Frjáls verslun - 01.10.2012, Síða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 11. 2012
Eimskipafélag Íslands var stofnað hinn 17. janúar 1914 og er elsta skipafélag á Íslandi. Félagið
hefur frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til landsins og frá, en í dag býður Eimskip upp
á alhliða flutningsþjónustu um allan heim.
Fjölmörg tækifæri fyrir hendi
á Norður-Atlantshafi
Gylfi Sigfússon er forstjóri
Eimskips:
Hvaða árangur fyrirtækisins
ert þú ánægðastur með á árinu?
„Rekstur félagsins hefur verið
í takt við væntingar og innviðir
Eimskips hafa verið styrktir
m.a. með kaupum á þremur
frystiskipum og hafist var handa
við smíði tveggja sérhæfðra
gámaskipa sem verða afhent
félaginu á árinu 2013. Sam-
hliða þessum fjárfestingum
var ráðist í að bæta við og
endur nýja gámaflota félagsins.
Góður árangur hefur náðst á
nýrri flutningaleið Eimskips
frá Norður-Noregi til Norður-
Ameríku.
Flutningsmagnið í línukerfum
félagsins á Norður-Atlants hafi
jókst um 6,3% fyrstu níu mán-
uðina í samanburði við árið
2011.
Vinna við skráningu Eimskipa-
félagsins á hlutabréfamarkað
gekk vel og viðtökur fjárfesta
voru mjög ánægjulegar og
endurspegluðust í umframeftir-
spurn eftir hlutabréfum.“
Fjölmörg verkefni í
burðarliðnum
Hvernig metur þú horfurnar á
næsta ári?
„Horfur á mörkuðum Eim-
skips á Norður-Atlantshafi eru
almennt jákvæðar. Fjölmörg
tækifæri eru fyrir félagið á
Norður-Atlantshafi allt frá
orku tengdum verkefnum
til olíu- og námuvinnslu. Á
austur strönd Grænlands er í
burðarliðnum fjöldi verkefna,
svo sem bygging orkuvera
og námu- og olíuvinnsla sem
hentað getur Íslendingum að
þjónusta t.d. frá Akureyri eða
Húsavík. Á Íslandi eru einnig
fjölmörg verkefni í farvatninu
svo sem stóriðjuframkvæmdir
varðandi kísil og ál, bygging
orkuvera, ýmis léttiðnaður,
fiskeldi og undirbúningur
fyrir umskipunarhafnir til að
bregðast við þessum tæki fær-
um. Einnig má nefna frekari
uppgang í laxeldi í Færeyjum
ásamt stóraukinni uppsjávar-
fiskvinnslu og olíuverkefnum
sem mögulega eru handan
við hornið. Í Noregi er áætluð
aukning í þorskkvóta og á
síðasta ári hóf Eimskip, fyrst
gámaflutningafélaga, reglu-
legar siglingar frá Noregi yfir
norðurheimskautslínuna með
tengingu við Ísland og línukerfi
félagsins ásamt tengingu við
Norður-Ameríku.
Mikil umfjöllun hefur verið
um málefni norðurslóða, sem
Eimskip hefur tekið virk an þátt
í, og má þar m.a. nefna hug-
myndir manna um Norður ís -
hafssiglingar sem gætu orðið
lyfti stöng fyrir Íslend inga í
náinni framtíð, þar sem sigling-
arnar kalla á umskip unarhöfn.
Til að það geti orðið að veru-
leika þurfum við að halda vel
á þessum málaflokki og marka
okkur stefnu til lengri tíma.
Þó svo að horfur fyrir Eim skip,
sem er alþjóðlegt flutninga-
félag og hefur um helming
tekna sinna að utan, séu góðar
er ekki hægt að horfa framhjá
þeim erfiðleikum sem steðja að
Íslandi, svo sem hægagangi í
nýfjárfestingum og stór iðju, upp-
söfnun og verðfalli á sjávara-
furðum, ósætti um auðlinda-
gjald, óvissu á vinnumarkaði
og gjaldeyrishöftum, svo
eitthvað sé nefnt.“
Starfsmenn og stjórn mynda
stefnu og áherslur
Hver er stefnumótun Eimskips?
„Eimskip lagði í mikla vinnu
í stefnumótun félagsins fyrir
tveimur til þremur árum þar
sem starfsmenn og stjórn tóku
Upplýsingar Um fyrirtækið:
Velta: 410 milljónir evra fjöldi starfsmanna: 1.320 forstjóri: Gylfi Sigfússon stjórnarformaður: Bragi Ragnarsson
stefnan: „Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki sem veitir alhliða flutningaþjónustu, byggða á áreiðanlegu og skilvirku framleiðslukerfi á Norður-
Atlantshafi og alþjóðlegri frystiflutningsmiðlun, með framúrskarandi þjónustu að leiðarljósi.“
TexTi: Hrund HAuKsdóTTir / Mynd: Geir ólAfsson
uM áraMót
Eimskip