Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 90

Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 90
90 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 „Þetta eru stór verkefni sem öll tengjast markmiðum Thule Investments um að byggja upp grunn­ fyrirtæki nýrra atvinnugreina og nauðsynlegar stoðir fyrir þau. Thule vinnur m.a. markvisst að því að gera að veruleika nýjan sæstreng til Íslands sem hluta af streng Emerald Networks,“ segir dr. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments. Uppbygging grunnfyrirtækja nýrra atvinnugreina Gísli Hjálmtýs-son segir að þau hafi mörg verið spenn-andi verkefnin sem unnið var að á árinu og starfsmenn fyrirtækisins eru stoltir af. Á meðal verkefnanna er undirbúningur og vinna við mótun nýrrar fjárfestingarhug- myndar sem hefur það að mark miði að hvetja til frekari tækifæra í nýjum greinum íslensks atvinnulífs. „Við lögðum á árinu einmitt veru lega mikla vinnu í slík verkefni,“ segir Gísli. „Eitt þeirra snýr að fjárfestingu í nýj um sæstreng til Íslands sem er nauðsynlegur til að treysta grundvöll fyrir rekstur gagna- vera. Vísir að gagnaversiðnaði hefur þegar myndast en til þess að hann geti eflst og dafnað fyrir alvöru er nauðsynlegt að leggja nýjan afkastamikinn sæstreng til Íslands og jafn- framt að fá beina tengingu til Bandaríkjanna.“ Gísli vill líka nefna annað mjög ánægjulegt verkefni en það snýr að fyrstu umtalsverðu endurgreiðslu félagsins til fjár- festa úr fagfjárfestingasjóðnum Brú II Venture Capital Fund. Sjóðurinn var stofnaður haustið 2005 og starfar undir eftirliti fjármálaeftirlits Lúxemborgar. Flestir stærstu lífeyrissjóðir landsins, tryggingafélög og aðrir fagfjárfestar eru meðal fjár festa í sjóðnum. nýr sæstrengur Gísli metur horfur góðar á næsta ári og segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi miklar vænt - ingar til þeirra verkefna sem unnið er að og verða fyrir ferðar- mikil í rekstrinum á nýju ári. „Þetta eru stór verkefni sem öll tengjast markmiðum Thule Investments um að byggja upp grunnfyrirtæki nýrra atvinnu- greina og nauðsynlegar stoðir fyrir þau. Thule vinnur m.a. markvisst að því að gera að veruleika nýjan sæstreng til Íslands sem hluta af streng Emerald Networks. Þá erum við að vinna með aðilum sem hafa áhuga á gagnaverum hér á landi. Við trúum því að grunnstoðir efnahagslífins styrkist á árinu og að í kjölfar alþingiskosninga í vor leysist úr læðingi frekari kraftur til nýrrar sóknar í efnahagsmálum þjóðarinnar.“ Meginmarkmið Thule Invest- ments er að fjárfesta í ungum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýrra atvinnugreina, einkum þeirra þar sem verð mæta sköp- un er mikil fyrir hvern starfs- mann og miðað við fjárfestingu. „Við viljum stuðla að frekari áhuga á stofnun slíkra fyrir- tækja þannig að nýjar greinar at vinnu lífs nái fótfestu á Ís landi. Ísland þarf fjölbreytt at- vinnulíf útflutningsgreina sem er samkeppnishæft alþjóðlega. Við horfum sérstaklega til fyrir- tækja þar sem ungt, menntað og sérhæft starfsfólk er innan- borðs, einkum í þekkingar- og hátækniiðnaði. Við teljum að í þessum greinum felist mikil tækifæri hér á landi og þar með einnig fyrir fjárfestingarstefnu Thule Investments.“ Upplýsingar Um fyrirtækið: Velta: 87 milljónir fjöldi starfsmanna: Átta (6FTE) stjórnarformaður: Gísli Hjálmtýsson Stefnan: „Meginmarkmið Thule Investments er að fjárfesta í ungum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýrra atvinnugreina.“ TexTi: sVAVA JónsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson uM áraMót Thule Investments
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.