Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 81
EIGNIR
Eignir sjóðsins námu 309,3 milljörðum í árslok
saman borið við 283,1 milljarða árið áður. Á árinu
2010 greiddu að jafnaði 32.435 sjóðfélagar til
sjóðsins og námu iðgjalda greiðslur alls 15.946
m.kr. Þá greiddu 7.243 fyrirtæki til sjóðsins vegna
starfsmanna sinna.
AFKOM A
Ávöxtun á árinu 2010 var 6,1% og hrein raunávöxtun
3,4%. Starfsemi og rekstur sjóðsins á árinu 2010
var að flestu leyti hagfelldari í samanburði við
árið undan. Allir eignaflokkar sjóðsins skiluðu
jákvæðri ávöxtun árið 2010 og er áhættudreifing
safnsins góð og samsetning þess traust. Þannig er
um 30% af eignum sjóðsins í dreifðu safni erlendra
verðbréfa, 28% í innlendum ríkis tryggðum skulda -
bréfum, 12% í safni sjóðfélagalána, önnur skulda-
bréf eru samtals 13% af eignum og 13% í banka inn-
stæð um. Innlend hlutabréfaeign jókst nokkuð á árinu
og nemur nú um 4% af eignum sjóðsins.
LÍFE YRISGREIÐSLUR
Á árinu 2010 nutu 9.745 lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna
úr sam eignardeild að fjárhæð 6.370 m.kr. Lífeyris-
greiðslur árið áður námu 5.909 m.kr. og hækkuðu
þær um 8% milli ára. Lífeyrisgreiðslurnar eru verð-
tryggðar og taka mánaðarlega breytingum vísitölu
neysluverðs.
TRYGGINGAFR ÆÐILEG S TAÐA
Tryggingafræðileg úttekt lífeyrissjóða er gerð ár lega
til að gæta þess að ákveðið jafnvægi sé á milli eigna
og réttinda sjóðfélaga. Trygginga fræðileg staða
sjóðsins er betri í árslok 2010 en árið áður og er
hún nú –3,4%. Vegna jákvæðrar raunávöxtunar og
annarra þátta í rekstri sjóðsins er ekki tilefni til að
endurskoða lífeyrisréttindi.
SÉREIGNARDEILD
Alls áttu 41.102 einstaklingar inneignir í árslok 2010
sem námu 6.367 m.kr. Lífeyrisgreiðslur úr sér-
eignar deild námu 461 m.kr. samanborið við
1.011 m.kr. árið 2009. Ávöxtun verðbréfaleiðar
var 6,1% og hrein raunávöxtun 3,4%. Ávöxtun
innlánsleiðar var 5,8% sem samsvarar 3,1%
raunávöxtun.
FJÁRFES TINGAR
Á árinu 2010 námu kaup á innlendum skuldabréfum
umfram sölu 34.944 m.kr. og kaup innlendra hluta-
bréfa umfram sölu nam 6.449 m.kr. Sala erlendra
verðbréfa umfram kaup nam 11.201 m.kr.
SKIPTING VERÐBRÉFAEIGNAR
Í ÁRSLOK 2010
S TJÓRN 2010
Helgi Magnússon, formaður
Ásta R. Jónasdóttir
Benedikt Kristjánsson
Benedikt Vilhjálmsson
Bogi Þ. Siguroddsson
Hannes G. Sigurðsson
Óskar Kristjánsson
Stefanía Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri er Guðmundur Þ. Þórhallsson.
0
2.000
4.000
6.000
8.000
20102006 2007 2008
í milljónum króna
2009
Lífeyrisgreiðslur sameignardeildar
Starfsemi á árinu 2010
ÁRSREIKNINGUR
ÍM
Y
N
D
U
N
A
R
A
F
L
/
LV
0
100.000
150.000
50.000
250.000
350.000
200.000
300.000
20102006 2007 2008
í milljónum króna
2009
Hrein eign til greiðslu lífeyris
30 %
Erlend
verðbréf
28 %
Ríkistryggð
skuldabréf
13 %
Bankainnstæður
12 %
Sjóðfélagalán
8 %
Skuldabréf,
bankar,
sveitarfél. ofl.
5 %
Fyrirtækja-
skuldabréf
4 %
Innlend
hlutabréf
EFNAHAGSREIKNINGUR Í ÁRSLOK
Í milljónum króna
2010 2009
Innlend skuldabréf 135.534 109.919
Sjóðfélagalán 39.949 41.648
Innlend hlutabréf 12.690 4.772
Erlend verðbréf 97.058 104.231
Verðbréf samtals 285.231 260.570
Bankainnstæður 41.434 37.962
Eignarhluti í Húsi verslunarinnar 241 254
Rekstrarfjármunir og aðrar eignir 286 66
Skammtímakröfur 2.568 2.644
Skuldir við lánastofnanir 1) -19.272 -17.881
Skammtímaskuldir -556 -478
Hrein eign sameignardeild 303.565 277.134
Hrein eign séreignardeild 6.367 6.003
Samtals hrein eign 309.932 283.137
BREYTINGAR Á HREINNI EIGN
Í milljónum króna
2010 2009
Iðgjöld 15.946 16.313
Lífeyrir -6.839 -6.927
Fjárfestingartekjur 18.124 25.472
Fjárfestingargjöld -237 -290
Rekstrarkostnaður -266 -259
Aðrar tekjur 67 67
Breyting á hreinni eign á árinu 26.795 34.376
Hrein eign frá fyrra ári 283.137 248.761
Hrein eign til greiðslu lífeyris 309.932 283.137
KENNITÖLUR
2010 2009
Ávöxtun 6,1% 9,9%
Hrein raunávöxtun 3,4% 1,1%
Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) -2,0% 0,3%
Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 2,4% 2,2%
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,07% 0,07%
Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 1,29% 1,20%
Lífeyrir í % af iðgjöldum 41,4% 37,0%
Fjöldi sjóðfélaga 32.435 32.305
Fjöldi lífeyrisþega 9.745 9.049
Stöðugildi 29,0 29,3
Ávöxtun innlánsleiðar 5,8% 11,9%
Hrein raunávöxtun 3,1% 3,0%
1) Réttarleg óvissa er um endanlega niðurstöðu uppgjörs gjaldmiðlavarnarsamninganna.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | Kringlan 7 | 103 Reykjavík | Sími 580 4000 | Fax 580 4099 | skrifstofa@live.is | www.live.is
» Eignir 310 milljarðar
» Lífeyrisréttindi óskert
» Nafnávöxtun 6,1 %
» Hrein raunávöxtun 3,4%
» 47 þúsund sjóðfélagar greiddu iðgjöld
» Iðgjöld námu 16 milljörðum
» Lífeyrisþegar um 10 þúsund
» Greiddur lífeyrir nam 6,8 milljörðum10
live.is