Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 111

Frjáls verslun - 01.10.2012, Qupperneq 111
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 111 1. Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2013? Á árinu 2013 mun hin erfiða skuld staða þjóðarbúsins halda áfram að móta efnahagslífið eins og verið hefur undanfarin ár. Að frátöldum óhjákvæmileg­ um afskriftum tapaðra skulda hefur sorglega lítið miðað í lækk un skulda þjóðarbúsins frá árinu 2009. Fyrirtæki og heimili hafa að vísu greitt niður skuldir í nokkrum mæli. Það átak hefur hins vegar farið fyrir lítið vegna gríðarlegs hallarekstrar ríkis­ sjóðs upp á yfir 400 milljarða króna eða nálægt 25% af VLF á sama tímabili. Skuldsöfnun ríkissjóðs er sennilega alvarleg­ asti efnahagsvandi þjóðarinnar um þessar mundir og helsta ástæðan fyrir því að alþjóðleg matsfyrirtæki hafa ekki treyst sér til að hækka matið á láns­ hæfi Íslands í næstum fjögur ár. Að gefnum þeim takmörkum sem hin erfiða skuldstaða setur eru þeir þættir sem ráða mestu um efnahagshorf­ urnar á árinu 2013 (i) ytri skil yrði þjóðarbús ins, (ii) innri framleiðslu skilyrði þess, ekki síst staðan á vinnu markaði og (iii) sú efna hags stefna sem fylgt verður. Fyrirsjáan legt er að ytri skilyrði þjóðar búsins verða slök á árinu 2013. Ljóst er að óróleiki á vinnu markaði fer vaxandi og gæti hæg lega leitt til truflana og/ eða óraun hæfra launahækkana. Þessi atriði benda til þess, að öðru óbreyttu, að hagvöxtur á árinu verði minni en spáð hefur verið, jafnvel undir 2%, og verð ­ bólga meiri. Mesta óvissan á árinu 2013 er um efnahagsstefnuna. Efna­ hags stefna núverandi ríkis­ stjórnar hefur dregið þrótt úr atvinnulífinu, hamlað hagvexti og þrengt hið efnahags lega svigrúm þjóðarinnar enn frekar en orðið var. Á fyrri hluta næsta árs, sennilega apríl, verða al þingiskosningar. Sigri stjórnarandstaðan í þeim kosn­ ingum verður eflaust tekin upp önnur og vonandi miklu skyn­ samlegri efnahagsstefna. Áhrifa þeirrar efnahagsstefnu mun hins vegar ekki gæta nægilega snemma til að breyta miklu um efnahagslega niðurstöðu ársins í heild. Hún getur hins vegar þýtt breytingu í þróunarstefnu efnahagslífsins þannig að betur gangi á síðari hluta ársins og að árið 2014 og næstu ár verði framvinda efnahagsmála mun vænlegri en nú horfir. 2. Hvaða mistök voru gerð á árinu 2012? Mestu efnahagsmistök ársins 2012 eru að haldið skuli hafa verið fast við efnahagsstefnu sem er í grundvallardráttum röng. Þessi stefna einkennist af (i) óhóflegri skattheimtu en jafnframt aðhaldsleysi og halla rekstri í ríkisfjármálum, (ii) viðamiklum forneskjuleg­ um gjaldeyrishömlum sem brengla efnahagslífið og hamla framþróun þess, (iii) alvar legum atlögum að helstu grunnatvinnuvegum þjóðarinn­ ar og (iv) oftrú á ríkisforsjá og miðstýringu. Við þessa röngu stefnu bætist síðan alvarleg og vaxandi sjálfsblekking ríkis­ stjórnarinnar um stöðu íslenskra efnahagsmála og sú árátta henn ar að kynda sífellt undir báli ágreinings um mál sem eru í eðli sínu stórmál en eru hvorki tímabær né hafa nægan stuðn ­ ing þjóðarinnar. Afleiðing þessarar stefnu er að hagvöxtur hefur hafist síðar og orðið miklu minni og þrótt lausari en efni stóðu til í upphafi. Því situr þjóðin enn í dýpstu og lengstu kreppu lýð­ veldistímans. Í millitíðinni hefur ríkissjóður hrúgað upp skuldum sem bæst hafa við mjög alvar l ega erlenda skuldstöðu þjóðarinnar. Atvinnulífið er í dróma vegna óhóflegrar skatt­ heimtu, viðamikilla gjaldeyris­ hafta og óvissu um framtíðina. Úlfúð og ágreiningur er ríkjandi í samfélaginu þegar mest á ríður að taka höndum saman við að leysa hinn alvarlega skuld a vanda þjóðarinnar. 3. Hvað var það jákvæða á árinu 2012? Fátt jákvætt gerðist í íslensku efnahagslífi á árinu 2012. Ríkis­ stjórnin hélt áfram að keyra efnahagsstefnu sína með þeim afleiðingum sem að ofan er lýst. Tiltölulega máttlítill hagvöxtur sem einkum var knúinn af útflutningsatvinnuvegunum og úttekt séreignarsparnaðar heimila hélt áfram. Vísbend­ ingar eru hins vegar um að á síðari hluta ársins hafi dregið úr þessum áhrifum og hætt er við að hagvöxtur ársins í heild verði mun minni en spáð var um hríð, jafnvel undir 2%. Það jákvæðasta á árinu er að það hefur molnað undan stuðn ingi við ríkisstjórnina á al þingi og í samfélaginu. Afleið ­ ingin er að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að koma ýmsum af sínum skaðlegu stefnumálum í gegn. Það er þakkarvert. Þótt efnahagsvandinn sé brýnn og mikilvægt að á honum sé tekið af festu og skynsemi er stefna þessarar ríkisstjórnar þannig að aðgerðarleysi hennar á flestum sviðum er skárra en athafnir. 4. Hvaða fjögur skref er brýnast að taka á árinu 2013? Það sem mikilvægast er að gera á árinu 2013 er að taka upp skynsamlega efnahags­ stefnu og það sem fyrst. Fjórir veigamestu þættir þeirrar efna ­ hagsstefnu eru að: 1.­ Lækka skatta. 2.­ Fjarlægja gjaldeyrishöft in. 3. Skapa­á­ný­traust­milli­ at vinnulífs og ríkisvalds þannig að fjárfestingar og­önnur­uppbygging­ efna hags lífsins geti ­hafist­á­nýjan­leik. 4.­ koma­rekstri­ríkissjóðs­ á heilbrigðan grund- völl. Það verður aðeins gert­með­sparnaði­og­ aðhaldi í samræmi við raun verulegan efna hag íslands.­ Efnahagsstefnan röng Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ: Ragnar Árnason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.