Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 82
82 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, segir margt standa upp úr á sínu fyrsta heila ári sem
forstjóri VÍS. Út á við hafi líklega borið hæst nýtt merki fyrirtækisins og ríka áherslu á forvarnir.
Í forvörnunum sé horft til framtíðar til að fyrirbyggja slys með viðskiptavinum. Inn á við hafi
umfangsmikil stefnumótunarvinna skilað mjög góðum árangri.
Forvarnir og öryggi
viðskiptavina leiðarljós VÍS
Þegar litið er um öxl á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hve starfs menn VÍS
voru samstilltir, áhugasamir
og duglegir að taka þátt í að
móta og innleiða nýja stefnu
fyrirtækisins,“ segir Sigrún
Ragna Ólafsdóttir. „Ég er
ákafl ega stolt af því hvernig til
tókst, bæði inn á við og út á við,
sem hefur meðal annars skilað
sér í góðum árangri í rekstrin-
um. Hlutverk okkar er að
veita framúrskarandi þjónustu,
vernd og stuðla að öflugum
forvörnum. Þetta gerum við
af umhyggju, fagmennsku og
með árangursríkum hætti svo
viðskiptavinir verði þess vel
varir, enda eigum við mikla
sameiginlega hagsmuni með
þeim í því að fækka slysum og
tjónum“
meðvituð um samfélagslega
ábyrgð
Eðli málsins samkvæmt hvílir
rík samfélagsleg ábyrgð á
tryggingafélagi. „Við erum
þess vel meðvituð og segja
má að allt okkar starf snúist
um samfélagsábyrgð. Við
leitumst stöðugt við að efla
áhættuvitund þjóðarinnar og
koma öryggishugsun inn hjá
fólki þannig að það tileinki sér
forvarnir í sem víðustum skiln-
ingi, ekki bara viðskiptavinir
okkar heldur allir. Forvarnir
eru okkar leiðarljós. Við trúum
því að hægt sé að fyrirbyggja
slys og eigum t.d. ekki að sætta
okkur við eitt einasta banaslys
í umferðinni. Þótt þeim kunni
að fækka um helming milli
einhverra tiltekinna ára er
ár ang urinn samt óviðunandi ef
þau eru eitt eða fleiri.
Okkur hefur tekist að virkja
fyrirtæki í skráningu þess sem
við köllum næstum því slys.
Þannig koma menn auga á
hvar hætturnar leynast og gefst
tækifæri til að bæta úr, sem er
vitaskuld af hinu góða. Slysin
gera nefnilega boð á undan sér
í flestum ef ekki öllum tilfellum
og betra er heilt en vel gróið.“
Athyglisverðar auglýsingar
Samhliða kynningu á nýju
merki fór VÍS fremur ótroðnar
slóðir í auglýsingum síðla
sumars og í haust með öðrum
áherslum en hefðbundið gæti
talist í tryggingageiranum. „Við
ákváðum að hafa léttleikann í
fyrirrúmi en þó með alvarleg-
um undirtóni. Forvarnirnar
eru sem fyrr þungamiðjan en
aðalpersónan er algjörlega úti
að aka í þeim. Henni er nánast
fyrirmunað að gera nokkuð rétt
en þá kemur umhyggjusöm
rödd skynseminnar í lok hverr-
ar auglýsingar og leiðir okkur
af fagmennsku í allan sannleika
um rétt og rangt. Þessar auglý s-
ingar vekja mikla athygli. Sem
dæmi má nefna að þær hafa
verið skoðaðar vel yfir fjörutíu
þúsund sinnum á youtube-
vefnum. Við höfum líka fengið
mikil bein viðbrögð við þeim
þar sem fólk segist hafa tekið
skilaboðin til sín og tileinkað
sér. Til dæmis hvað snertir bil á
milli bíla, sem er sú auglýsing
sem hvað mesta athygli hefur
vakið. Hlutverk okkar er að
vernda og beita öllum ráðum til
þess. Að tvinna það saman við
húmor gefur góða raun að því
er virðist.“
Forvarnarfrumkvæði starfs
manna
Starfsmenn VÍS hafa tekið
áskor un stjórnenda um að sýna
frumkvæði í forvörnum opnum
örmum. Þeir komu á fót hópi
sem hefur veg og vanda af
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 2011: 18,6 milljarðar króna fjöldi starfsmanna: 222 forstjóri: Sigrún Ragna Ólafsdóttir stjórnarformaður: Benedikt
Jóhannesson stefnan: VÍS stefnir að því að verða það tryggingafélag sem aðrir líta til sem fyrirmyndar á öllum sviðum; í rekstri, ánægju
viðskiptavina, rafrænni þjónustu, árangursríku forvarnarstarfi og sem framúrskarandi vinnustaður.
TexTi: sVAVA JónsdóTTir/ Mynd: Geir ólAfsson
uM áraMót
VÍS