Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 18

Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 18
18 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 fyrst & frEmst Stjórnvöld láti af ofurskatt lagningu sparnaðar E itt helsta verkefni Samtaka fjár­ festa núna er að fá stjórnvöld til að hverfa frá villu síns vegar í ofurskattlagningu alls sparn­ aðar. Ávinningur almennings af því að sýna ráðdeild og sparnað er að engu orðinn með síðustu hækkunum á fjármagnstekjuskatti,“ sagði Bolli Héðins­ son, hagfræðingur og formaður Samtaka fjárfesta, á aðalfundi félagsins á dögunum. Bolli sagði önnur mikilvæg verkefni sam­ takanna snúa að eftirhreytum hrunsins og markvissri leit að því sem misfórst í því, svo sagan endurtæki sig ekki. „Þeir sem þar báru ábyrgð þurfa að standa reikningsskil gjörða sinna. Þá verður að lagfæra reglu­ verkið sem brást. Í því skyni höfum við höfðað nokkur einkamál og gera má ráð fyrir að þeim fjölgi eftir því sem botn kemst í fleiri mál hjá sérstökum saksóknara.“ Bolli sagði ennfremur að meginmarkmið samtakanna væru skýr. „Við látum einskis ófreistað að ná þeim. Hvað hlutabréfa­ markaðinn varðar þá verður eftirlit með markaðnum að vera tryggt. Það verður einnig að vera hægt að treysta löggilt­ um endurskoðendum og að réttarvernd almennra hluthafa sé ótvíræð. Því aðeins að þessir hlutir séu í lagi er von til þess að almenningur treysti sér að nýju til að koma Samtök fjárfesta héldu aðalfund sinn á dögunum. Þar komu fram harðar kröfur um að stjórnvöld hverfi frá villu síns vegar í ofurskattlagningu alls sparnaðar, eins og það var orðað á fundinum. Bolli Héðinsson, formaður Samtaka fjárfesta, var harðorður í ræðu sinni. „Eftirlit með hlutabréfamarkaðnum þarf að batna og það verður að vera hægt að treysta löggiltum endurskoðendum.“ „Þeir sem þar báru ábyrgð þurfa að standa reikn­ ings skil gjörða sinna. Þá verður að lagfæra reglu­ verkið sem brást. Í því skyni höfum við höfðað nokkur einkamál og gera má ráð fyrir að þeim fjölgi eftir því sem botn kemst í fleiri mál hjá sérstökum saksóknara.“ TexTi: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.