Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 70

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 70
70 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 össur Össur er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur með það að markmiði að bæta hreyfanleika fólks. Fyrirtækið er leiðandi afl á heimsvísu, þar starfa um 2.300 starfsmenn í 18 löndum. Virðissköpun fyrir viðskiptavininn TexTi: Hrund HaukSdóTTir / Myndir: Úr einkaSafni Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, ferilseigandi Lean. Hugmyndafræðin straum línustjórnun (Lean) er aðferða­ og hug myndafræði sem leiðir skipulagsheildir að mark­ miðum sínum með því að útrýma sóun, setja upp stöðluð vinnu­ brögð og leysa vandamál með kerfis bundnum hætti – sem svo skilar sér beint til viðskiptavina og skipulagsheildarinnar sjálfrar. Innleiðing straumlínu- stjórnunar Með hvað hætti hefur Össur innleitt þessa hugmyndafræði í fyrirtækið? Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, ferilseigandi Lean, situr fyrir svörum: „Össur hefur verið með Lean­boðbera á flest­ um starfsstöðvum til að leiða innleiðinguna og halda utan um heildarmyndina. Þeir hafa séð um að þjálfa starfsmenn í Lean og dreifa boðskapnum áfram.“ Hversu miklum árangri getur straumlínustjórnun skilað í rekstri? „Skipulagsheildir á öllum svið um geta innleitt Lean óháð stærð. Stór hluti af innleiðingu straum­ línustjórnunar er að þjálfa starfs­ fólk og breyta viðhorfum þess til umbótavinnu. Það tekur tíma að innleiða straumlínustjórnun, því eins og oft hefur verið sagt var Róm ekki byggð á einum degi. Samkvæmt fræðunum er iðulega minni hluta af vinnutíma starfsmanna varið í virðisaukandi hluti sem viðskiptavinurinn vill í raun borga fyrir. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast fráleitt en þegar farið er að greina hlutina kemur oftast á óvart hve mikil tækifæri felast í að draga úr eða jafnvel hætta alveg vinnu sem í raun er ekki virðisskapandi fyrir viðskiptavininn. Framleiðslusvið Össurar er með það markmið að lækka framleiðslukostnað árlega um 4% og hefur það tekist mörg undanfarin ár, m.a. vegna Lean.“ Lean-aðferðafræðin Hvenær hófst innleiðing Lean hjá Össuri og í hverju er hún einna helst fólgin? „Lean­aðferðafræðin byggist á að skilgreina hvað er virðis­ skapandi fyrir vöruna og hvað ekki. Hvaða aðgerðir í ferlinu viðskiptavinurinn er tilbúinn að borga fyrir og hvaða aðgerðir

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.