Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 59

Frjáls verslun - 01.02.2011, Side 59
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 59 orka og iðnaður með því að miða álagningu vörugjalds og bifreiðagjald við skráða losun koltvísýrings viðkomandi ökutækis. „Ef við kaupum öll vistvænni bíla er það stórt skref í rétta átt.“ Þónokkur íslensk fyrirtæki hafa tekið umhverfisvæna stefnu í samgöngumálum, að því er Jón Björn greinir frá. „Þau hafa sett sér það markmið að draga úr kolefnanotkun starfsmanna, bæði í og úr vinnu. Orkuveita Reykjavíkur er til dæmis með það markmið að 55% bílaflota fyrir tæk­ isins verði visthæf árið 2013 og að keppst verði við að aka með visthæfum leigubíl­ um – en talað er um visthæfa bíla þegar ákveðinn hluti eldsneytisins er annar en bensín og olía.“ Fyrirtækið Mannvit hefur gert sérstakan samgöngusamning við starfsmenn, að sögn Jóns Björns. „Í honum felst meðal annars að starfsmaður komi ekki einn í bíl í vinnu, heldur aki í bíl með öðrum. Jafnframt að nota strætó og reiðhjól þegar þess er kostur. Það er margt hægt að gera án þess að fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Það þarf ekki að kaupa rafgeymabíl eða vetnisbíl handa öllum. Hluti af samgöngustefnu gæti einnig verið fræðsla um visthæfni. Það eitt að fyrirtæki setji sér markmið og inn­ leiði visthæfa samgöngustefnu virðist hafa mjög góð áhrif og hreyfir við fyrirtækjum.“ Tugir fyrirtækja hafa nú gengið til liðs við Grænu orkuna auk sveitarfélaga. „Þetta er samstarfsvettvangur milli þeirra sem eru í þessum geira. Það er mikilvægt að ríkið eitt og sér taki ekki ákvörðun um hvað eigi að gera, heldur taki fyrirtækin og sveitarfélög­ in þátt í mótun stefnunnar. Þannig verður hún raunhæfari og meiri líkur á að hún nái fram að ganga,“ segir Jón Björn. Líftími rafgeyma er að vísu styttri en bensínvéla. Vegna óvissu þar um eru sumir erlendir bílaframleiðendur farnir að leigja rafgeyma og greiðir viðskiptavinurinn þá bara fast gjald á ári í stað þess að kaupa rafgeyminn með bílnum. „Þegar ég kom nokkuð nýr að þessu um mitt síðasta ár fannst mér eftirtektarvert hversu þjóðhagslegt vægi áliðnaðarins hafði aukist mikið á tiltölulega skömmum tíma,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram­ kvæmdastjóri Samtaka áliðnaðarins. „Það hefur mikið verið rætt um sjálfar framkvæmdirnar við byggingu álvera þegar þær hafa staðið yfir. Gjarnan hefur því verið haldið fram að slíkar framkvæmd ir væru lítið annað en skyndilausn fyrir hag­ kerfið. Það sem minna er rætt um eru hin langvarandi áhrif, það er að segja þjóðhags­ leg áhrif fyrirtækjanna sem taka til starfa í kjölfarið. Sú starfsemi skilur mun meira eftir sig fyrir hagkerfið en framkvæmdirnar sjálfar.“ Þorsteinn nefnir sem dæmi aukningu út flutn ings eftir uppbyggingartímabilið 2003­2007. „Við erum núna með iðnað sem flutti út árið 2005 vörur fyrir 35 milljarða króna en 220 milljarða í fyrra. Árið 2005 var álútflutn­ ingurinn 10­11% af heildarútflutningi en er nú 25%. Hreinar gjaldeyristekjur af ál­ útflutningi á síðasta ári námu 120 milljörð­ um króna og heildarútgjöld áliðnaðar hér á landi námu 80 milljörðum króna sama ár. Áliðnaðurinn er því að verða ansi veiga­ mik ill iðnaður á Íslandi.“ í viðskiptuM við 700 íslensk Fyrirtæki Álfyrirtækin þrjú á Íslandi, Alcan, Norður ál ehf. og Alcoa Fjarðaál sf., hafa verið vett­ vangur fyrir nýsköpun og uppbygg ingu nýrra fyrirtækja. „Álfyrirtækin eiga viðskipti við um 700 íslensk fyrirtæki á ári og í fyrra námu þau viðskipti alls 24 milljörðum króna. Þá er raforkan ekki talin með eða viðskipti við opinbera aðila.“ Fyrirtækin sem álverin hafa verið í við skiptum við eru af öllum toga, að sögn Þorsteins. „Þessi fyrirtæki spanna allt svið atvinnu­ lífsins. Þarna má finna ýmis iðnfyrirtæki svo sem málmiðnaðarfyrirtæki, fyrirtæki á sviði upplýsingatækni, flutningafyrirtæki og svo mætti áfram telja. Það er oft rætt um að það væri æskilegt að úrvinnsla á áli hér á landi væri meiri. Það gleymist hins vegar Álverin skipta við 700 íslensk fyrirtæki Vaxtarmöguleikarnir í áliðnaði eru miklir á næstu árum og þá ekki bara í sjálfri frumframleiðslu álsins. Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka áliðnaðarins. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka áliðnaðarins: TexTi: inGibJörG b. sveinsdóTTir Mynd: Geir ólafsson Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka áliðnaðarins.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.