Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 93

Frjáls verslun - 01.02.2011, Page 93
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 93 Þegar talað er um að ekki sé allt sem sýn­ ist í The Tree of Life þá er ekki eingöngu átt við fjölskyldumálin heldur er víst í mynd­ inni einhver angi af vísindaskáldskap, að minnsta kosti lét Brad Pitt hafa eftir sér að í myndinni … „er lítil hliðarsaga um alheim inn frá upphafi hans til enda og þar koma vís­ indin inn í söguna“. Hvað hann á við kemur sjálf sagt ekki í ljós fyrr en myndin verð ur tekin til sýningar í maí. Malick kemur á óvart Það var strax síðla árs 2005 sem Terence Malick lagði fram frumdrög að The Tree of Life og fékk grænt ljós. Ákveðið var að hefja tökur 2006 og rætt um að Colin Farrell og Mel Gibson yrðu í aðalhlutverkunum, en þegar Malick var ekki tilbúinn með hand­ rit og önnur undirbúningsvinna stutt á veg komin var tökum frestað og Farrell og Gibson duttu út. Þegar svo Malick var til bú­ inn var Sean Penn kominn til leiks svo og Heath Ledger. Ledger lést eins og kunnugt er af völdum lyfja og þá hljóp Brad Pitt í skarðið. Þar sem lítið er vitað um myndina nema óljós efnistök hafa fáir lagt í að spá um við­ tökurnar en miðað við fyrri myndir Malicks efast enginn um að hún sé mikið sjónarspil með þungum áherslum, spurningin er að­ eins um gæðin og hvort hún nái til fjöldans. Eftir mikla sigurgöngu The Thin Red Line (1998) olli The New World nokkrum von­ brigðum í upphafi og má segja að þar hafi komið til að þegar búist er við miklu verða vonbrigði meira áberandi. Flestir hafa þó tekið myndina í sátt og í dag nýtur hún virð­ ingar en með sanni má segja að hún sé síst kvikmynda Malicks. Miðað við fyrri hraða hjá Terence Malick hefði mátt ætla að ekki væri að vænta nýrr ar kvikmyndar frá honum næstu árin eftir að hafa komið The Tree of Life frá sér. Þess vegna varð undrun manna mikil þeg ar fréttist að hann væri þegar byrjaður á annarri kvikmynd sem hefur ekki fengið nafn enn sem komið er, en tökur eru langt komnar í Oklahoma. Í aðalhlutverki er Ben Affleck. Sagan segir að Malick hafi viljað Christ ian Bale í hlutverkið og þeir átt saman fund en Bale hafi verið búinn að bóka sig á sama tíma í 13 Women of Nanjing sem Yimou Zhang leikstýrir. Í öðrum hlutverkum í þessari ónefndu kvikmynd eru leikarar ekki af verri endanum og má nefna Javier Bardem, Rachel McAdams, Rachel Weisz, Amöndu Peet og Jessicu Chastain. Á þess­ ari upptalningu má sjá að Terence Malick hef ur enn sama aðdráttaraflið þegar kemur að því að velja leikara, enginn segir nei nema tilneyddur. Terence Malick í Oklahoma við tökur á nýjustu kvikmynd sinni, sem enn hefur ekki fengið nafn. kvikmyndir Rauðhetta Hið klassíska ævintýri um Rauðhettu er viðfangsefni leikstjórans Catherine Hard­ wicke í Red Riding Hood. Hardwicke er þekktust fyrir að hafa leikstýrt fyrstu kvik­ myndinni um ungu vam p ír ­ urnar í Twilight­mynda flokkn ­ um sem notið hefur mik illa vinsælda. Þeir sem vonast til að sjá nýja útgáfu af ævintýrinu um Rauðhettu, sem vel að merkja sumir telja vart við hæfi ungra barna, ættu að sitja heima því Hardwicke er hér meira á slóðum Twilight­myndanna en í þeim ævintýraheimi sem við þekkjum. Með hlutverk Rauðhettu fer Amanda Seyfried, sem gerði garðinn frægan í Mamma Mia, Gary Oldham leikur varúlfaveiðara og í hlutverkum ungra manna sem berjast um ástir Rauðhettu eru Shiloh Fern­ andez og Max Irons (sonur Jeremys Irons). Í hlutverki ömmunnar er svo Julie Christie. Rauðhetta verður frum sýnd hér á landi um miðj an apríl. Jodie Foster treystir Mel Gibson Mel Gibson á ekki marga vini í Hollywood þessa dagana og skyldi engan undra eins og hann hefur hagað sér á síðustu misserum; blótaði gyðingum þegar hann var tekinn blindfullur undir stýri og lamdi síðan eiginkonu sína, rússnesku söngkonuna Oksönu Grigorievu, áður en hún hljóp frá honum. Orðspor hans er orðið slíkt að enginn vill koma nálægt honum og hafa verið mikil vandræði með að finna dreifi ngaraðila fyrir nýjustu kvik mynd hans The Beaver, sem Jodie Foster leikstýrir og leikur aðalhluterkið á móti honum. Foster hefur hvað eftir annað komið hon­ um til varnar enda mikið í húfi hjá henni. Nú er loks kominn frumsýningardagur vestan hafs, 20. maí, en ár er síðan myndin var full gerð. Í myndinni leikur Gibson yfirmann hjá leikfanga fyrir­ tæki sem á í vandræðum með að tjá sig og tekur upp á því að taka uppstoppaðan bifur í fóstur og tjáir sig síðan í gegnum hann. J. Edgar Gott vín batnar með aldrinum segir máltækið og ef það er fært upp á mannskepnuna þá kemst Clint Eastwood ofarlega á blað. Þessi átt­ ræði fyrrverandi töffari hefur leikstýrt hverri gæða­ mynd inni á fætur annarri á síðustu árum og síðasta mynd hans, Hereafter, var frábær kvikmynd sem átti skilið betri aðsókn, en löndum Eastwoods fannst myndin víst of evrópsk. Nú er Eastwood kominn af stað með aðra kvikmynd, J. Edgar, sem sjálfsagt á eftir að fara fyrir brjóstið á mörgum, en viðfangsefnið er fyrsti forstjóri FBI, J. Edgar Hoover, á sínum yngri árum. Ekki er um að ræða neina glansmynd af honum, fyrst og fremst er verið segja frá manni sem var hommi í felum og undir harðstjórn móður sinnar. Leonardo DiCaprio leikur Hoover, Judy Dench móður hans, Armin Hammer, ungur og óþekktur leikari, er í hlutverki Clydes Tolsons, sambýlismanns Hoovers, og Naomi Watts leik ur ritara Hoovers, sem þjón aði honum frá árinu 1918 þar til hann dó, 1972. bíófréttir Amanda Seyfried leikur Rauðhettu í samnefndri kvikmynd. Mel Gibson með uppstoppaðan bifur. Leonardo DiCaprio í hlut- verki J. Edgars Hoovers.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.