Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 50
50 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
VÍS, sem er þó með hæsta mark
aðsvirði af þeim þremur trygg
ingarfélögum sem eru skráð í
Kauphöllinni.
Fasteignafélagið Reitir er
stærsta fasteignafélagið á Íslandi,
markaðsvirðið nemur um 48
milljörðum króna, og er fimmta
verðmætasta félagið í kauphöll
inni. Markaðsvirði þess er næst
um hið sama og markaðsvirði
allra þriggja tryggingarfélaganna
sem skráð eru á markaði, þ.e.
VÍS, TM og Sjóvár.
Í lok aprílmánaðar var svo Eik
fasteignafélag skráð í Kauphöll
ina. Þegar þetta er skrifað er
líklegt að markaðsvirði félagsins
verði á bilinu 2025 milljarðar
króna. Það þýðir að virði allra
þriggja fasteignafélaganna verð
ur í kringum 9095 milljarða
króna.
Þetta er töluvert stór hluti af
markaðsvirði íslenskra félaga
skráðra í Kauphöllinni. Af þeim
17 félögum sem skráð eru á
aðalmarkaði og First North
Iceland í Kauphöllinni var heild
ar markaðsvirði þeirra í lok mars
2015 724 milljarðar króna. Sé
Reginn undanskilið frá þeirri
stærð væri sú tala rétt rúmlega
700 milljarðar króna. Með því
að bæta við fasteignafélögun
um hækkar talan í hartnær 800
milljarða króna. Mynda fast
eignafélög því um það bil 12%
af heildarmarkaðsvirði íslensks
hlutabréfamarkaðar í dag eftir
skráningu Reita og Eikar fast
eignafélaga.
Til samanburðar má benda á
að Vanguard Total Stock Market
Index Fund, sem er hlutabréfa
sjóður sem leitast við að
endur spegla öll skráð hlutabréf
í Banda ríkjunum, hefur um það
bil 2% af hlutabréfafjárfestingum
sínum í fasteignafélögum (kölluð
Real Estate Investment Trusts
eða REIT).
markaðsvErð bankanna?
Ekki er líklegt að bankarnir verði
skráðir á markað fyrr en uppgjöri
gömlu þrotabúanna er lokið.
Virði bankanna hefur hins vegar
aukist verulega á undanförnum
árum. Innra virði þriggja íslensku
FASTEIGNIR. Töluverðar
hækkanir á fasteigna
verði undanfarin misseri
hafa gert það að verkum
að raunvirði fasteigna er
nú orðið svipað því sem
það var fyrir 10 árum,
árið 2005, og enn hærra
en það var í upphafi
aldar.
kaupHöllin
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, hringir bjöllunni í kauphöllinni Nasdaq Iceland í tilefni af fyrstu
viðskiptunum í félaginu sem skráð voru á markaði.