Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 88

Frjáls verslun - 01.03.2015, Side 88
88 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Hvernig er varamannabekkurinn skipaður? Finnst arftakinn innanhúss? Þ að er erfitt að sjá það fyrir sér að nokkurt íþróttalið sem tekur leikinn alvarlega mæti til leiks án þess að eiga liðtæka varamenn á bekknum, tilbúna að taka þátt í leiknum, af fullri alvöru og án fyrirvara. Í krefjandi samkeppnisumhverfi ætti það að vera jafnsjálfsagður hlutur fyrir fyrirtæki að eiga varamenn á bekknum til að taka við mikil­ vægum störfum í rekstrinum ef lykilstarfsmenn hætta eða þurfa frá að hverfa af öðrum ástæðum. Þótt það sé öllum fyrirtækjum hollt að fá reglulega inn nýtt blóð eða ferska vinda, eins og stund­ um er sagt um nýjar ráðningar, getur í sumum tilfellum verið mikil áhætta fólgin í því ef ekki er van­ dað vel til ráðninga, t.d. ef lítið framboð er af fagfólki eða ef lan­ gan tíma tekur að þjálfa fólk upp í lykilstöður. Það er tvímælalaust ein helsta áskorun fyrirtækja að halda í framúrskarandi lykilstarf­ smenn. Gjarnan er sótt í fólk sem sýnir góðan árangur, bæði af keppi nautum og eins úr öðrum greinum atvinnulífsins. Starfs­ menn með slíka lykilhæfni hafa líka oft mikinn metnað og hugsa inGunn BJörk vilHJálMSdóTTir mannauðsráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. stjórnun Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 15-30% fyrir tækja telja að þau geti fundið arftaka innanhúss og mannað lykilstöður með einstaklingum úr núverandi starfsmanna- hópi. Þetta er sláandi. Góð leið til að draga úr slíkri áhættu er að þjálfa efnilega starfsmenn í gegnum skipu lagðar starfsþróunaráætlanir. Þannig má tryggja að ávallt sé einhver á bekknum ef þörf krefur.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.