Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 40

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 Solveig K. Jónsdóttir. „Þessar tíu eru allar frábærar og svo hefði verið hægt að nefna tugi í viðbót.“ Solveig gerir ekki upp á milli tíu bestu bókanna. „Bækurnar sem ég nefni eru ákaflega áhuga verð ar og vel úr garði gerðar frá hendi höfunda, ljós myndara, teiknara, þýðenda, ritstjóra, prófarka lesara, umbrots- manna, kápuhöfunda, starfsmanna prentsmiðja og útgefenda,“ segir Solveig K. Jónsdóttir bókmennta- gagnrýnir. „Allir sem að þeim stóðu geta verið stoltir af sínu verki. Og svo eru það allar hinar bækurn- ar sem vert hefði verið að nefna. Mér er lífsins ómögulegt að taka eina og setja efsta.“ Appelsínur­frá­Abkasíu, Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsan­ irnar miklu – Jón Ólafsson Fortíð og nútíð tala saman og samræðan er ein af ástæðum þess hve áhugaverð saga Veru Hertzsch verður í meðförum Jóns Ólafssonar. Höfundur tengir Stalínstímann við önnur tímabil í sögu Sovétríkjanna, Rússlands og Íslands og fjallar um endursköpun minninganna um valda­ tíma Stalíns.   Bjarna-Dísa – Kristín Steinsdóttir Dísa er varnarlítil frammi fyrir óblíðri náttúru og viðskotaillu samfélagi en stundum er líka gaman að lifa því Dísa er ung og lífsglöð og á sér drauma. Kristín fer nærfærnum höndum um Dísu og bókin skilur eftir góða tilfinningu sem fylgir væntumþykju og skilningi.   ð – ævisaga – Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústsson, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit Merkilega viðburðarík, fróðleg og skemmtileg bók um málsögu og staf­ setningu. Kemur áreiðanlega mörgum á óvart sem ekki höfðu málfræði að uppáhaldsfagi. Vel úr garði gerðar   Ég­læðist­framhjá­öxi – Beate Grims­ rud, þýðandi Hjalti Rögnvaldsson Pabbi er sjaldan í vinnu, mömmu lang­ ar að hafa allt fínt og akkúrat, börn in eru mörg og eitt til viðbótar á leið inni. En sagan fjallar þó fyrst og fremst um stelpuna Lydíu sem oft er ringl uð en alltaf til í að skoða málin frá nýju sjónar­ horni. Hún vill komast til botns í furðum veraldar og óskiljanlegri atburðarás lífsins. Falleg þýðing á góðri bók.   Maxímús­Músíkús­bjargar­ball­ ettinum – Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson Þriðja bókin um Maxímús sem enn kemur fögrum listum til að­ stoðar og lýkur upp heimi tónlistar fyrir ungum lesendum. Vönduð og skemmtileg eins og fyrri bækurnar um Maxímús húsamús í Hörpu.   Reykjavíkurnætur – Arnaldur Indriðason Erlendur er alíslenskur og manneskju­ legur á besta mögulega máta. Ritsnilli Arnalds er óumdeild og lesandinn fyllist undarlegum áhuga á þessum durtslega lögreglumanni og volæðinu sem hann upplifir í erfiðu starfi á köldu landi.   Sagan­af­klaustrinu­á­Skriðu – Steinunn Kristjánsdóttir Fáir þekkja sögu íslenskra klaustra en hana segir Steinunn. Hún tvinnar sam an við söguna af Skriðuklaustri fyrr og síðar og af uppgreftri fornleif­ anna á Skriðu. Góðar skýringarmyndir og teikningar prýða bókina ásamt ljósmynd um sem styðja textann. For­ vitnileg bók um sértækt efni sem gert er aðgengilegt fyrir alla.   Stafnbúi – Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson Rannsóknir benda til þess að sagnaljóðahefðin láti undan síga þegar hlustendur og flytjendur læra að lesa og skrifa og fá ljós til að lesa í frístundum. Rímurnar eru til á bókum en tala má um endur­ reisn þeirra í meðförum Steindórs og Hilmars. Bókmenntaformið lifir með tónlistinni. Bókin er falleg og saga rímnahefðarinnar áhugaverð.   Strandir – Gerður Kristný Gerður Kristný er ljóðskáld fyrir alla, líka þá sem lesa ekki ljóð. Ljóðmál hennar er fagurt og skýrt og mynd­ málið tært og ferskt.   Undantekningin – Auður Ava Ólafsdóttir Ljóðrænn texti og fallegar myndlík­ ingar einkenna Undantekningu Auðar. Sagan er um nútímafólk með nútíma­ vandamál og það er frískandi að sjá höfund horfast í augu við samtíð sína, skerpa myndina af henni á dálítið ýktan hátt og takast svona ljómandi vel upp. bækur ársins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.