Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 8

Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 8
8 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Leiðari Íslendingar eru orðnir samdauna kontrólhagkerfinu sem þrífst á Íslandi núna. Þeir láta allt ganga yfir sig og kvarta ekki. Það heyrist ekki einu sinni í bíl flautu út af bensínverðinu. Í kontr ól ­hagkerfinu tekur enginn eftir neinu þótt í raun gangi illa, kerfið sé veikt og hagvöxtur enginn. Það kvarta fáir á meðan engin stóráföll dynja yfir. Öllum er sama þótt upplýsingar stjórn valda og Seðlabanka séu af skornum skammti og haft sé kontról á því að al menn ingur fái ekki að vita of mikið. For ráða menn margra fyrirtækja þora ekki að gagn rýna stjórnvöld eða Seðlabankann af ótta við að verða hegnt fyrir það. Þeir óttast valdið. Viljum við búa í svona þjóðfélagi þar sem allt er kontrólað og ríkisstjórn og Seðla banki hafa svo mikil völd? Erum við sjálf kontrólfrík sem viljum búa í kontról ­ hagkerfi? Er okkur sama þótt við höfum tekið mörg skref aftur á bak á skömmum tíma? Í hruninu var í tísku að kenna frjáls ­ hyggju um ófarirnar. Raunar var hún köll ­ uð nýfrjálshyggja af stuðningsmönnum núverandi stjórnarflokka og auðvitað var hrunið henni að kenna. Það sem meira er; almenningur á Íslandi gleypti við þessu. Það var allt frelsinu að kenna og þeim sem komu því á. En frjálshyggjan á Íslandi var ekki meiri en svo að þjóðin var loksins að nálgast það frelsi í viðskiptum sem ríkt hafði í nágrannaríkjum okkar í Vestur­Evrópu og Bandaríkjunum í áratugi. Íslendingar eru það mikil kontrólfrík að margir trúa því ennþá að bankahrunið og vafasamt hátterni og siðferði bankamanna hafi frekar verið stjórnvöldum að kenna en þeim sem áttu beinan hlut að máli. Að það hafi ekki verið haft nægilegt kontról og eftir lit og því hafi hrunið verið kontrólinu – eða skorti á kontróli – að kenna. Auðvitað líður öllum vel ef þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum eigin viðskipt ­ um heldur geta vísað ábyrgðinni á kontó rist­ ann í kontrólinu. Það er honum að kenna að við kontrólfríkin högum okkur eins og við högum okkur – það er ekki haft nægi legt kontról með okkur. Það er stutt síðan hér var verðlagsráð sem réð verðmyndum í landinu. Verð bú vara, fisks, bensíns var undir opinberu kontróli. Það þótti mikil upphefð að sitja í verðlags­ nefnd um og ákveða verð; t.d. hvað verð á loðnu upp úr sjó ætti að vera og hvað allar loðnuverksmiðjur í landinu ættu að kaupa loðnuna á. Vextir voru held ur ekki frjálsir og gengi krónunnar var ákveðið í Seðlabankanum. Stærstu við skipta bankarnir voru ríkisbankar þar sem banka stjórar voru ráðnir í gegnum klíku. Banka stjórarnir höfðu oftar en ekki stjórn mála menn á línunni um hverjum ætti að lána. Íslendingar bjuggu í raun við lítið frelsi í viðskiptum og voru nær miðstýrðum þjóðum í Austur­Evrópu en þá sjálfa grunaði. Þegar ákveðið var að veita vindum frelsis inn í íslenskt hagkerfi upp úr 1990 var það uppnefnt að nýfrjálshyggja hefði tekið völd in. En í raun vorum við, samkvæmt EES­samningi, að taka upp það frelsi í við ­ skiptum sem tíðkast hafði á meðal annarra vestrænna þjóða. Gjaldeyrishöftin eru vatn á myllu þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur for­ sætis ráðherra, Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þau hafa öðlast mikil völd með gjaldeyris höftunum. Þau hafa ákveðið að framlengja gjaldeyrishöftin um fjögur ár, eða til ársins 2015. Frjáls verslun er með viðamikla grein í þessu blaði um að best sé að afnema gjald eyris höftin í einu lagi og að það sé hægt. Til þessa hef ég haft þá trú að á meðan lán væru verðtryggð á Íslandi þyldu fyrirtæki og heimili ekki að fá verðbólguskot sem snarhækkaði öll lánin aftur. Bent er á leið til að komast hjá því. Sá grunur læðist að mörgum að stjórn ­ völd vilji ekki afnema höftin vegna þess að þau veita þeim mikil völd. Gengi krónunnar er handstýrt. Í skjóli gjald eyris ­ haftanna þrífst mismunun. Enginn veit lengur hvort það sama gildir um alla þá sem leita til Seðlabankans um erindi; hvort einhverjir fái undanþágur á meðan aðrir fá þær ekki. Þegar Austurvöllur logaði var hrópað eftir auknu gegnsæi og upp lýs ­ inga streymi á Íslandi. Það sama kom fram í rannsóknarskýrslu alþingis; að það þyrfti að auka gegnsæið. Það mætti halda að stjórnvöld litu svo á kallað hefði verið eftir kontrólhagkerfi. Það eru tvö og hálft ár síðan hrunið varð og kontrólhagkerfið styrkir sig í sessi. Það eru allir orðnir samdauna því. En hrun ið stendur enn yfir, við erum enn að falla niður á botn­ inn. Á síðasta ári var 3 til 4% sam dráttur landsframleiðslu. Kontró l hag kerfið telur enga leið betri til að byggja upp en hækka skatta út í eitt. Það heitir að toga sig upp á hárinu og hefur verið nefnt Munchausen­ aðferðin. Fjármálaráðherra er orðinn einn helsti fjár festir landsins og umsvifamikill innan íslenskra lánastofnana. Allar fjár mála ­ stofnanir eru reknar á ábyrgð Fjármála eftir ­ litsins. Það var að vísu gott að fá erlenda kröfu hafa til að eignast Arion banka og Ís landsbanka. En bankarnir eru enn mjög lokaðir og margt þrífst í nafni banka leyndar þegar frelsið biður um aukið upplýsinga ­ streymi. Lífeyrissjóðirnir eru miðpunktur allra fjárfestinga í landinu. Ísland er land líf ­ eyris sjóðanna. Þeir hafa þegar keypt nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins og eiga eftir að kaupa fleiri. Þeir eru inni í Framtakssjóðnum og þeir keyptu stóran hlut í Sjóvá af Seðlabankanum og hlut í Högum; stærstu smávöruverslun á Íslandi. Það hvernig Már Guðmundsson hegðaði sér við söluna á Sjóvá er sláandi dæmi um kontrólkarl sem ákvað í samráði við Jóhönnu og Steingrím hverjir mættu eiga fyrirtækið. Í kontrólhagkerfinu telja allir að þeir búi við mikið öryggi – en það er falskt öryggi. Kontrólhagkerfi Jón G. Hauksson Í kontrólhag kerf nu telja allir að þeir búi við mikið öryggi – en það er falskt öryggi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.