Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 41

Frjáls verslun - 01.03.2015, Síða 41
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 41 Jú, það var einn þeirra möguleika sem voru til skoðunar enda mikilvægt að fá erlenda fjárfestingu inn í hagkerfið. Við töldum hins vegar rétt að stíga varlega til jarðar og kynnast fjárfestunum í gegnum samstarf. Eigið fé Advania var afar lágt og rekstrarleg endurskipulagning ekki full­ kláruð. Nauðsynlegt var að auka eigið fé og við leituðum til aðila sem við töldum ákjósanlega samstarfsaðila með tilliti til reynslu og tengsla á lykilmörkuðum. Fjár­ festar að baki AdvInvest uppfylltu okkar skilyrði og voru tilbúnir að koma með okkur í þá vegferð. Okkar mat var að stefnu mótandi samstarf meðfjárfesta myndi efla félagið og auka verðmæti þess enn frekar. Það reyndist rétt og ávöxtun okkar af verkefninu er góð þar sem við höfum nú selt hlut okkar að fullu til þeirra. Samstarf okkar og þeirra hefur treyst trú okkar á að aðkoma þeirra að félaginu muni verða því til farsældar og efla það til framtíðar. 13. Hvers vegna var Advania ekki sett á hlutabréfamarkað á Íslandi til að gefa innlendum fagfjárfestum tækifæri á að koma að félaginu? Okkar mat var að félagið væri í minna lagi og afkoman ekki nægjanlega stöðug til að eiga erindi í Kauphöllina. Það er því áfram unnið að því að styrkja og efla félagið, færa rekstur þess úr tapi í hagnað og gera það hæft til skráningar. Við vorum samstiga AdvInvest um að stefnt yrði að skráningu þegar félagið væri tilbúið til þess og samhliða sölu okkar til þeirra nú hafa þeir ítrekað þá stefnu. 14. Í fjárfestingarstefnu Framtakssjóðsins er lögð áhersla á að félagið eigi á bilinu 30 til 35% í fyrirtækjum. Er sú fjárfestingarstefna ekki í ætt við kjöl ­ festufjárfestingar og þess vegna tákn um fjárfestingar til langs tíma en ekki skamms tíma? Framtakssjóðurinn er kjölfestufjárfestir þó að sjóðurinn sé ekki langtímafjárfestir sem þýðir í raun að við komum inn sem virkur eigandi í þann tíma sem við erum hluthafar í félaginu. Rekstrarleg og fjárhagsleg endurskipulagning krefst þess að sjóðurinn eigi áhrifahlut í félögum til að hann geti beitt sér og tilnefnt öfluga stjórnarmenn til að móta stefnuna. Þetta er hægt að gera með því að vera með gott hluthafasamkomulag og með því að koma að félaginu sem tiltölulega stór hluthafi. 15. Hverju svarar þú þeim vangaveltum að Framtakssjóðurinn hafi ekki nýtt sér kauphöllina í nægilega miklum mæli til að selja eignir sínar? Það verður auðvitað að skoða hvert fyrir ­ tæki fyrir sig og hvort það eigi erindi á markað. Skráning í Kauphöll hefur verið efst á óskalistanum hjá okkur við að selja fyrirtæki í okkar eigu. Ég er þeirrar skoð­ unar að öflugur hlutabréfamarkaður styrki atvinnu­ og efnahagslíf til lengri tíma litið. Félögum hefur fjölgað í kauphöllinni og fleiri eru á leiðinni, sem er jákvæð þróun. Til þess að fyrirtæki eigi erindi í kauphöll þurfa þau að ná ákveðinni stærð, þannig að flot bréfa stuðli að eðlilegri verðmyndun á markaði. Þar við bætist að til að félög séu áhugaverður fjárfestingarkostur á markaði þarf rekstur þeirra að hafa verið stöðugur eða vaxandi í einhvern tíma þannig að fjárfestar hafi sannfæringu fyrir trúverðugri rekstrarsögu. Framtakssjóðurinn setti bæði Fjarskipti (Vodafone) og N1 á markað. Þær skráningar tókust vel og sjóðurinn fékk ásættanlegt verð fyrir hlut sinn í félögunum. 16 . Hver var heildarvelta þeirra fyrirtækja sem Framtakssjóðurinn á núna hlut í á síðasta ári? Sem og fjöldi starfsmanna í fyrirtækjum sem sjóðurinn á hluta í? Heildarfjöldi starfsmanna félaga í eigu sjóðsins síðustu ármót var um þrjú þúsund og heildarvelta félaganna samsvaraði um 120 milljörðum króna árið 2014. 17. Framtakssjóðurinn keypti frekar óvænt um 38% eignarhlut í íslenska lyfjafélaginu Invent Farma á síðasta ári – en félagið er með starfsemi sína að mestu á Spáni. Hvernig kemur þessi fjárfesting heim og saman við stefnuna um endurreisn íslensks atvinnulífs? Invent Farma sker sig ekki úr í eignasafni sjóðsins, þar sem fjárfestingar FSI eins og Promens og Icelandic eru með meginhluta starf semi sinnar og nær allar tekjur erl end is. Félagið er íslenskt þótt starfsemin sé að mestu á Spáni. Sjóðurinn keypti -5 0,0xHúsasmiðjan Plastprent Advania N1 Vodafone Icelandair Group Icelandic USA Promens FSI* 4,1x 5,0 10,0 15,0 20,0 1,5x 1,6x 1,8x 4,2x 1,9x 2,0x 1,6x Eignavirði Gulu súlurnar: Kaupverð í fyrirtækjum 43 milljarðar króna. Rauðu súlurnar: Hagnaður af fjárfest- ingunum um 40 milljarðar króna. Söluandvirði eigna og gangvirði núverandi eignarhluta um 83 milljarðar króna. *ath. Súla merkt Fram- takssjóðnum, FSÍ, eru núverandi eignir í Ice- landic og Invent Farma og áætlað gangvirði þeirra. Gulu súlurnar: Kaupverð í fyrirtækjum 43 milljarðar króna. Rauðu súlurnar: Hagnaður af fjárfest ingunum um 40 milljarðar króna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.