Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 38

Þjóðlíf - 01.12.1990, Qupperneq 38
MENNING MENNINGARARFUR OG GERMANSKAR DYGGÐIR Páttur úr sögu Arthúrs Björgvins Bollasonar „Ljóshœrða villidýrið“ Lærifeður þessa tíma lögðu drjúgan skerf af mörkum til að vinna æsku- lýðinn til fylgis við nasismann. Viðleitni þeirra til að innræta nemendum sínum rérra trú lýsir sér glöggt í þeim tímaritum um uppeldis- og kennslumál, sem prentuð voru í Þýskalandi á þessum árum. I nóv- ember 1933 var mánaðarrit nasistasam- taka þýskra kennara helgað kennslu í ger- mönskum og norrænum bókmenntum. í þessu riti er margt hnýsilegt. I grein um „norrænan sagnaheim og skól- ann“ er þess getið, að Þjóðverjar hafi ávallt tengt norrænan anda og norrænt eðli við hetjuskap og „karla, sem voru tröll að vexti“. Höfundur kvartar undan því, að nem- endur viti alltof lítið um þá tröllslegu garpa sem lifðu á íslandi til forna. Þeir séu að vísu mataðir á þeim fróðleik, að til séu spúandi eldfjöll og gjósandi hverir í þessu merka landi, auk þess sem þeir þekki nafnið á höfuðborginni, Reykjavík. Hins vegar sé mál til komið að gera nemendum grein fyrir því, að ísland sé „heilög fóstur- mold allra germanskra þjóða“. Höfundur víkur fáeinum orðum að menningar- og listalífi Islendinga á þess- ari öld, einkum þó og sér í lagi lífsvisku íslenskra sveitabænda, sem eru sagðir rækja þá heilögu skyldu sína af kostgæfni „að læra og hafa yfir Eddukvæði og íslend- ingasögur líkt og guð- spjöllin“. Það hljóti að vera mikil lyftistöng fyrir þýska æsku, „sem á að vera alin upp í heiðar- leika, fórnfýsi, tryggð og skyldu við föðurlandið,“ ef kvæði og sögur íslend- inga fái stærra rúm í kennslunni. Kennarar eigi að leitast við að innvígja nemendur sína í hetjuöld íslendinga, upp- lýsa þá um mannlíf og náttúru eyjunnar til forna og hjálpa þeim að skilja þau líkindi sem séu með vígaferlum íslenskra víkinga sögualdar og „bardögum okkar eigin tíma“. Höfundur telur Eddukvæði og Völsungasögu kjörið efni til að vekja hetjulund og dálæti nemenda á sínum eig- in kynþætti. Þýskum stúlkum gæti að vísu þótt nóg um bardagagleði og róstur germanskra kappa. Þess vegna leggur höfundur til, að í kvennaskólum verði lesnar sögur af Auði, Bergþóru og öðrum germönskum eðalkvinnum til að telpur kynnist „þeim háleitu dyggðum...sem formæður okkar voru gagnteknar af.“ Auðvitað veltur mikið á því, að efnið sé tilreitt á réttan hátt. Höfundur stingur upp á því, að efnt verði til hátíðlegra „Eddukvölda“ í skól- um landsins, þar sem nemendur eigi þess kost að hlýða á vel valda lesara kyrja hin germönsku gullaldarkvæði. Það varðar og miklu að kennarar geti glætt áhuga nem- enda á norrænum stefjum. Lærifeðurnir verði að lifa sig sjálfir inn í efnið til að geta tendrað germanskan neista í brjóstum nemenda sinna. Allt velti á því, að þeir flytji nemendum hin fornu stef af hrifn- ingu og ástríðu, enda sé það nauðsynlegt til að hetjurnar fornu verði ungum Þjóð- verjum lifandi fyrirmyndir til eftir- breytni. Það var einlæg sannfæring þeirra menntafrömuða, sem lögðu orð í þennan belg, að Þriðja ríkið kæmist ekki af án norrænna fornbókmennta. Þær væru máttugt og nauðsynlegt verkfæri til að leiða nemendur í allan sannleik um dýpt og göfgi germanskrar sálar. Kennarar yrðu sjálfír að fá sér vænan teyg „úr Mím- isbrunni" og „fylla sál sína germönskum anda“. Að loknu slíku „sálarbaði" hefðu þeir ekki lengur þörf fyrir kennsluskrár og tilskipanir yfirvalda: ... „þá munu orð Hávamála sannast: funi kveikizt af funa.“ Og þegar þýskir kennarar eru komnir í ham og búnir að gefa sig Eddu-algleymi á vald, finna þeir rétta hrynjandi kvæðanna. „Mál forngermönsku kvæðanna, og sér í lagi Eddunnar, líður ekki áfram með hug- næmu danslagi, heldur með hörðum og föstum skrefum þrautþjálfaðs bardaga- manns. Þessa verður flytjandinn að gæta.“ Það er einnig mikilvægt að nemendur skilji ger- manska tryggð forn- manna réttum skilningi: „Tryggir voru menn aðeins ættingjum sínum, fóstbræðrum og sjálfskip- uðum foringjanum, en fyrir þá tryggð gengu menn líka í dauðann.“ f þessum glefsum úr tímariti nasistasam- taka kennara má ráða, að þýskir skólamenn vildu gera veg íslenskra forn- bókmennta sem mestan. Ljóshærða villidýrið Bókin Ljóshæröa villidýrið eftir Arthúr Björgvin Bollason, fjallar um hetju- dýrkun nasista og dálæti þeirra á íslenskri menningararfleifö, —tenging- ar við norrænan sagnaarf og upphafningu aríska kynstofnsins í Þýska- landi. Segja má aö kveikjan aö þessari bók hafi veriö greinaskrif Arthúrs Björgvins í Þjóölífi fyrir nokkrum árum, þegar hann m.a. skrifaði um pílagrímsför nasistatil Íslands1936. Meðfylgjandi þátturerúrbókarkafla, sem ber heitið „Germanska fyrir byrjendur". í lokaköflum bókarinnar segir Arthúr Björgvin frá menningarsamskiptum íslendinga og Þjóðverja á nasistatímanum, og segir í formála aö þar muni margt vekja furöu Islendinga... í bókinni er fjöldi mynda, sem undirstrika forkostulegar hugmyndir nasista um glæsileika og yfirburði hins aríska kyns. Þar eru einnig nokkrar sögulegar Ijósmyndir af menningarsamskiptum íslend- inga og þýskra nasista. 38 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.