Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 33

Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 33
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 33 viðTal: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson for New Institutional Economics, 1996. Coase, North og Williamson voru hver á fætur öðrum fyrstu forsetar samtakanna. Þeir þrír og Ostrom hafa nú öll fengið Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Fáir hag­ fræð ingar höfðu heyrt getið um Elinor Ostr om þegar hún fékk Nó belsverðlaunin árið 2009. Hún var fyrsta konan til að fá verðlaunin, og svo var hún ekki einu sinni hagfræðingur held ur stjórn málafræðingur. Ég var eitt ár forseti þessa félags um stofnanahagfræði, árið 2007, og þá var ársþingið haldið í Reykja vík.“ Hvaða framfarir hafa orðið í hagfræði sem vís indagrein frá því þú varðst prófessor fyrir rúmum 30 árum? „Ýmsar hefðbundnar kenningar hafa verið auknar og endurbættar en mér finnst helstu framfarirnar liggja annars vegar í hag rannsóknum og tölfræðilegri úrvinnslu gagna; þar hafa verið tekin risastór skref. Hins vegar eru ýmsar hugmyndir sem stofn anahagfræðin hefur sett fram – sem styðja hefðbundna hagfræði og byggja á henni en sýna okkur heiminn í nýju ljósi.“ Þú hefur kennt við virta háskóla eins og Columbia og New York-háskólann. Hver er munurinn á viðskipta- og hagfræðikennslu á Íslandi og Bandaríkjunum? „Kennslan er ótrúlega lík við góða háskóla á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt í Norðvestur­Evrópu og víðar. Til dæmis er notað svipað námsefni víðast hvar. Í bestu háskólunum ytra eru þó kröfurnar meiri og nemendur betri. Bestu nemendur sem við útskrifum í viðskiptafræði og hagfræði standa sig vel erlendis. Við höfum átt dúxa í bestu skólum Bandaríkjanna. Það er hins vegar aðstaða kennara sem er allt önnur og betri við góða erlenda skóla. Loks má bæta við að Ísland hefur þá sérstöðu, algeru sérstöðu, meðal norrænna háskóla að nær allir kennarar með doktorspróf hafa lært erlendis, oft við frábæra háskóla.“ Telur þú að Háskóli Íslands nái inn á topp hundrað-listann á meðal háskóla á næstu tuttugu til þrjátíu árum? Ég held að það sé nær óhugsandi. Við er um of fámenn til þess – og íslenskir há skólar minna oft fremur á leiktjöld en alvöru há­ skóla. Við gætum hugsanlega náð langt – og höfum náð langt – á örfáum svið­ um. Með sérhæfingu. En við stefnum alls ekki í þá átt – við reynum að sinna öll um sérgreinum sem sögur fara af og spreða háskólum út um allar þorpagrundir. Og svo er verið að flytja doktorsnámið inn, hingað í fásinnið. Ég hef ekki orðið var við raunverulegan metnað í háskólamálum hjá leiðtogum þjóðarinnar eða jafnvel hjá þjóðinni. Það er kannski skiljanlegt að svo sé í ljósi sögunnar – háskólar eru nýjung á Íslandi. Strax eftir hrunið var talað um að Íslendingar ættu að fara finnsku leiðina í háskólamálum – að leggja ofuráherslu á að fjárfesta í góðu menntakerfi, háskólakerfi. Þannig gætum við snúið vörn í sókn. Og hvað gerðist!? Stjórnvöld hafa svelt og lam að háskólakerfið í landinu. Það sem ég lærði helst í hruninu er að fámennið hér skiptir miklu máli. Áður fyrr taldi ég það ekki vera svo. Á Íslandi vantar öfluga hópa eða samtök sérfræðinga á ýmsum svið um, krítískan massa, sem veita aðhald og umsvifalaust leiðrétta bull og þras og rangfærslur. Sérfræðingamenning er tæp­ ast til. Táknrænt dæmi um ástandið voru blaðamannafundir Geirs Haarde í Iðnó á tímum hrunsins. Á þessum fund um svaraði Geir fyrst spurningum frá inn lendum blaðamönnum og síðan frá þeim erlendu sem hingað voru komnir. Saman burðurinn var ekki hagstæður fyrir landann, svo ekki sé meira sagt. Þeir sem sjá um umræðuþætti sjónvarps greina ekki muninn á loddurum og sæmilega órugl uð um fræðimönnum. Ég hef hætt að horfa á þessa þætti.“ Þú heldur þá að okkur takist ekki að koma Háskóla Íslands á toppinn? „Það held ég að sé afar ólíklegt – nema í tveimur þremur greinum. Það gæti kannski gengið ef við stofnuðum al þjóð legan háskóla og fengjum til kennslu sérfræðinga víða að úr heiminum og í stór um stíl. Toppskólar eru yfirleitt alþjóð legir. Ég sé ekki fyrir mér slíka þróun. Það er annað vandamál sem HÍ glímir við. Við bestu háskóla heims er yfirleitt valið inn í skólana. Þar sitja frábærir nem endur. Enn sem fyrr koma frábærir nem endur til náms við HÍ en meðalgetan hefur snarlækkað og sama má segja um stemn ing una á nám skeiðum sem ég hef kennt undanfarið. Fjölmargir nemendur eru áhuga litlir og mæta jafnvel ekki í tíma eða koma seint og fara snemma. Það koma ef til vill 80 nemendur í fyrstu og síðustu kennslustundina en þess á milli mæta 30 til 40 nemendur – og, af þeim sem mæta, þá birtast margir seint og fara snemma. Ég hef hvergi séð svona ástand erlendis og þannig var það ekki við upphaf míns ferils hjá HÍ.“ Nú hafa orðið miklir og mannskæðir jarðskjálftar við Japan sem er þriðja stærsta hagkerfi heimsins. Hver eru efnahagsleg áhrif svo mikilla náttúruhamfara í svo stóru hagkerfi? „Hagkerfið í Japan var efnahagsundur þar til upp úr 1990 þegar kerfið hrökk í bak­ lás. Í Japan hefur heil kynslóð vinnandi fólks árum saman ekki séð kauphækkanir, aðeins kauplækkanir og versnandi kjör. Margir hafa þurft að minnka við sig – bæði ökutæki og íbúðir. Ég þekki lítið til efnahagsmála í Japan og get raunverulega ekkert sagt um áhrifin af jarðskjálftunum ógurlegu nú í mars. Stundum hefur hern­ aðar uppbygging komið hagkerfum í gang og upp úr vítahring kreppu – til dæmis á dögum heimskreppunnar á fyrri hluta 20. aldar. Vera má að uppbygging eftir skjálftana komi Japan aftur í gang. Nú veit ég ekki, en vona að svo verði.“ Steve Forbes, útgefandi tímaritsins Forbes, sagði, þegar hann kynnti tölublaðið um ríkusta menn heimsins, að mikil fjölgun auðmanna utan Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu sýndi mikla virkni í hagkerfum heimsins en ekki innan þessara heimsálfa. Þetta eru rótgróin iðn ríki með mikla tækni; hvers vegna eru þau að gefa eftir? „Ég sá nýlega rannsókn sem byggðist ein mitt á lista Forbes yfir ríkustu menn heims og þar sagði að sambandið milli fjölda auðmanna (miðað við höfðatölu) og hagvaxtar væri eftirfarandi: Ef auð menn­ irnir hafa skapað sinn auð sjálfir eru sterk tengsl milli fjölda auðmanna og hagvaxtar í heimalandi þeirra. Ef auðmennirnir hafa erft eignir sínar er ekki um slíkt samband að ræða. Um löndin utan Vestur­Evrópu og Bandaríkjanna er þetta að segja: Mörg þessara landa eru eftirbátar fremstu iðn­ ríkja heims. Eftirbátar geta siglt mjög hratt meðan þeir tileinka sér algenga fram leiðslu­ tækni sem þegar er fyrir hendi erlendis. Þegar þessi hagkerfi nálgast jaðar tækn innar og verða að leita tæknilausna innanlands hægir á hagvextinum. Og svo eru það vandamál rótgrónu iðn aðarríkjanna sem skyndilega tapa for ystuhlutverkinu og dragast aftur úr keppi­ nautunum. Við vorum að tala um Japan áðan. Bretland í lok 19. aldar er ótrúlegt dæmi um þjóð sem missti af lestinni. Iðn byltingin gamla var framlag Breta. Undir lok 19. aldar löguðu Þjóðverjar og Banda ríkjamenn skóla kerfi sín að þörfum iðnaðarins og þróuðu einnig stórfyrirtækið – sem var afdrifaríkasta uppfinning er lýtur að skipulagi atvinnulífsins á síðustu öld. Rafvæðing er tákn iðnbyltingar númer tvö – og einnig efnaiðnaður og ýmislegt fleira – og þarna misstu Bretar af lestinni. Það er engin einföld skýring á því hvers vegna, þegar tímar líða, að loftið lekur úr fremstu hagkerfum heims. Sagt er, að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Og

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.