Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 50

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 50
50 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 VÍS, sem er þó með hæsta mark ­ aðsvirði af þeim þremur trygg­ ingarfélögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Fasteignafélagið Reitir er stærsta fasteignafélagið á Íslandi, markaðsvirðið nemur um 48 milljörðum króna, og er fimmta verðmætasta félagið í kauphöll­ inni. Markaðsvirði þess er næst­ um hið sama og markaðsvirði allra þriggja tryggingarfélaganna sem skráð eru á markaði, þ.e. VÍS, TM og Sjóvár. Í lok aprílmánaðar var svo Eik fasteignafélag skráð í Kauphöll­ ina. Þegar þetta er skrifað er líklegt að markaðsvirði félagsins verði á bilinu 20­25 milljarðar króna. Það þýðir að virði allra þriggja fasteignafélaganna verð­ ur í kringum 90­95 milljarða króna. Þetta er töluvert stór hluti af markaðsvirði íslenskra félaga skráðra í Kauphöllinni. Af þeim 17 félögum sem skráð eru á aðalmarkaði og First North Iceland í Kauphöllinni var heild­ ar markaðsvirði þeirra í lok mars 2015 724 milljarðar króna. Sé Reginn undanskilið frá þeirri stærð væri sú tala rétt rúmlega 700 milljarðar króna. Með því að bæta við fasteignafélögun­ um hækkar talan í hartnær 800 milljarða króna. Mynda fast­ eignafélög því um það bil 12% af heildarmarkaðsvirði íslensks hlutabréfamarkaðar í dag eftir skráningu Reita og Eikar fast­ eignafélaga. Til samanburðar má benda á að Vanguard Total Stock Market Index Fund, sem er hlutabréfa­ sjóður sem leitast við að endur spegla öll skráð hlutabréf í Banda ríkjunum, hefur um það bil 2% af hlutabréfafjárfestingum sínum í fasteignafélögum (kölluð Real Estate Investment Trusts eða REIT). markaðsvErð bankanna? Ekki er líklegt að bankarnir verði skráðir á markað fyrr en uppgjöri gömlu þrotabúanna er lokið. Virði bankanna hefur hins vegar aukist verulega á undanförnum árum. Innra virði þriggja íslensku FASTEIGNIR. Töluverðar hækkanir á fasteigna­ verði undanfarin misseri hafa gert það að verkum að raunvirði fasteigna er nú orðið svipað því sem það var fyrir 10 árum, árið 2005, og enn hærra en það var í upphafi aldar. kaupHöllin Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, hringir bjöllunni í kauphöllinni Nasdaq Iceland í tilefni af fyrstu viðskiptunum í félaginu sem skráð voru á markaði.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.