Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 49

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 49
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 49 róttækrar byltingar í upplýsingatækni, líf tækni og á fleiri sviðum sem skapar mikla þörf fyrir háskólamenntað fólk. Það er einnig mikilvægt að efla verkmennt í landinu og gera veg hennar meiri en nú er, flytja hana meira en gert hefur verið í vel búna tækniháskóla sem fylgjast náið með þróun tækninnar. Ýmislegt bendir til að Íslendingar hafi vanrækt verk- og tækni - menntun. Í ríkjum sem lengst eru komin í tækni bylt- ingu samtímans, svo sem Banda ríkjunum, hefur atvinnuleysi meðal starfs fólks í verksmiðjuiðnaði farið vaxandi en til skamms tíma bjó þetta fólk við ágæt efni og taldist til millistéttar. Hér er oft um að ræða launþega sem áður störfuðu í hefð- bundum iðnaði, í greinum þar sem sjálf - virkur tölvustýrður búnaður kemur nú í stað starfsfólks eða þá að starfsemin hefur flust til láglaunasvæða erlendis. Eftir standa stjórnendur og tæknifólk sem sér um sjálfvirka búnaðinn. Erik Brynjolfsson, prófessor í MIT, segir í nýlegri grein að flutningur framleiðslu frá Vesturlöndum til láglaunasvæða, t.d. í Asíu, sé aðeins fyrsti áfanginn í langri þróun. Í næsta áfanga taka tölvur yfir fram- leiðslustörf í mjög stórum stíl. Þeir sem segja tölvunum fyrir verkum eru vel launaðir. Þeir sem tölvurnar segja fyrir verkum eru láglaunamenn. Símenntun er nauðsynleg þegar miklar tæknibreytingar ríða yfir. Og svo hefur góð menntun margskonar gildi umfram launahækkanir. Vel menntað fólk gætir yfirleitt heilsu sinnar betur en þeir sem minni menntun hafa, taka betri ákvarðanir um rekstur heimilisins auk þess sem þekking á lögmálum náttúrunnar og þjóðfélagsins, tungumálakunnátta og alls konar fróðleikur um sögu og landafræði bætir mannlífið. uM BJÖrGun BAnKA Mótmæli kennd við Occupy-Wall Street settu svip sinn á árið, þ.e. mótmæli við því að skattgreiðendur borgi tapið af bönkum en eigendur bankanna og stjórn- endur hirði gróðann. – Hvernig sérðu stjórnvöld bregðast við þessum mót mæl- um? Verður t.d. minna um að bönk um verði bjargað og hvaða áhrif hefði það á bankarekstur í heiminum? Margir hagfræðingar eru andsnúnir því að ríkið bjargi einkabönkum í stað þess að láta eigendur bankanna taka skellinn og bera ábyrgð gerða sinna. Til dæmis var Mervyn King, yfirmaður Englandsbanka, andsnúinn björgunaraðgerðum þegar kreppan 2007-8 reið yfir, en hann virðist síðan hafa skipt um skoðun. Vandinn við bankabjörgun er þessi: Ef stjórnarmenn banka treysta því að ríkið bjargi fyrirtækinu ef illa fer verða þeir oft hættulega áhættusólgnir – vegna þess að þeir græða ef allt gengur vel en ríkið borgar (við borgum) þegar fífldjarfar fjármálafléttur misheppnast. Yfirleitt (en ekki alltaf) er þeirri megin- stefnu fylgt í nálægum löndum að láta litlar fjármálastofnanir rúlla en bjarga bönk um sem sagðir eru of stórir til að hrynja. Þá er átt við að hrun stórbanka geti lamað hagkerfið. Það er vond stefna að láta fjármálastofnanir vaxa uns þær hafa náð þeirri stærð að þjóðarbúskapurinn stend - ur og fellur með þeim. Reyndar er ekki alltaf fyllilega ljóst, fyrr en eftir á, hvenær bankahrun ógnar þjóðarbúskapnum. Ég las nýlega grein þar sem höfundurinn hélt því fram að fjórar fjármálastofnanir í Bandaríkjunum hefðu náð þeirri stærð að hrun þeirra væri ógnun við þjóðar búskap- inn en jafnframt væru þessir bankar svo stórir í sniðum að ríkið hefði ekki bolmagn til að bjarga þeim. Too big to fail, too big to save, sagði höfundurinn. Það þarf að hugsa skipulag fjármála- stofn ana upp á nýtt. Við höfum lært í fjár mála kreppunni að eftirlitsstofnanir, bæði hér og erlendis, hafa ekki roð við fjár mála fyrirtækjunum. Vanmáttur eftirlits stofnana stafar meðal annars af tvennu: tölvuvæðingu fjármálakerfisins og uppfinningu nýrra flókinna fjárfest - ingarkosta, samanber títtnefnda vafn- inga. Einnig skiptir máli, að venjulegir viðskiptabankar höfðu í aðdraganda kreppunnar fengið heimild til að reka „spilavíti“ – þ.e. starfa sem fjárfest ingar- bankar – en opinberir aðilar tryggðu eftir sem áður innstæður í bönkunum. Við þessar aðstæður er daglegt eftirlit illfram- kvæmanlegt. Umbætur kalla ekki eingöngu á eflingu eftirlitsstofnana, það nær skammt. Það er nauðsynlegt að breyta umhverfi bank anna, breyta leikreglunum og þar með hvata fjármálamanna og endurskoða einnig tölvutæknina sem bankar og eftirlits- stofnanir nota. uM VAndAnn á eVrusVÆðinu Skuldavandinn á evrusvæðinu hefur verið helsta fréttaefnið í álfunni frá krísunni haustið 2008. Telur þú að vandinn í Suður-Evrópu, eins og Grikk- landi, Ítalíu og Spáni, hafi smit ast á lönd eins og Frakkland og Þýska land en þau ráða úrslitum um hvort evrusvæðið fellur eða nær sér á strik? Nýlega var t.d. lánshæfismat Frakka lækkað vegna hræðslu um að þeir nái ekki árangri í niðurskurði í ríkisfjármálum. – Hvernig er annars hægt að auka hagvöxt og fram leiðslu í Evrópu án þess að gengi evrunnar lækki gagnvart öðrum gjaldmiðlum? Fréttir úr fjármálaheiminum eru fram reidd- ar í smábitum með löngum hléum á milli réttanna svo að erfitt er í miðjum klíðum að dæma um máltíðina í heild. Sennilega hefur vandinn í Suður-Evrópu smitað frændurna í norðri en svo virðist einnig sem fjármálamenn í Þýskalandi og víðar í Norðvestur-Evrópu hafi hjálparlaust misst stjórn á sér í aðdraganda kreppunnar og Grikkir og Spánverjar ekki komið þar við „Ég óttast sér stak- lega slæmar afleið- ingar af verðbólgu- vænt ingum og óstýrilæti Íslend- inga, ef við tökum upp alþjóðlega mynt. Í Þýska landi, til dæmis, er verð á vöru og þjónustu stöðugt eða það hækkar eftir langt hlé um 1-3 prósent. Á Íslandi, svo sem á þessu ári, hækka einka aðilar taxta sína hiklaust um 20-25 prósent og sama gildir um opin bera þjónustu. Al menn laun fylgja á eftir.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.