Frjáls verslun - 01.03.2015, Page 88
88 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
Hvernig er varamannabekkurinn
skipaður?
Finnst arftakinn innanhúss?
Þ að er erfitt að sjá það fyrir sér að nokkurt íþróttalið sem tekur leikinn alvarlega mæti
til leiks án þess að eiga liðtæka
varamenn á bekknum, tilbúna
að taka þátt í leiknum, af fullri
alvöru og án fyrirvara. Í krefjandi
samkeppnisumhverfi ætti það
að vera jafnsjálfsagður hlutur
fyrir fyrirtæki að eiga varamenn á
bekknum til að taka við mikil
vægum störfum í rekstrinum ef
lykilstarfsmenn hætta eða þurfa
frá að hverfa af öðrum ástæðum.
Þótt það sé öllum fyrirtækjum
hollt að fá reglulega inn nýtt blóð
eða ferska vinda, eins og stund
um er sagt um nýjar ráðningar,
getur í sumum tilfellum verið mikil
áhætta fólgin í því ef ekki er van
dað vel til ráðninga, t.d. ef lítið
framboð er af fagfólki eða ef lan
gan tíma tekur að þjálfa fólk upp
í lykilstöður. Það er tvímælalaust
ein helsta áskorun fyrirtækja að
halda í framúrskarandi lykilstarf
smenn. Gjarnan er sótt í fólk sem
sýnir góðan árangur, bæði af
keppi nautum og eins úr öðrum
greinum atvinnulífsins. Starfs
menn með slíka lykilhæfni hafa
líka oft mikinn metnað og hugsa
inGunn BJörk vilHJálMSdóTTir
mannauðsráðgjafi hjá attentus –
mannauði og ráðgjöf ehf.
stjórnun
Erlendar rannsóknir sýna að aðeins 15-30% fyrir tækja
telja að þau geti fundið arftaka innanhúss og mannað
lykilstöður með einstaklingum úr núverandi starfsmanna-
hópi. Þetta er sláandi. Góð leið til að draga úr slíkri
áhættu er að þjálfa efnilega starfsmenn í gegnum
skipu lagðar starfsþróunaráætlanir. Þannig má tryggja
að ávallt sé einhver á bekknum ef þörf krefur.