Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 90

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 90
TÖLVUR Tölvuleikir fara sigurför um heiminn. Fullorðnir ekki síður en börn komnir með tölvuleikjadellu. Tölvuleikir taka gífurlegum framförum. Stolin afrit valda tniklum skemmdum. Sjórœningjaútgáfur þekktar hérlendis, — hœttulegar veirur valda usla Ævintýríð hóíst fyrír tíu árum, þegar hjónin Ken og Roberta Williams tóku til við að búa sér til sína eigin leiki. Þau eiga nú stærsta tölvuleikjafyrirtæki í heimi. TOLVUSTRIÐ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA PETUR BJORNSSON í nóvember 1988 kom skjálfti í fjármála- hverfi Lundúna. Tölvuveirur breiddust um banka og peningastofnanir. Söku- dólgurinn fannst fljótlega, hann heitir Larry. Larry er hetja í tölvuleik. íðan einmenningstölvur (PC) komust í almannaeigu hefur geisað hugbún- aðarstríð. Ritvinnslur, gagnagrunnar og annað slíkt hefur sprottið eins og gorkúlur á markaðnum. Flestir sem fjárfesta í ein- menningstölvu hafa mjög háleit markmið í huga. Heimilisbókhaldið verður tölvu- vætt, ritvélinni verður lagt og ritvinnslan notuð í staðinn, og fleira í þeim dúr. En ein gerð hugbúnaðar hefur verið eins og olnbogabarn í fjölskyldunni, tölvuleikir. Þeir hafa verið taldir slævandi tímaþjófar, og ekki sæmandi að liggja í leikjum í rándýrri tölvu sem var hugsuð sem bókhaldsvél, en ekki leikfang. Önnur ástæða er sú að einmenningstölvur hafa ekki verið taldar heppilegar til leikja. Lít- ill vinnsluhraði og takmarkað minni settu leikjum takmörk. Einmenningstölvurnar eru ekki sömu sleðar og þær voru í upphafi. Tölvurnar eru orðnar hraðvirkari og myndgæði skjá- anna betri en áður. Tölvukaupendur gera meiri kröfur til þess búnaðar sem þeir kaupa og litaskjáir sem áður voru aðeins aukabúnaður sem var talinn óþarfur eru að verða að staðalbúnaði í góðum tölvu- búnaði. Þetta hafa leikjaframleiðendur notfært sér og eru leikirnir myndrænni og fallegri en áður. Vélbúnaði er oft ýtt fram á ystu nöf til þess að hámarksgæði leikj- anna komist til skila. Minnið er oft undir- lagt og ýmiskonar aukabúnaður, s.s. mýs, stýripinnar, tóngjafar og mótöld, nýtt með leiknum. Tölvuleikir hafa tekið miklum stakka- skiptum á síðustu árum. Fyrstu leikirnir sem komu á markað voru orðaleikir og spennuleikir. Leikandinn er gjarnan í hlutverki skyttu um borð í geimskipi, flugvél eða öðru farartæki, eða jafnvel fótgangandi. Hann þarf svo að tortíma einhverjum óvini, sem oft er óskilgreind- ur en er alltaf af hinu illa. Þessir leikir eru mjög vinsælir og eru enn framleiddir í stórum stíl. Önnur tegund hasarleikja eru hraðaleikir. Þeir byggjast á því að ljúka einhverju verkefni á sem skemmstum tíma og forðast eitthvað sem skaðar per- sónuna. Til þessa flokks telst m.a. einhver þekktasti tölvuleikur allra tíma: Pac-Man. Hann er dæmigerður fyrir hraðaleikina, persónan er ókennileg kúla með augu og munn, sem hakkar í sig litla punkta á ferð sinni í gegnum völundarhús, þar sem ban- vænir draugar eru á fleygiferð um allt. Önnur gerð hasarleikja, en öllu rólegri eru stýrileikir, s.s. flug- og bílhermar, sem eru feykivinsælir. Orðaleikirnir byggðust á því að leikand- inn þurfti að feta sig í gegnum einhverja sögu, og var söguþráðurinn rakinn á skjánum. Þessir leikir voru frekar þurrir og litlausir, myndirnar voru allt kyrr- myndir og í mörgum leikjanna voru alls engar myndir. Sögupersónan var sjaldan eða aldrei sýnileg og leikirnir minntu miklu frekar á bók en tölvuleik. En tölvu- leikir hafa breyst til hins betra. Þróunin hefur verið svo gífurlega mikil og ör að kalla mætti leikjabyltingu. Upphaf þessarar leikjabyltingar má rekja til bandaríska hugbúnaðarfyrirtæk- isins Sierra sem verður að teljast meðal frumkvöðla á sviði „vitiborinna“ leikja og verður því reynt að einskorða þessa grein við það fyrirtæki, með fullri virðingu fyrir öðrum. pphaf og uppgangur Sierra er lyg- inni líkust en er nokkurnveginn á þessa leið: Ævintýrið fór að taka á sig mynd þegar Ken Williams, stofnandi og forst jóri Sierra, kom eitt sinn með tölvu úr vinnunni fyrir Robertu, konu sína, sem þá var að læra tölvuforritun. Tóku þau hjón að dunda sér við tölvuleiki, en kom- ust fljótt að því að úrvalið var afskaplega lélegt. Þeim þótti það miður og tóku það til bragðs að búa til sína eigin leiki. Roberta teiknaði myndir og samdi sögur sem þau forrituðu síðan ixm í tölvuna. 90 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.