Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 141

Frjáls verslun - 01.10.2012, Side 141
FRJÁLS VERSLUN 11. 2012 141 TexTi: HilMAr KArlsson metra í land, löngu búinn að sjá á eftir félögum sínum í djúpið, gekk berfættur langa leið eftir hvössum brúnum hraunsins í átt til byggðar. Baltasar Kormákur kýs að nota lífsreynslu Guðlaugs sem sterka undir­ stöðu í mynd sína, en breytir m.a. nafni bátsins. Hann vefur síðan atburðinn um forsögu og eftir slysið, lífið fyrir hina örlagaríku sjóferð, sorgina hjá þeim sem misstu aðstandend­ ur og frægasta atburð í sögu Vestmann eyja; eldgosið 1973. Þegar allar hinar utanaðkom­ andi hindranir eru hafðar í huga við gerð Djúpsins, ekki síst að kvikmynda sjávaratriðin, er aðdáunarvert hversu vel hefur tekist til og sýnir okkur svo ekki verður um villst hversu öflugur leikstjóri Baltasar Kormákur er. Hinar miklu tilfinningar sem fylgdu atburðinum komast vel til skila, bæði í landi og um borð í bátnum, sem og áhrifamiklar tökur í köldum sjónum. Gæði myndarinnar felast síðan ekki síst í leik Ólafs Darra Ólafsson­ ar, sem hefur allt til að bera í hlutverkið, frábær leikari með líkamsvöxt sem passar við perónuna. Svartur á leik fjallar um harð­ svíraða glæpamenn, sem eru uppfullir af dópi, lemja alla sem ekki eru í náðinni og geta ekki skemmt sér nema kynlífsorgía fylgi með. Ekki vantar hraðann og átökin og ekki hef ég tölu á þeim atriðum þar sem verið er að sjúga upp í nefið. Hver skyldi svo söguþráðurinn vera? Jú, miskunnarlaus barátta um yfir­ ráðin á dópsölunni í Reykjavík. Myndin er gerð eftir skáldsögu Stefáns Mána, sem byggir sögu sína á raunverulegum atburðum og er ekkert verið að fela þá atburði í myndinni, samanber bílveltuna í Hvalfirði, ránið í Bún aðarbankanum og hvarf dóp istans í Breiðholti. Ekki gefa þessi atriði beint sögunni púst en gaman er að velta þeim fyrir sér í samhengi við atburðarásina. Aðalpersónan er Stebbi síkó, sem fær viðurnefnið frá forn vini sínum Tóta eftir að hafa nán­ ast drepið andstæðing með barsmíðum. Það er síðan Stebbi sem fylgt er í gegnum myndina, upphefð hans og fall, nokkuð sem við höfum margoft séð í bandarískum mafíumyndum. Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson veit hvaða leið hann á að fara til ná til áhorfenda og nær upp ágætri uppbyggingu þar sem hraðinn er mikill og barsmíðar áhrifamiklar. Frost er spennumynd með hryll ingsívafi sem gerist í kulda ­ legri náttúru á hálendi Íslands, mynd sem gerir út á að óhugn­ anleg atriði haldi áhorfandanum við efnið en er veikburða þegar á heildina er litið, ruglingsleg og heldur ekki dampi hvað varðar söguþráðinn. Ekki er þar með sagt að Frost hafi ekki eitthvað við sig. Myndin er að mestu fagmannlega gerð, en klipp­ ing in nær ekki tilgangi sínum að sjokkera áhorfendur með því að láta þeim bregða þegar hápunkti er náð í óhugnanleg­ ustu atriðunum. Ekkert nýtt þar, heldur sömu brellur og búið er að gera óteljandi sinnum í jafn mörgum kvikmyndum. Hvað varðar söguna og handritið þá skil ég vel að farið var af stað, hugmyndin er ágæt og það leyn ist ýmislegt í sögunni sem betri úrvinnsla hefði skilað á áhrifa meiri hátt. Reynir Lyngdal getur gert betur. Framundan árið 2013 Þegar litið er yfir listann yfir leiknar kvikmyndir sem áætlað er að frumsýna árið 2013 er ekki laust við að brúnin léttist á kvikmyndaaðdáendum, en hafa verður í huga að ekki stand ast allar áætlanir og besta nýlega dæmið um slíkt er Þetta reddast, sem átti að frumsýna í fyrra en verður ekki tekin til sýningar fyrr en á þessu ári og kannski verða örlög einhverra af neðangreindum kvikmyndum að þær verða settar í bið fram til ársins 2014. Þetta reddast er mynd um ungan blaðamann sem er kom inn á síðasta séns, bæði í vinnunni og í sambandinu, vegna óhóflegrar drykkju. Með aðalhlutverkin fara Björn Thors, Ingvar E. Sigurðsson og Edda Björgvinsdóttir. Leik­ stjóri er Börkur Gunnarsson. Hross um oss. Sveita­ rómantík um hið mennska í hrossinu og hrossið í mann­ inum. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Örlagasögur af fólki í sveit frá sjónarhóli hestsins. Leik­ stjóri er Benedikt Erlingsson og með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Char­ lotte Bøving, Kristbjörg Kjeld, Steinn Ármann Magnússon, Helgi Björnsson og Kjartan Ragnarsson. Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar fjallar um Heru Karlsdóttur sem er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dyn ur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slys­ förum og Hera kenn ir sjálfri sér um dauða hans. Í sorg inni finnur hún sáluhjálp í þunga­ rokki og dreymir um að verða rokkstjarna. Í aðalhlutverkum eru Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Ófeigur gengur aftur. Ágúst Guðmundsson er einn reynd­ asti kvikmyndaleikstjóri okkar og á að baki rúmlega þrjátíu ára starfsferil. Síðasta kvik­ mynd hans var Stuðmanna­ myndin í Takt við tímann (2004) og var því kominn tími á nýja kvik mynd frá honum. Ófeigur geng ur aftur fjallar um Ófeig, nýlátinn föður Önnu Sólar, sem eins og nafn kvik­ myndarinnar bendir til gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta. Með aðalhlutverkin fara Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Kristjáns­ dóttir, Laddi, Halldóra Geir­ harðsdóttir, Elva Ósk Ólafs­ dóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Sigurður Sigurjónsson og Nína Dögg Filippusdóttir. XL í leikstjórn Marteins Þórs sonar fjallar um þing­ mann, flagara og fyrrverandi fjölskyldu mann sem skikkaður er í meðferð – sem að hans mati er hin fullkomna afsökun fyrir að halda óstjórnlega gott partí. Ólafur Darri Ólafsson leikur aðalhlutverkið en meðleikendur hans eru María Birta Bjarnadóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Þorsteinn Bach­ mann og Helgi Björnsson. Ein þeirra kvikmynda sem áætlað er að sýna 2013 er Ófeigur geng ur aftur í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Á myndinni eru Ilmur Kristjánsdóttir og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum. Erlendur Sveinsson sýndi á árinu síðustu hlutana í heimildamyndaflokknum Draumurinn um veginn þar sem Thor Vilhjálmssyni var fylgt eftir í pílagrímsför sinni á Spáni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.