kaup á nafni síns gamla fyrirtækis Oz, ásamt léninu Oz.com, og hyggst nota fyrir starfsemina. Fyrirtækið hefir þróað nýja aðferðafræði við að dreifa háskerpusjónvarpsútsendingum á netinu og unnið bæði með Stöð 2 og RÚV.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.