Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 70

Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 70
70 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 orka og iðnaður Michel Gardel er aðstoðarforstjóri Toyota í Evrópu og líklega einn þeirra sem þekkja hvað best stefnu félagsins í umhverfismál­ um, enda yfirmaður þeirra mála hjá Toyota í Evrópu. Hann hefur með höndum stefnu­ mót un á því sviði. Gardel hefur starfað hjá Toyota síðan 2002 en áður hafði hann starfað hjá ýmsum bíla fram leiðendum. Hann segir að það séu a.m.k. tíu ár í að rafmagnsbílar verði almenn ings eign. Toyota hefur verið stærsti framleiðandi bíla í heiminum undanfarin ár (reyndar er munurinn ekki mikill og VW tekur titilinn af og til) og framleiðir um tíu milljónir bíla á heimsvísu á ári. Fyrirtækið er eitt það stærsta í heimi og afkoma þess verið frábær lengst af. Tvinnbíll er bíll sem hefur tvískipta vél, gengur annars vegar fyrir bensíni eða dísil, en hjálparvélin er rafknúin. Sumir tvinn bíl­ ar eru sagðir menga allt að helmingi minna en aðrir bílar. Með framleiðslu sinni á tvinnbílum (hy­ brid) hefur Toyota verið í fararbroddi eld s­ neytis skiptaþróunarinnar og Toyota Prius hefur orðið táknmynd umhverfis vænleika hvort sem það er að þakka frá bærri mark­ aðssetningu eða tæknilegu for skoti bílsins. Líklega er það sitt lítið af hvoru og svo auð­ vitað sú stefna fyrirtækisins að skila bíl um sem virka. Hvað um það, 2,1 milljón Prius­ bíla seld og enginn segir að hann sé fallegur! ákall uM breytta orkugjaFa Þegar við íslenskir bílablaðamenn setj umst niður með Gardel í upphafi bílasýningarinn­ ar í Genf dylst engum að allt er á hverf­ anda hveli í bílaheiminum vegna ákalls um breytta orkugjafa. Ekki er nóg með að eldsneytisverð hafi hækkað gríðarlega undanfarið heldur hefur bílgreinin verið að búa sig undir nýja orkugjafa um margra ára skeið. Vandinn er að öll þessi umskipti eru tafsöm og ljóst að framleiðsla bíla verður enn flóknari í framtíðinni. Gardel játar þessu og segir að framundan séu miklar áskoranir fyrir bílaframleiðendur þar sem þeir verði að aðlaga sig miklu fleiri orkugjöfum og staðbundnum lausnum. Gardel segir að það séu tíu ár í að raf­ magns bílar verði almenningseign og muni þar mest um erfiðleika við að þróa raf hlöð­ ur – auk þess sem markaðssetningin og umskiptin verði flókin. „Svo er það vandinn við að sjá hver muni borga brúsann við að skipta yfir í nýja orku­ gjafa. Stjórnvöld munu hafa mikil áhrif á þróunina en hvað vilja þau leggja til? Það er mín spá að innleiðing rafmagnsbíla verði hægari en menn vænta,“ segir Gardel. 2020-áætlunin Gardel bendir á að Toyota hefur sett upp 2020­áætlun sem gengur út á að allir bílar félagsins verði þá boðnir með tvinnvél. Hann segir aðspurður að vel geti farið svo að þeirri áætlun verði flýtt en í dag eru 9% seldra Toyota bíla með tvinnvélar. Árið 2013 er gert ráð fyrir að þetta hlutfall verði komið upp í 20%. Handan við hornið er síðan innstungu­ áætlun (plugin hybrid) Toyota sem gengur út á að hægt verði að hlaða rafgeymana utan að, en um sinn byggist rafhleðslan í tvinnbílunum á að nýta þá núningsorku sem verður til við akstur bílsins. Það þarf ekki að taka fram hve mikil bylting verður fólgin í því ef hægt er að setja bílana í sam­ band við heimilisrafmagn með innstungu­ tækninni en rekstur slíkra bíla yrði nánast ókeypis hér á landi. Á sama tíma myndu t.d. Brasilíumenn helst horfa til bíla sem gætu nýtt sér lífefnaeldsneyti. Augljóst er að margs er að gæta og Gardel játar að félagið hafi mörg járn í eldinum, vonandi þó ekki of mörg, segir hann og brosir. Má þar nefna að félagið er í samstarfi við Pana­ sonic um þróun á rafhlöðum og sömuleiðis hefur Toyota keypt lítinn hlut í Tesla og er í samstarfi við þá um þróun á nýjum Rav4 EV. Prófanir á iQ­rafmagnsbílnum fara fram á næsta ári. Honum er ætlað að komast 105 kílómetra á hleðslu, ná 125 km hraða og vera 14 sekúndur í hundraðið. Það tekur fjórar klukkustundir að fullhlaða rafhlöður með heimilisrafmagni. Allt gengur þetta út á að færa neytandanum búnað sem hann er sáttur við og virkar fullkomlega þrátt fyrir nýjungar. En hvert land þarf sína lausn og Gardel segir að það bíði bílaframleiðenda nú að samhæfa skynsamlega áætlun sem gangi upp í tíma og gagnvart tækni. tíu ár í rafmagnsbíla Michel Gardel, aðstoðarforstjóri Toyota í Evrópu, ræðir við Sigurð Má Jónsson um hvaða lausnir bíða bifreiðaeigenda í framtíðinni. Umhverfismál í bílageiranum: TexTi oG Myndir: siGurður Már Jónsson Michel Gardel er aðstoðarforstjóri Toyota í Evrópu. Svo er það vandinn við að sjá hver muni borga brúsann við að skipta yfir í nýja orkugjafa. Það er mín spá að innleiðing rafmagns- bíla verði hægari en menn vænta, segir Gardel. Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? Dreifikerfi RARIK er hið umfangsmesta hérlendis, alls 8.000 kílómetra línukerfi, eða sem svarar vegalengdinni frá Reykjavík til Los Angeles! Nú hafa 3.250 km af loftlínum vikið fyrir jarðstrengjum eða 40%. Geri aðrir betur. www.rarik.is Ljó sm : A nd ers Pe ter (w ww .an de rsp ete r.c om )

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.