Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 12

Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 12
12 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Ef þú ert tryggður þá færðu það bætt Enn á ný mælist TM efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, árlegri könnun sem mælir ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja. Í 10 skipti af 12 hafa viðskipta- vinir TM verið ánægðari en viðskiptavinir hinna tryggingafélaganna.* Starfsmenn og umboðsmenn TM hafa staðið sig frábærlega í því að rækta samband við viðskiptavini á undanförnum árum. Þessi viðurkenning er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. * Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja 1999 –2010. TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is Ánægðustu viðskiptavinirnir eru hjá TM fyrst & fremst Hulda tekur við stærsta sjúkrahúsinu Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Land- spítala – háskólasjúkrahúss, hefur tekið við stærsta og fullkomnasta sjúkrahúsi Noregs. TexTi: Gísli krisTJánsson H ulda Gunnlaugs­ dóttir, fyrrverandi for stjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, hefur tekið við stærsta og full­ komnasta sjúkrahúsi Noregs. Þetta er Akershus­háskóla­ sjúkrahúsið, rétt austan Óslóar. Hún tók við stjórninni í upphafi árs. Hulda var um tíma áberandi á Íslandi þegar hún var ráðin forstjóri Landspítalans. Hún starfaði þá sem forstjóri Aker­ sjúkrahússins í Ósló. Tíminn sem hún gegndi stöðu forstjóra Landspítalans varð styttri en efni stóðu til og sagði hún upp og flutti aftur til Noregs. En orðstír Huldu var ekki gleymdur í Noregi og hún var ráðin forstjóri Akershus­sjúkra­ hússins. Þetta er svo að segja nýtt sjúkrahús, var tekið í notkun árið 2008, og er talið fullkomn­ asta sjúkrahús Noregs. Bygging hússins er stærsta verkefni sem norskir verktak­ ar hafa fengið. Sjúkrahúsið þjónar um 500 þúsund manns í austurhluta Óslóar og sveitarfél­ ögunum austan borgarinnar. Rekstur hússins hefur verið gagnrýndur en Hulda er þriðji sjúkra húsforstjórinn á þremur árum. Hennar bíður erfitt verk efni. Sjúkrahúsið er hluti af viða­ mikilli endurskipulagningu heil­ brigðisþjónustu í Ósló. Gagn­ rýnt er að of geyst hafi verið farið í þær breytingar og að sjúkrahúsinu sé ætlað að þjóna of mörgum sjúklingum. Björn Zoëga er núna forstjóri Landspítala – háskólasjúkra­ húss. Hann hefur unnið krafta verk við sjúkrahúsið og skar niður um 3.400 milljónir króna á síðasta ári og skilaði rekstrin um í fyrsta sinn um árabil með hagnaði; um 60 millj­ ónum. Hulda Gunnlaugsdótt ir er hjúkrunarfræðingur. Allan sinn starfsferil hefur hún unnið á sjúkrastofnun um og komið þar að öllum verkum öðrum en þeim að vinna í eldhúsi og þvottahúsi. Áður en hún varð forstjóri á Aker­háskólasjúkrahúsinu árið 2005 hafði hún gegnt mörgum stjórnunarstöðum á norskum sjúkrahúsum og var sviðsstjóri á handlæknis­ og skurðsviði Ullevål­háskólasjúkrahússins þegar hún var beðin að taka við stjórn Aker. Hulda Gunn­ laugsdóttir er núna forstjóri stærsta og fullkomnasta sjúkrahúss Noregs.Hulda Gunnlaugsdóttir

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.