Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 101
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 101
endurnýjun og viðbætur í
dreifikerfi raforku
Hverjar voru helstu nýjungar
og helstu verkefni ársins?
„Stærsta verkefni RARIK
tengist endurnýjun og viðbót-
um í dreifikerfi raforku, m.a.
með þriggja fasa jarðstrengjum,
en í það verkefni þurfum við
að verja um 2.000 milljónum
á ári næstu tuttugu ár. Eins og
áður hefur komið fram höfum
við verið að gera samninga við
upp sjávarfyrirtækin í sjávarút-
vegi á Austurlandi um nýjar
öflugar tengingar til að þau geti
breytt orkunotkun í bræðslun-
um úr olíu í rafmagn. Það er
veruleg breyting sem kallar á
mikla raforkunotkun.
Einnig eru fjölmörg verkefni
m.a. tengd hitaveitustarfsemi
í gangi en í lok næsta árs mun
RARIK taka í notkun nýja
hita veitu á Skagaströnd, sem
verður sameinuð hitaveitu
á Blönduósi. Stofnæðin til
Blönduóss var lögð á árinu, en
á næsta ári leggjum við stofnæð
til Skagastrandar og dreifi-
kerfi um bæinn. Við höfum
um árabil verið með rauntíma-
mælingar á raforkunotkun
fyrirtækja, en á síðasta ári
hófum við rauntímamælingar
hjá almennum notendum og
munum á næstu árum auka þær.
Það mun valda byltingu í
möguleikum notenda til að
fylgjast nákvæmlega með
raforkunotkun sinni.“
Hver er stefna fyrirtæk-
isins varðandi samfélagslega
ábyrgð? Hefur RARIK komið
sér upp ákveðnu gildismati til
að starfa eftir?
„Við hjá RARIK lítum svo
á að það hlutverk RARIK að
tryggja dreifingu rafmagns um
stærsta hluta landsins sé í sjálfu
sér samfélagslegt verkefni
sem við reynum að sinna af
ábyrgð. Stefna fyrirtækisins
er að veita góða þjónustu á
hóflegu verði. RARIK hefur
með skipulegum hætti veitt
styrki til íþrótta-, líknar- og
menningarmála og hefur m.a.
gert samninga um svokallaða
menningarstyrki við menning-
arfélög í landshlutum. Þá erum
við aðilar að Skóga safni og
styrkjum björgunar sveitir, sem
við höfum stundum þurft að
leita til um aðstoð. Starfsemi
RARIK er dreifð um stóran
hluta landsins og fyrirtækið er
með yfir tutt ugu starfsstöðvar.
Starfsmenn fyrirtækisins eru
virkir þátt takendur í þeim
samfélögum sem þeir búa í, t.d.
með þátttöku í björgunarsveit-
um og starfsemi sveitarfélaga.
Fyrirtækið hefur haft skilning
á nauðsyn þess. Við höfum lagt
áherslu á að sækja þjónustu
til fyrirtækja og einstakl-
inga á þeim stöðum þar sem
fyrirtækið er með verkefni eða
starfsstöðvar. Fyrirtækið hefur
ekki komið sér upp formlegu
gildismati til að starfa eftir,
en við leggjum áherslu á að
höfð séu í heiðri gildi eins og
heiðar leiki, samviskusemi og
virðing.“
nýting orkuauðlinda í sátt við
umhverfið
Hver er umhverfisstefna fyrir -
tækisins?
„Verndun umhverfis og
líf ríkis er hagsmunamál
allra. Við hjá RARIK leggjum
metnað okkar í að umhverfis-
vernd sé ávallt höfð til hlið-
sjónar við stefnumótun og
framtíðarþróun fyrirtækisins,
framkvæmdir og rekstur.
Markmið fyrirtækisins er að
nýta orkuauðlindir landsins í
þágu þjóðarinnar og í sátt við
umhverfið.
Hönnun, framkvæmd, rekstur
og þjónusta miða að því að
valda sem minnstri röskun á
umhverfinu og lífríki þess og í
starfsemi fyrirtækisins er tekið
tillit til hagkvæmrar notkunar
aðfanga, endurnýtingar efnis
og tækjabúnaðar, þar sem það
á við, og ábyrgrar förgunar á
úrgangi.
Við leggjum áherslu á að
vinna markvisst að umbót-
um á stefnu fyrirtækisins í
umhverfismálum, með tilliti
til fenginnar reynslu, þarfa
viðskiptavinarins og væntinga
þjóðfélagsins. Samráð er haft
og miðað að því að lág marka
jarðrask og ónæði meðan
á framkvæmd stendur. Við
leggjum ríka áherslu á að við
alla vinnu, framkvæmdir og
frágang eftir þær skuli þess
gætt að spilla ekki umhverfinu.
RARIK hefur tekið virkan þátt
í verkefnum sem snúa að um-
hverfismálum og ennfremur tekið
þátt í stefnumótun um verndun
umhverfis og lífríkis.“
„Við hjá RARIK
lítum svo á að það
hlutverk RARIK
að tryggja dreif
ingu rafmagns um
stærstan hluta
landsins.“
Ómar imsland, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, Pétur E. Þórðarson framkvæmdastjóri tæknisviðs, Örlygur Jónasson framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs , tryggvi Þ. Haraldsson forstjóri og Ólafur H. Sverrisson framkvæmdastjóri fjármálasviðs.