Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Síða 51

Frjáls verslun - 01.02.2011, Síða 51
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 51 „Því fylgir þung ábyrgð að taka við þessum hluta menn­ ingar arfsins,“ segir Arndís um reksturinn í Máli og menn­ ingu. Bókaútgáfa með sama nafni er í eigu Forlagsins og alveg óháð búðinni. um,“ segir Arndís. „Það hefur verið henn ar styrkur í gegnum öll árin en á árum áður var hún með mjög stóra deild í erlendum bók um. Því sáum við í Iðu að okkar tækifæri gæti legið í erlendum bókum og gjafavörum með Íslendinga þá í huga.“ Reksturinn er alveg aðskilinn. Ráðinn er verslunarstjóri og fjármálastjóri að Máli og menningu en Arndís rekur Iðu sem fyrr. Arndís hefur þó verið á hlaupum upp og nið ur Bakarabrekkuna meðan verið er að koma rekstri Máls og menningar af stað. Búðin stóð lokuð og læst í tíu daga og öllu starfs fólki var sagt upp. Það þarf að endur­ ræsa reksturinn. Kaupin felast í því að tekið er við þrota bú­ inu frá skiptastjóra en án lagers nema bóka í umboðssölu. Birgjar fengu að kaupa sinn lager til baka af skiptastjóra. Það sem var í umboðssölu var áfram í búðinni. Menningararfur Arndís segist hafa fundið fyrir miklum stuðn ingi – jafnvel þýstingi – frá fólki um að ráð ast í að opna Mál og menningu að nýju. Fólk saknaði búðarinnar sem verið hefur hluti af götumynd Reykjavíkur í meira en fjörutíu ár. Sjálf man hún vel ferðir í Mál og menningu á menntaskólaárum sínum í MR. „Mikil ósköp! Því fylgir þung ábyrgð að taka við þessum hluta menningararfsins,“ segir Arndís um reksturinn í Máli og menn­ ingu. Bókaútgáfa með sama nafni er í eigu Forlagsins og alveg óháð búðinni. Arndís segir að markmið sitt hafi verið að þróa rekstur Iðu frekar. Hún telur að pláss sé fyrir þrjár búðir af þeirri gerð. Kaupin á Máli og menningu breyta engu um þessar fyrirætlanir að öðru leyti en því að opnun nýrra Iðu­búða gæti tafist. Haldi sérkennum sínum Arndís sér ekki fyrir sér samrekstur á þeim tveimur búðum sem hún er með nú. Því er ekki um svokölluð samlegðaráhrif að ræða. „Mér finnst mikilvægast að Mál og menn­ ing haldi sérkennum sínum,“ segir Arndís. „Ég mun leitast við að hafa búðina eins og hún var fyrir tíu til tólf árum: Málið er menn­ ing í Máli og menningu!“ Hún lýsir þannig Máli og menningu sem stássstofu en Iða á að vera nýtískuleg og spræk. Hún ætlar sér ár til að koma Máli og menningu í rétt horf. Kaffihúsið verður þar áfram og fólk má skoða bækur og blöð. Það eykur söluna þrátt fyrir kenningar um annað. Keppinautur og leiguliði Arionbanka Arndís kvíðir ekki samkeppni Iðu og Rúbl­ unnar. Annað er samkeppnin við íslenska ríkið á þessum markaði og ekki síst sam­ keppnin við Arionbanka. Bankinn er lang­ stærsti eigandi bóka­ og ritfangaversl ana á Íslandi. „Ég er í samkeppni við bankann því hann á Eymundsson/Pennann/Griffil og ég er líka viðskiptavinur bankans því hann á Blaða­ dreifingu, sem ég kaupi öll erlend blöð af. Og þar sem ég leigi húsnæðið fyrir Iðu við Lækjargötu af Reitum má segja að ég leigi húsnæðið óbeint af Arionbanka því hann á 43% í Reitum. Það má í raun segja að Arionbanki hafi þetta allt í hendi sér. Þetta er mjög snúin staða og erfitt að búa í þessu viðskiptaumhverfi.“ Óþægilegt veldi Arndís segir að ritfangaverslanir A4 hafi orðið gjaldþrota og þá hafi verslanir Office 1 fengið niðurfelldar skuldir eftir nauða­ samn inga. „Opinber stefna er að bankar og ríki standi ekki í rekstri venjulegra fyrirtækja. En sala á þrotabúum dregst á langinn og ekk ert gerist,“ segir Arndís.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.