Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.10.2012, Blaðsíða 54
54 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 skoðun Þegar Ásmundur Helga­son, markaðsfræðingur hjá Dyna mo Reykjavík, er beðinn að fara yfir aug lý singar ársins og nefna það sem vel var gert segir hann að sér hafi fundist Flugfélag Íslands hafa verið með skemmtilega mark aðsnálgun á árinu. „Bæði var Flugfélagið með skemmti legar og óvenjulegar aug lýsingar í útvarpi og þá virk aði sjónvarpsefnið mjög vel með. Prentefni sem og allt ann­ að efni var virkilega vel heppnað hjá fyrirtækinu. Þá hefur mér fundist Domino’s takast mjög vel að breyta allri sinni nálgun en fyrirtækið fór í algjöra yfirhalningu og breytti matseðli, útliti á öllu kynningar­ efni sem og notkun á miðlum og söluleiðum. Fyrirtækið nýtir samfélagsmiðla og snjallsíma afar vel – enda hefur þessi nýja nálgun skilað sér í góðri sölu­ aukningu. Þá finnst mér alltaf skemmti­ legt að fylgjast með kynningu á Airvawes, hvort sem hún kemur frá Icelandair, Íslandsstofu eða Símanum; útlit, stemning, notkun á miðlum og allt sem viðkemur þessum skemmtilega atburði. Tón leikakofinn á Ingólfstorgi var sér lega vel heppnaður og ætti að nýtast vel í að kynna íslenska tónlist almennt, ekki bara Air­ waves. 0Svo vil ég nefna ásjónu Ad­ vania sem kom fram í janúar. Ásýnd fyrirtækisins er grafískt mjög vel heppnuð og fyrirtækið nýtir útlitið vel yfir í allt kynning­ arefni. Af nýjum auglýsingum vil ég nefna Vodafone­jólaauglýsing­ una sem var tekin upp í litlum skóla úti á landi; það er eitthvað krúttlegt við hana og vel gert. Svo finnst mér skemmtilegt að malt og appelsín skuli nú vera í sambandi – á Facebook.“ Allt virkaði vel ÁSmunduR HelGASon – markaðsfræð ingur hjá dynamo AUGLÝSINGAR Ár mótunar, gilda og ábyrgðar InGRId KuHlmAn – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman segir að íslenskir vinnu ­staðir hafi margir hverjir farið í saum ­ana á stefnu sinni og hlutverki. Hún segir að mótun nýrra gilda sé eitt af því sem hafi borið hæst á árinu. „Gildin eru ákveðin grundvallarviðhorf og hugsuð sem leiðarvísir í mikilvægum ákvörðunum. Í gildavinnu taka allir starfs­ menn þátt í að velta fyrir sér fyrir hvað vinnu staðurinn standi og hvernig gildin birtist hjá hverjum og einum. Gildin eiga að vera hornsteinn í huga starfsmanna og veita þeim innblástur. Þau eiga líka að geta staðist tímans tönn. Þau virka sem vitinn í myrkrinu sem beinir rétta leið þegar erfið ­ leikar steðja að eða freistingar verða í vegi. Það eru ekki ný sannindi að fyrirtækjum þar sem gildi og framtíðarsýn eru höfð að leiðarljósi vegnar betur en þeim fyrirtækj­ um sem ekki setja sér slík leiðarljós. Þetta hefur verið sýnt fram á í rannsóknum sem sagt er frá í bókunum Built to Last (1994) og Good to Great (2001) eftir Jim Collins og Jerry I. Porras. Richard Barrett segir í bók sinni Building a Values­Driven Organization (2006) að til að byggja upp gildadrifið fyrirtæki með framtíðarsýn þurfi þrennt að koma til. Í fyrsta lagi verða stjórn­ endur að vera holdgervingar gildanna. Í öðru lagi þurfa sýnin og gildin að vera áhrifavaldar í allri ákvarðanatöku og endur­ speglast í öllum ferlum svo sem ráðning­ um, stjórnendaþjálfun, nýliðamóttöku, stöðu hækkunum o.fl. Í þriðja lagi þarf reglu lega að meta menningarþætti og fylgj­ ast með hvort fyrirtækið haldi stefnu. Gildavinnan er hluti af því breytingaferli þjóðarinnar. Það sama á við um stjórnar ­ skrár breytingarnar og kröfuna um gott siðferði. Umræðan um Starbucks í Bret­ landi nýlega er ein af birtingarmyndum þess ara breytinga en það að fyrirtækið skuli hafa fundið leiðir til að greiða nær enga tekjuskatta er talið óviðunandi. Við gerum þá kröfu í dag að allir axli ábyrgð. „Gildin eru ákveðin grund- vallarviðhorf og hugsuð sem leiðarvísir í mikilvægum ákvörðunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.