Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 18
18 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011
fyrst & frEmst
Stjórnvöld láti af
ofurskatt lagningu sparnaðar
E
itt helsta verkefni Samtaka fjár
festa núna er að fá stjórnvöld til
að hverfa frá villu síns vegar í
ofurskattlagningu alls sparn
aðar. Ávinningur almennings
af því að sýna ráðdeild og sparnað er að
engu orðinn með síðustu hækkunum á
fjármagnstekjuskatti,“ sagði Bolli Héðins
son, hagfræðingur og formaður Samtaka
fjárfesta, á aðalfundi félagsins á dögunum.
Bolli sagði önnur mikilvæg verkefni sam
takanna snúa að eftirhreytum hrunsins og
markvissri leit að því sem misfórst í því, svo
sagan endurtæki sig ekki. „Þeir sem þar
báru ábyrgð þurfa að standa reikningsskil
gjörða sinna. Þá verður að lagfæra reglu
verkið sem brást. Í því skyni höfum við
höfðað nokkur einkamál og gera má ráð
fyrir að þeim fjölgi eftir því sem botn kemst
í fleiri mál hjá sérstökum saksóknara.“
Bolli sagði ennfremur að meginmarkmið
samtakanna væru skýr. „Við látum einskis
ófreistað að ná þeim. Hvað hlutabréfa
markaðinn varðar þá verður eftirlit með
markaðnum að vera tryggt. Það verður
einnig að vera hægt að treysta löggilt
um endurskoðendum og að réttarvernd
almennra hluthafa sé ótvíræð. Því aðeins
að þessir hlutir séu í lagi er von til þess að
almenningur treysti sér að nýju til að koma
Samtök fjárfesta héldu aðalfund sinn á dögunum. Þar komu fram harðar kröfur um að stjórnvöld hverfi frá
villu síns vegar í ofurskattlagningu alls sparnaðar, eins og það var orðað á fundinum.
Bolli Héðinsson, formaður Samtaka fjárfesta, var harðorður í ræðu sinni. „Eftirlit með hlutabréfamarkaðnum
þarf að batna og það verður að vera hægt að treysta löggiltum endurskoðendum.“
„Þeir sem þar báru ábyrgð
þurfa að standa reikn
ings skil gjörða sinna. Þá
verður að lagfæra reglu
verkið sem brást. Í því
skyni höfum við höfðað
nokkur einkamál og gera
má ráð fyrir að þeim fjölgi
eftir því sem botn kemst
í fleiri mál hjá sérstökum
saksóknara.“
TexTi: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson