Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 31
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 31
N
ýverið skapaðist
fjöl miðlaumræða um
stuðning eins ráð
herra við útflutnings
fyrir tæki. Þetta er sérstakt á
Íslandi og margir virðast halda að
utan ríkisþjónustan eigi bara að
halda sig við móttökur stjórnmála
legs eðlis og skilaboð fyrir stjórn
völd fram og til baka. Þá er í lagi
að styðja við einstaka listamenn
og rithöfunda.
Þegar ég heimsótti Peking í
fyrsta sinn 2006 var Mitterrand
Frakklandsforseti staddur þar og
í blaði sem lá frammi í íslenska
sendiráðinu kom fram að hann
væri þar í sinni fimmtu ferð frá
embættistöku og væri að liðka
fyrir franska olíufyrirtækinu Total
til að ná samningum við Sino
pec orkufyrirtækið og einnig
væri hann að hjálpa til við að
selja Airbusflugvélar. Hvort
tveggja hefði verulega þýðingu
fyrir Frakkland. Það var enginn
vælutónn í kringum þetta og sýnir
hvernig utanríkisþjónusta flestra
landa starfar í dag og hvaða hlut
verk ráðamenn leika, allavega í
þessum heimshluta.“
Árni Þór Árnason segir að
í mars hafi Oxymapnýsköp
unar fyrirtækið skrifað undir
áhuga verðan viðskiptasamning
í Kína sem geti haft verulega
þýðingu fyrir það. „Við leituðum
til Júlíusar Hafstein sendiherra
með viðskipta þjónustu utanríkis
ráðuneytisins sem tengdi okkur
við sendiráðið í Peking og það
var meira en sjálfsagt að aðstoða
og skapa flotta umgjörð þar
sem skrifað var formlega undir
samstarfið. Ragnar Baldursson
sendifulltrúi stýrði athöfninni með
glæsibrag á kínversku, japönsku,
ensku og íslensku þannig að gestir
okkar voru mjög upp með sér.
Þeir töluðu fæstir ensku þannig
að þetta útspil okkar gerði litla
fyrirtækið með sex starfsmenn,
sem gerði samning við 600
manna fyrirtækið, mun álitlegra.
Við lofum aftur á móti að skapa
meiri gjaldeyristekjur en það er
málið.“
Samstarf
utanríkisþjónustunnar
og fyrirtækja
árni ÞÓr árnaSon
framkvæmdastjóri Oxymap ehf.
FYRIRTæKJAREKSTUR
Practical og Congress Reykjavík hafa
nú sameinað krafta sína undir merkjum
CP Reykjavík. Við erum frísklegt og
skapandi þjónustufyrirtæki sem skipu-
leggur viðburði, ferðir og ráðstefnur
fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini.
www.cpreykjavik.is
Við gerum
viðburðaríkara
RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR
I
ngrid Kuhlman segir að
sjaldgæft sé að nýir stjórn
endur séu framúrskarandi frá
fyrsta degi í nýju starfi enda
sé um lærdómsferli að ræða.
Hún nefnir fimm algengustu
mistök þeirra.
„Þeir sköruðu oft fram úr í sínu
fyrra starfi og höfðu mikið sjálf
stæði og ákvarðanavald. Þeir
búast við meira valdi í nýju starfi
og eru oft hneykslaðir yfir því
hversu aðþrengdir þeir eru og
háðir yfirmönnum, starfsmönn
um og meðstjórnendum. Nýir
stjórnendur halda í öðru lagi oft
að vald fylgi stjórnendastarfinu
en læra fljótt að starfsmenn
bregðast ekkert endilega við
fyrirmælum. Það tekur þá yfirleitt
smátíma að átta sig á því að þeir
þurfa að ávinna sér virðingu og
traust starfsmanna.“
Ingrid segir að í þriðja lagi
haldi nýir stjórnendur oft að þeir
verði að hafa stjórn á undirmönn
um sínum. „Ef þeir eru óöruggir
krefjast þeir skilyrðislausrar
hlýðni frá starfsmönnum en
hlýðni er ekki það sama og
holl usta. Það er mikilvægt fyrir
stjórn endur að skapa hollustu við
sameiginleg markmið og fá alla
til að stefna í sömu átt.
Í fjórða lagi halda nýir stjórn
end ur oft að mikilvægt sé að
mynda góð tengsl við einstaka
starfs menn. Í stað þess ættu þeir
frekar að einbeita sér að því að
byggja upp gott teymi með því
að styrkja menninguna og vinna
með gildi teymisins – þannig get
ur nýr stjórnandi ýtt undir frammi
stöðu einstakra starfsmanna.
Í fimmta lagi er algengt að
nýir stjórnendur haldi að starf
stjórn andans snúist um að láta
hlutina ganga smurt. Þeir þurfa
hins vegar að átta sig á að þeir
bera ábyrgð á að hafa frum
kvæði að og innleiða breytingar
sem munu bæta frammistöðu
hópsins. Það þýðir líka að það
þarf oft að ögra viðteknum
ferlum eða skipulaginu.“
Fimm algengustu
mistök nýrra stjórnenda
HOLLRÁÐ Í
STJÓRNUN ingrid kuHLman
framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar
„Það tekur þá yfirleitt
smátíma að átta sig á því
að þeir þurfa að ávinna
sér virðingu og traust
starfsmanna.“