Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 30
ERLENT
Sjónvarpsauglýsingarnar eru dýrar, —engu að síður er leyfilegur auglýsingatími upppantaður
fram á mitt næsta ár.
um þessar mundir. Öflug auglýsingaher-
ferð í TV 2 hefur hitt danska neytendur í
hjartað. Og það eru fleiri vörur sem virð-
ast hafa náð vinsældum eingöngu vegna
auglýsinga í TV 2; í sælgætisbransanum er
Mars að ýta Yankie-bar af markaðnum og
sjampó- og hárnæringarkokteillinn Wash
& Go hefur náð vænum hluta af hinum
þétt setna sjampómarkaði — svo eitthvað
sé nefnt. En velgengnin kostar peninga.
Ein mínúta af 27 auglýsingamínútum sem
TV 2 í framtíðinni er heimilt að senda út
daglega, kemur til með að kosta sem
samsvarar 16,8 milljónum ísl. króna. Hið
háa auglýsingaverð virðist ekki hindra
auglýsendur í að nota TV 2; stöðin hefur
nú þegar selt um 85% af auglýsingatíma
sínum fyrstu 6 mánuði næsta árs.
orsvarsmenn TV 2 líta björtum aug-
um til framtíðarinnar. Auglýsingar í
sjónvarpi soguðu til sín um 15% af þeim
u.þ.b. 700 milljörðum króna sem sl. ár var
veitt til auglýsinga í Danmörku - og það er
fátt sem bendir til þess að hlutur sjónvarps
fari minnkandi. í Bandaríkjunum og Eng-
landi er hlutur sjónvarpsstöðva um 40% af
því fjármagni sem veitt er til auglýsinga,
þannig að bjartsýni stjórnenda TV 2 er
ekki ástæðulaus. Það eru aðallega viku-
blöðin sem hafa orðið af auglýsingatekjum
við tilkomu TV 2, en stærsti hluti þeirrar
upphæðar sem runnið hefur til TV 2 hefur
þó átt upptök sín í aukningu á fjármagni
danskra fyrirtækja til auglýsinga. En
þegar upp er staðið er það neytandinn sem
með innkaupum sínum hefur fjármagnað
auglýsingaævintýrið - og um leið eftir
krókóttum leiðum lagt fram sinn skerf til
að halda TV 2 og auglýsingabransanum
gangandi.
0
AUGLÝS-
INGAR
SÆKJAÁ
BJARNI ÞORSTEINSSON
DANMÖRKU
Danir hafa reynt að sporna við auglýs-
ingaþjóðfélaginu og varúð og tortryggni
gagnvart auglýsingum er landlæg. En nú
falla vígin; ríkisrekna sjónvarpsrásin TV
2 er að mestu fjármögnuð með auglýs-
ingum — neytendur borga brúsann eftir
sem áður.
Fyrir rúmum tveim árum féll síðasti
fjölmiðillinn í Danmörku fyrir gulli
og grænum skógum auglýsinganna þegar
hin ríkisrekna sjónvarpsstöð TV 2 hóf út-
sendingar. Eftir miklar pólitískar umræð-
ur og þreifmgar var ákveðið að leyfa að
vissu marki auglýsingar í sjónvarpi. Hin
gamalgróna ríkisrekna sjónvarpsstöð DR
(Danmarks Radio) fékk leyfi til að halda
áfram að vera fjármögnuð eingöngu með
afnotagjöldum, en hinni nýstofnuðu TV 2
var gert skylt að fjármagna reksturinn að
stórum hluta með auglýsingatekjum - þó
svo að mjög skiptar skoðanir væru á því
hvort pláss væri á auglýsingamarkaðnum
fyrir sjónvarpsauglýsingar. Nú tveim ár-
um síðar sýnir reynslan að danskir auglýs-
endur hafa verið iðnir við að auglýsa í
sjónvarpi, og um þessar mundir fjármagn-
ar stöðin um 70% af rekstrarkostnaðinum
með auglýsingatekjum.
Það er engin tilviljun að þvottaefnið Ar-
iel er mest selda þvottaefnið í Danmörku
30 ÞJÓÐLÍF