Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 92

Þjóðlíf - 01.12.1990, Page 92
grimmt um allan heim, þrátt fyrir hátt verð þeirra dýrustu. Utbreiðslan er gífur- leg, og það eru ekki bara óharðnaðir ungl- ingar sem sitja og svitna fyrir framan skjá- ina í tölvuleikjum, heldur eru fullorðnir ekki minni hluti kaupenda og/eða leik- enda, þó stór hluti þeirra myndi ekki við- urkenna að vera forfallnir Larry eða Kings’Quest sjúklingar. Larry varð heimsfrægur á einni nóttu í nóvember 1988 þegar það fréttist að hann bæri með sér tölvuveiru sem skemmdi gögn á hörðum diskum þeirra sem spiluðu hann. Þetta varð blaðamatur um allan heim og m.a. bresku fjármála- blöðin Financial Times og New Account- am greindu frá því um mánaðamótin nóv- des 1988 að tölvukerfí nokkurra banka og fjármálastofnana hefðu orðið fyrir skemmdum af völdum veiru sem átti að hafa fylgt fyrsta Leisure suit Larry leikn- um. Þegar málið var kannað kom í ljós að einhverjir starfsmenn stofnananna höfðu eytt frístundum sínum í að leika Larry og að sú útgáfa sem keyrð hafði verið í kerf- inu var sjóræningjaútgáfa sem einhverjir þeirra höfðu fengið afritaða úti í bæ. Mjög hart var tekið á þessu bæði hjá stjórnendum fyrirtækjanna og hjá Sierra, enda er, í Bandaríkjunum, 50.000 dala sekt og allt að 5 ára fangelsi fyrir ólöglega afritun leikjanna. Þessi sjóræningjaútgáfa og aðrar slíkar eru ekkert einsdæmi, og hafa þær jafnvel borist hingað til íslands. Mjög erfitt er að rekja þessar útgáfur því ekkert auðkenni er á þeim annað en það að þegar leikandi hættir í leiknum birtist stutt orðsending á skjánum þar sem leik- anda er þakkað fyrir að hafa leikið sjóræn- ingjaútgáfu af leiknum og þeim sem vilja styrkja þá er bent á Samtök bandarískra hjartasjúklinga, en þar á bæ kannast eng- inn við neitt. Það er staðreynd að hugbúnaðarþjófn- aður er mjög algengur á íslandi, og hvergi eins mikill og í sambandi við leiki. Einn dreifingaraðila sem rætt var við sagði að ef hann seldi fimm eintök af vinsælum leik yrðu eftir skamman tíma u.þ.b. fjöru- tíu ólögleg afrit af honum í umferð. Mörg- um sem vinna á tölvum þykir sjálfsagt mál að taka afrit af ritvinnslunni eða gagna- grunninum sem fyrirtækið á og fara með heim í sína tölvu og fæstir spá í að það sé lögbrot. En íslendingar sem aðrar þjóðir taka ekki mikið mark á höfundarréttarlögum, hvorki á tölvuhugbúnaði né á tónlist af plötum eða geisladiskum. Það er tiltölu- lega einfalt að fjölfalda tónlist en málið getur flækst dulítið við hugbúnaðar fjöl- Leikurínn Kings Quest, þrívíður ævintýraleikur sló fyrst í gegn og seldist í fyrstu útgáfu í 500 þúsund eintökum, næstu í 700þúsund eintökum, náði milljón íþeirriþriðju og enginn veit hvar þetta endar. földun. Það þekkist að hugbúnaður sé með afritunarvörn sem kemur í veg fyrir afritun en það dugir bara ekki til. Hægt er að fá forrit sem gera fjölföldunina leik einn. Þau brjóta upp allar stærðir og gerðir hugbúnaðarlása og gera svo nákvæmar eftirlíkingar að hugbúnaðurinn sjálfur tekur ekki einusinni eftir því að hann sé afrit en ekki áinn (,,master“). Þeir söluaðilar sem haft var samband við voru á einu máli um það að helstu kaupendur tölvuleikja væru börn og ungl- ingar, en þeir sögðu einnig að mikið væri um að fullorðnir keyptu leiki. Börnin virðast vera ginkeyptust fyrir spennuleikj- um ýmiskonar og leikjum gerðum eftir bíómyndum, eins og Batman og Ghost- busters, en fullorðnir kaupa heldur flókn- ari og dýrari leiki, s.s. flugherma, hernað- arfræðilega leiki og flóknari ævintýraleiki, eins og Sierra leikina. Svo virðist sem tölvuleikjamarkaðurinn hér á landi sé dul- inn, eins og helgidómur innvígðra. Ör- sjaldan sjást auglýsingar um leiki í fjöl- miðlum, nema þá helst í smáauglýsingum dagblaða og eru þær ekki áberandi. ierra hefur sent frá sér nokkuð af nýj- um leikjum á þessu ári og ber þar hæst Colonel’s Bequest sem er morðsaga í anda Agötu Cristie, Concuests of Camelot sem fjallar um ævintýri Arthúrs konungs og Hero’s Quest sem er áþekkur King’s Qu- est. Þessir leikir eru allir unnir í SCI og eru með hljóðrás fyrir hljóðgerfla (nánar um það seinna). Þegar þetta er ritað eru vænt- anlegir nýir leikir frá Sierra. Enn eru það framhaldsleikir sem eru á ferðinni og bera hæst fimmti kafli(!) King’s Quest og fjórði kafli Space Quest. Þeir eru aðeins fyrir AT tölvur og eru víst ótrúlega stórir og eftir því fullkomnir. Þess má geta að þeir eru einnig gefnir út á geisladiskum sem bjóða upp á að leikurinn „tali“ í gegnum hljóm- flutningstæki og með þessu hefur Sierra nú enn brotið blað í leikjaframleiðslu. Geisladiskdrif fyrir tölvur eru að vísu dýr en mér segir svo hugur, og er ekki einn um það, að þegar nýjabrumið fer af þeim munu þau lækka í verði og verða að staða- Ibúnaði tölva. Geisladiskar eru endingar- betri en venjulegir (floppy) diskar auk þess sem geymslurýmið á geisladiski er u.þ.b. hundraðfalt á við venjulegan disk. Það virðist því styttast í það að takmark Sierra verði að veruleika, en það er að gera leiki sem eru eins og kvikmyndir sem leikandinn stjórnar. Þau eru vissulega ekki langt frá takmarkinu, tónlistin er til staðar, myndgæðin eru farin að nálgast sjónvarpsgæði og tölvan talar í gegnum tölvugeisladrifið, en enn vantar herslu- muninn, og virðist hann helst vera í hraða tölvanna og minnisstærð. En framtíðin er björt fyrir okkur leikjasjúklingana. 0 92 ÞJÓÐLÍF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.