Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 44

Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 44
44 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 Björn hefur vakið mikla athygli fyrir árangur sinn við stjórnun Landspít­alans. Með samhentu átaki starfs­manna hefur tekist að skera niður um 3,4 milljarða króna og herða á öllum rekstri sjúkrahússins sem skilaði rekstrar­ afgangi á síðasta ári. Það sem meira er um vert; þetta hefur verið gert í sátt og samlyndi við starfsmenn og samfélagið í heild. Í erindi Björns á hátíðinni kom fram að breyt­ ingarnar voru unnar eftir að yfir 1.800 starfs­ menn sjúkrahússins sátu fundi og komu í fram haldinu með tillögur um sparnað og nýjar áherslur í rekstrinum. Fyrir vikið urðu starfs­ menn irnir virkari þátttakendur í breyting unum og betur meðvitaðir um markmið og stefnu. Björn sagði að margir héldu að spítali væri eins og hvert annað fyrirtæki eða iðn­ aður og það ætti að vera hægt að taka til í rekstrinum líkt og í öðrum fyrirtækjum. Það hlyti að vera tiltölulega lítið mál og hægt að fá viðskiptafræð inga og aðra til að sinna því. „Ég tel að við höfum sýnt fram á að málið er aðeins flóknara en svo,“ sagði Björn í erindi sínu. „Hver sjúklingur sem kemur inn um dyrnar hjá okkur á LSH getur haft þrettán þúsund og sex hundruð mismunandi sjúkdóms greiningar. Þessir einstaklingar geta lent í fjögur þúsund mismunandi inngrip um auk þess sem skráð eru sex þúsund mis mun­ andi lyf. Þá spyr maður: Er einfalt mál að reka spítala?“ Að sögn Björns stendur 1% sjúklinga Land spítalans fyrir um 30% af kostnaði hans og um 5% af dýrustu sjúklingunum bera um 60% af kostnaðinum. Hann sagði að í raun og veru hefði verið byrjað að draga saman á sjúkrahúsinu árið 2004. Það var dregið sam­ an um 1,5% árið 2008 og um 7­9% á ári árin 2009 og 2001. Til að ná þessu hefði þurft að fara í mjög harkalegar aðgerðir. „Árið 2009 var skipuritinu breytt og við dreifð­ um stýringunni. Við fækkuðum stjórnend um í fyrirtækinu úr 370 niður í 180. Við lögðum mikla áherslu á innkaupastjórnun og vörustjórnun því gengisfall krónunnar fór mjög illa með okkur á þessum tíma. Í lok árs 2009 vorum við í mjög alvarlegri fjárhagsstöðu og þá var ákveðið að fara í niðurskurð með því að fækka starfsfólki og setja verulegar hömlur á yfirvinnu. Við skulduðum einn og hálfan millj­ arð gjaldfallinn á dráttarvöxtum, en aðrar heilbrigðisstofnanir skulduðu okkur um átta hundruð milljónir, svo segja má að þessar heilbrigðisstofnanir hafi notað okkur sem nokkurs konar banka með yfirdrátt. Við drógum úr yfirvinnu, minnkuðum erlend­ an ferðakostnað, skárum sumarafleysingar niður um helming og drógum úr lyfjakostn­ aði. Þá setti framkvæmdastjórnin sér það markmið að fækka blóð­ og myndgreiningar­ rannsóknum um 10%, svo blóðugt sem það var, og ég var úthrópaður sem „vitleysing­ ur“ fyrir það. Við fækkuðum starfsfólki og rúmum sem eru opin allan sólarhringinn og opnuðum dagdeildir í staðinn; þ.e. ákváðum að veita þjónustuna á þeim tíma sem er ódýr ast að veita hana.“ Björn sagði einnig frá ákvörðun um að breyta neikvæðri umræðu, sem hafði verið á sjúkra­ húsinu, í jákvæða og það hefði verið gert með því að hafa allar ákvarðanir og um ræður uppi á borðinu. „Ég setti mér það sem reglu að skrifa pistil til starfsmannanna á hverjum föstudegi og upplýsa þá um gang mála og hvað væri eftst á baugi. Áhersla mín var á forgangsröðun, að hafa ferlið nógu einfalt og fylgja því eftir sem verið væri að gera.“ Hann sagðist hafa byrjað á því að efna til funda með starfsfólkinu, útskýra stöðuna, og reyna að koma fólki fyrir sjónir að fjármálin væru á ábyrgð allra og allir gætu hjálpað til, hversu lítið eða stórt sem verkefnið væri. „Um leið fórum við í stefnumótum þar sem við skoðuðum umhverfið og fengum aðstoð frá ýmsum aðilum. Þessir fundir urðu alls sextíu og tveir og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við vorum ánægðir þegar þeir voru búnir! Þrátt fyrir að ekki væri um skyldu­ mætingu að ræða komu yfir átján hundruð starfsmenn á þessa fundi og þetta skilaði okkur þrjú þúsund og fjögur hundruð tillög­ Landspítali í skugga niðurskurðar Björn Zoëga, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss: Björn Zoëga, forstjóri LSH, sem hlaut verðlaun Stjórnvísi í flokki fjármálastjórnunar, flutti erindi um breytingastjórnun á hátíðinni og nefndist erindi hans: Breytingar! Landspítali í skugga niðurskurðar. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.