Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 97

Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 97
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 97 stjórn un og verkefnastýringu. Bók in er unnin í samvinnu við tvo árganga nemenda í meist­ ara námi í verkefnastjórnun (MPM ­nám). Haukur Ingi og Helgi Þór nýttu svo það efni sem grunn í bókina ásamt sín um eigin skrifum auk þess að taka út hluta efnisins með það fyrir augum að úr yrði heildstætt verk. Fyrir vikið verður verk ið yfir gripsmikið og vandað þar sem fram koma mörg áhugaverð sjónarhorn á þetta mikilvæga efni. Nokkur áhersla er lögð á fræðilega nálgun í bókinni en engu að síður er hagnýti hennar mikið sem endur speglast verkefnum/ umhugs unarefnum sem fram koma í lok hvers kafla. Einnig eru í bókinni fjölbreyttar æfingar sem miða að því að auka sam­ skiptafærnina. Viðjar vanans … Hvernig hægt er að brjótast úr viðjum vanans og þannig ná meiri árangri er viðfangs­ efni bókarinnar The Power of Habits, eftir Charles Duhigg. Á mjög áhugaverðan hátt fjallar Duhigg um þann árhrifavald sem vaninn er í lífi og starfi okk ar flestra, hvernig við þróum með okkur venjur og hvað þarf að gera til að brjótast úr viðj um vanans. Rannsóknir sýna að meira en 40% þeirra aðgerða sem við framkvæmum dag hvern eru ekki byggðar á meðvituðum ákvörðunum held ur vana. Vana sem við höf um ekki alltaf tamið okkur með vitað. Þessi bók er fyrir alla þá sem vilja skilja mannlegt eðli betur og hvað veldur því að við bregðumst við eins og við gerum við ákveðnar aðstæður. Fyrsta skrefið í að brjótast úr viðjum vanans er að gera sér grein fyrir hverjar venjur okkar eru og brjóta þær niður svo við getum tekist á við áskoranir dagsins með aukinni meðvitund og síður hrokkið í sjálfstýringu með þeim hættum sem því fylgja. En það eru ekki ein asta einstaklingar sem festast í viðjum vanans. Fyrirtæki gera það líka og með sama hætti má brjóta upp mynstur í fyrirtækj­ um og liðsheildum og þannig stuðla að auknum árangri. leyndarmál tekjuhárra kvenna Launamunur kynjanna er áber­ andi umræðuefni í jafnréttisbar­ áttunni. Ástæður þessa munar eru margar en ein þeirra er örugglega viðhorf okkar kvenna til peninga og hvernig við um­ göngumst þá eins og Barbara Stanny, höfundur bókar innar Secrets of six Figure Women, heldur fram. Bókin er byggð á viðtölum við konur sem juku tekjur sínar umtalsvert á skömm­ um tíma og eins þær sem höfðu um langt skeið haft háar tekjur. Sameiginleg einkenni þessara kvenna eru dregin saman í fjögur megineinkenni: markmið um að hagnast og hafa jákvætt viðhorf til þess að eiga pen­ inga, dirfska, vilji og þor til að fara út fyrir þægindahringinn, þrautseigja og vilji til að halda áfram þó að á móti blási og að síðustu eiga þessar konur í hvetjandi samböndum við sína nánustu sem gefa þeim orku og kraft. Þessu til viðbótar tiltekur höfundur þrjú einkenni sem ekki eru skilyrði fyrir auknum árangri en hjálpa til. Þau eru: Góð sjálfs þekking, að eiga auðvelt með að sleppa tökum af því sem ekki virkar eða heldur aftur af og að síðustu fjármálalæsi, þ.e. flestar konurnar sem náð hafa góðum árangri eru læsar á fjármál og vita hvernig peningar hegða sér. markaðssetning skæruliða Bókin Guerilla Marketing eftir Jay Conrad Levinson er ein þeirra klassísku bóka sem fjallað var um á árinu. Hún kom fyrst út árið 1983 og hefur síðan þá reynst fjölmörgum fyrirtækj­ um vel til að nýta markaðsfjár­ magnið sem best en mikilvægi þess er ekki síður mikið í dag en árið 1983. Í bókinni leiðir höfundur lesandann í gegnum það ferli sem hann heldur fram að sé farsælast þegar sett er saman markaðsáætlun. Máli sínu til stuðnings tek­ ur hann dæmi, raunveruleg sem tilbúin, sem eru til þess ætluð að renna styrkari stoð­ um undir hugmynda fræðina sem og kveikja hugmyndir hjá lesandanum. Jafnframt vísar hann í rannsóknir sem gefa bókinni aukið vægi. Höf undur eyðir miklu púðri í að bera saman „hefðbundn ar“ mark­ aðs aðgerðir og skæruliða­ mark aðssetningu en það sem einkennir hið síðarnefnda hefur mikil líkindi við skæruhernað. Skæru liða markaðsmaðurinn hefur úr minna fjármagni að moða en stóru fyrirtækin sem eyða oft ómældu fjármagni í mark aðs setningu og nýtir því óhefðbundnar og fjölbreyttar leiðir sem koma viðskiptavinum á óvart og vekja athygli. bókin the Edge Bókin The Edge eftir Michael Heppel er tvímælalaust ein athyglisverðasta nýja bókin sem fjallað var um á árinu. Undirtitill bókarinnar er „hvernig þeir bestu verða betri“ og má segja að sú setning sé rauður þráður í gegnum bókina, hvernig hægt er að gera enn betur í dag en í gær. Höfund­ ur fjallar á skemmtilegan hátt um niðurstöðu fjölmargra samtala sem hann hefur átt við einstaklinga sem náð hafa árangri, hvað þessir aðilar eiga sameiginlegt, hvað þeir gera og gera ekki sem hugsanlega skýrir hvers vegna þeir ná árangri. Grunnhugmyndafræði bókarinnar er einföld, skýr og beint í mark. Höfundur gengur út frá árang­ urshring sem er það sem helst einkennir þá sem árangri ná og eru „með’etta“. Hringinn mynda fjórir þættir; árangur, óánægja, lausn og aðgerðir. Samspil þess ara fjögurra þátta er það sem einkennir þá sem ná árangri og innan hvers þáttar rúm ast fjölmargir aðrir sem bókin í sinni einföldustu mynd fjallar um. Hægt er að byrja hvar sem er en oftar en ekki byrjar ferlið á óánægjustiginu, þ.e.a.s. einstaklingar sem ná árangri eru líklegir til að spyrja spurninga eins og „hvernig er hægt að gera þetta betur“ og sætta sig ekki við núverandi ástand. Viðkomandi leitar þá lausna, grípur til aðgerða og nær þannig árangri. Hefur þú setið gagnslausa fundi? Síðasta bók ársins er líklega með þeim hagnýtari sem fjallað var um á árinu. Allir stjórnend­ ur og starfsmenn fyrirtækja þekkja þann tíma sem fundir taka frá daglegum verkefnum og mikilvægum störfum. Flestir eru sammála um að fundir inn an fyrirtækja séu of margir og of fáir þessara funda skili tilætluðum árangri. Rannsóknir sýna að stjórnendur verja allt að 23 klukkustundum á viku í fundi. 7,8 klukkustundir af þess um 23 fundaklukkustund­ um eru ónauðsynlegir fundir eða fundir sem illa er stjórnað. Samtals á ári reiknast það sem 2,3 mánuðir sem sóað er með þessum hætti.Það er því mikill ávinningur í því fólginn að bæta fundamenningu fyrirtækja. Í bókinni The Modern Meet ­ i ng Standard ræðst Al Pittam­ palli til atlögu við gagnslitla fundi og leggur til leið sem fyrir tæki geta farið til að nýta þá fjár muni sem fara í fundi í formi tíma þátt takenda með sem besta móti. Í forgrunni í þessari atlögu Pittampalli eru sjö lögmál um markvissa fundi, e.k. leiðarvís ir til þess að gera fundi markviss ari og hagkvæmari fyrir fyrirtækið. Nokkur þessara lögmála eru t.d. að árangursríkir fundir styðja ákvörðun sem þegar hef­ ur verið tekin, þeir ganga hratt fyrir sig og lýkur á réttum tíma, þeir hafa takmarkaðan fjölda þátttakenda og hafna efni sem ekki hefur verið undirbúið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.