Frjáls verslun - 01.10.2012, Page 109
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 109
okkar er langur og ítarlegur
og það verður nóg að gera.
Til að mæta auknum verkefn-
um höfum við endurskoðað
skipulag starfseminnar og
mun nýtt skipurit taka gildi
1. janúar 2013. Breytingarnar
miða einkum að því að skerpa
markaðssetningu á almennum
útflutningsvörum og um leið
að skerpa þjónustuhlutverk
Íslandsstofu gagnvart íslensk-
um fyrirtækjum.“
Hver er stefnumótun
fyrirtækisins?
„Íslandsstofa er vettvang-
ur Íslendinga í markaðs- og
kynningarmálum á erlendum
markaði og er öflugur sam-
starfsvettvangur atvinnulífs
og stjórnvalda og miðar að
því að auka gjaldeyristekjur
þjóðarinnar með því að efla
markaðssókn Íslendinga erl-
endis.
Þjónusta Íslandsstofu ein-
kennist af hagkvæmri nýt-
ingu fjármuna, sérhæfingu og
faglegri dýpt sem ekki er á færi
einstakra aðila og byggist á
þremur meginþáttum:
Almennu kynningarstarfi sem
beinist að því að efla orðspor og
ímynd Íslands erlendis, skapa
áhuga á landinu sem áfanga-
stað og auka eftirspurn eftir því
sem íslenskt er.
Fræðslu og stuðningi við
samtök, fyrirtæki og einstakl-
inga sem miðar að því að efla
færni þeirra og árangur í al-
þjóðaviðskiptum.
Að kynna tækifæri og laða
að erlenda fjárfesta til beinnar
fjárfestingar í atvinnustarfsemi
og nýsköpun í samræmi við
stefnu stjórnvalda.
Íslandsstofa er lykilaðili í
al þjóðasamskiptum með víð-
tækan aðgang að sam tengdu
hagsmunaneti heima og
erl endis þar sem öll þjónusta
ein kennist af fagmennsku
og framsækni og innra starf
endurspegli eldmóð, samheldni
og gagnkvæma virðingu sem
skilar árangri og ánægju með
þjónustuna.“
Hvetjum til innleiðslu sam
félagslegrar ábyrgðar
Hver er stefna Íslands stofu
varðandi samfélagslega
ábyrgð? Hefur fyrirtækið
komið sér upp ákveðnu gildis-
mati til að starfa eftir?
„Mikil vitundarvakning
hef ur orðið á meðal fyrirtækja
og stofnana um allan heim á
síðustu árum um samfélagslega
ábyrgð fyrirtækja (CSR). Ísland
er þar engin undantekning og
hafa fyrirtæki í öllum atvinnu-
greinum orðið vör við að er -
l endir viðskiptavinir búast við
því að fyrirtækin hafi yfir lýsta
stefnu í samfélagsmálum.
Íslandsstofa hefur tekið þátt í
þessari umræðu og hefur hvatt
íslensk útflutningsfyrirtæki til
þess að innleiða samfélagslega
ábyrgð sem gerir þau sam-
keppnishæfari á alþjóðavett-
vangi.
Íslandsstofa skrifaði í septem-
ber 2009 undir Global Com-
pact samkomulag Sameinuðu
þjóðanna og skuldbatt sig þar
með til að taka þátt í umræð-
unni um samfélagslega ábyrgð
fyrirtækja á sínum vettvangi,
ásamt því að hvetja þau til
þess að tileinka sér þann þátt í
starfsemi sinni.“
„Íslandsstofa get
ur verið stolt af
fjölmörgum verk
efnum sem hún
sinnti á árinu og
mörg hver hafa
vakið verðskuldaða
athygli.“
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.