Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 110

Þjóðlíf - 01.12.1990, Síða 110
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL HVERS VEGNA REFSUM VIÐ? EFTIR PÁL SKÚLASON LÖGFRÆÐING Oft á tíðum heyrum við og sjáum í almennri umræðu hneykslast á því hvað afbrotamenn sleppa vel. Konur krefjast harðari refsinga yfir nauðgurum, skattsvikara á að setja í tukthúsið, þjófa og morðingja á að setja í ævilangt fangelsi og svo mætti lengi telja. Sjaldan eða aldrei er hreyft þeirri spurningu sem hér er sett fram: Hvers vegna refsum við? Til þess að byrja einhvern veginn ætla ég að rifja upp nokkur svör. Við refsum til þess að afbrotamaðurinn hætti að haga sér á þann hátt sem hann gerir. Til þess hefur verið beitt ýmsum aðferðum en nú er aðal- lega um tvennt að ræða, sektir og fangelsi. En önnur ástæða er líka oft nefnd. Það er nauðsynlegt að refsa mönnum svo aðrir sjái að glæpir borgi sig ekki. Þeir sem vilja refsa grimmilega benda sérstaklega á þetta, sem er nefnt sérstök varnaðaráhrif refsinga. í þriðja lagi þykir mörgum, og þeir eru mjög margir, sem afbrotamaður- inn eigi að fá makleg málagjöld. Það blundar sennilega í okkur öllum að vilja hefnd þegar á hlut okkar er gert. Og ef einhver úr svipaðri stétt eða stöðu verður fyrir órétti virðist þessi tilfinning koma fram. Svo er bent á að þjóðfélagið standist ekki nema haldið sé uppi aga og vafalaust má benda á margt fleira. En hvað er afbrot? Það hefur verið ærið misjafnt í sögunni hvernig á það hefur verið litið. Úr sögu okkar íslendinga er auðvelt að benda á Stóradóm, sem dæmi um framferði, sem okkur nútímamönnum finnst fráleitt að refsa fyrir og við hörmum örlög þeirra sem urðu fyrir þeim refsing- um. Stóridómur var löggjöf um siðferðis- málefni: sifjaspell, hórdóm og frillulífi. Að eiga kynmök við fólk utan hjónabands eða skyldmenni í fjórða lið eða nær var refsivert og þyngsta refsingin var líflát. Þessi löggjöf komst á árið 1563. Það er talið að þessi viðhorf til kynlífs hafi átt rætur að rekja til skoðana Marteins Lút- hers á hjónabandinu og mikilvægi þess. Talið er að meginhluti allra sakamála á 100 ára tímabili frá því að lögin voru sett hafi verið vegna brota á Stóradómi. En hvers- vegna voru refsingarnar svona þungar miðað við okkar viðhorf? Hugsanlegt er að það hafi stafað að einhverju leyti af öfund þeirra sem héldu sig innan þeirra siðferð- ismarka sem lög og almenningsálit viður- kenndi. En eigum við okkar Stóradóm í dag? Vafalaust munu næstu kynslóðir líta sömu augum á refsigleði okkar og við lítum á refsingar fyrri kynslóða. Mér dettur tvennt í hug. Á þessum áratug hafa orðið miklar breytingar á hugmyndum okkar um vexti og okur. Sú vaxtastefna sem rík- ið sjálft rekur nú hefði verið stórlega refsi- vert athæfi fyrir nokkrum árum og menn lentu í því að gjalda fyrir það sem nú er talið gott og siðsamlegt í þeim efnum. Þá hefur margt í áfengislöggjöfmni frekar verið byggt á almennu siðgæðismati (for- dómum) en heilbrigðri skynsemi. Það er ekki svo að skilja að þetta tvennt geti ekki farið saman og oft er svo sem betur fer. En það er langt frá því að svo sé alltaf. Nýlega hefur verið lagt fram á alþingi frumvarp til laga um að lækka áfengismagn í blóði öku- manns niður í 0,25 0/00 án þess að jafn- framt sé sýnt fram á að þeir sem svo lítils áfengis hafa neytt séu varasamir í umferð- inni. Engin þörf virðist vera fyrir þessa breytingu á umferðarlögunum. ar sem refsingin veldur brotamannin- um þjáningu, eða a.m.k. óþægind- um, verðum við að hafa ríka ástæðu til að beita menn þessu ofbeldi sem refsingin er. Það er ekki nóg að verknaðurinn sé manni ógeðfelldur því það er alltaf erfitt að gera öðrum til hæfis. Þegar sett eru lög, og án lagaheimildar verður ekki refsað, verða þeir sem á alþingi starfa að hafa þetta í huga. Þetta leiðir okkur að þeirri spurningu hvort samfélagið skapi ekki afbrotamann- inn. Hvort það er ekki í flestum eða öllum tilfellum ósveigjanlegar og óeðlilegar regl- ur sem gera það að verkum að fangelsi eru til. En það er ekki nóg með að reglurnar séu ósveigjanlegar. í samfélaginu eru and- stæður sem illt er að búa við. Það er senni- lega nokkuð viðtekin skoðun að það sé eftirsóknarvert að eiga fínan bíl eða aðra dýra hluti. Margir vilja verða efnaðir. En þeir verða að fara eftir settum reglum til að ná því marki. Þessar leikreglur eru ekki í alla staði eðlilegar eða í samræmi hver við aðra. Það er hætt við að þeir sem verða undir í kapphlaupinu um gullið finnist þeir hafa rétt til að virða þessar reglur að vettugi. Á vesturlöndum hefur um langan aldur verið byggt á einkaeignarréttinum og brot gegn honum, t.d. þjófnaður, verið fordæmd sérstaklega. En í öðrum löndum er ekki alltaf svo. í Sovét-Rússlandi hefur þannig verið refsað mun harðar fyrir brot gegn hagsmunum almennings en einstak- linga. Hefndarþörfin í okkur er jafn sterk og aðrar frumhvatir. Okkur hefur þó verið kennt öldum saman að launa illt með góðu. Hér á landi byggðist lög og regla á því meðan þjóðveldislögin voru í gildi (til 1271) að hefndarskyldunni væri framfylgt. Reyndar voru í Vígarslóða ákveðnar regl- ur um það hvert endurgjaldið skyldi vera fyrir drýgðar yfirsjónir. Ef gert er á hlut manna er sjaldnast kært ef hægt er að koma öðru við. Kjaftshöggi er svarað með kjaftshöggi. Það sérkenni- lega við hefndina er að hún nær ekki til- gangi sínum nema hún sé framin fyrir allra augum. Það dettur engum heiðvirðum manni í hug að fara heim til andstæðings- ins og hella þar yfir hann skömmum eða gefa honum á kjaftinn. Það er aftur á móti í réttunum, á balli eða í dagblöðum sem maður nær sér niður á óvininum. Úr því að hefndarþörfin er svona sterk er þá ekki best að láta hana ráða öllu við- horfi okkar til náungans og þess sem hann gerir á hlut okkar? Á því eru, því miður, all miklir agnúar. í fyrsta lagi getur slíkt endað með ósköpum eins og fornsögur okkar sýna. Menn hætta ekki manndráp- um og illyrðum fyrr en allt endar með einni allsherjar Njálsbrennu. í öðru lagi er hætt við að réttur hins sterka yrði all góður 110 ÞJÓÐLÍF
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.