Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 44

Frjáls verslun - 01.03.2011, Side 44
44 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 skólanum, t.a.m., er rík hefð og áhugi með al nemenda fyrir söngleikjum, Gettu betur, Mor fís o.fl. Enda standa nemend ur sig mjög vel í þessu,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands. „Það má einnig nefna að í skóla eins og MR er rík hefð og áhugi fyrir Gettu betur, þátt­ töku og undirbúningi fyrir keppnir á borð við landskeppni í stærðfræði og eðlisfræði. Enda gengur nemendum MR mjög vel í þess um keppnum. Það sem ég er að reyna að segja er að það er ekki sanngjarnt að tala um „bestu“ skólana því hefðir skipta hér miklu máli. Þetta er mjög ósanngjarnt gagnvart litlum og nýjum skólum, enda gengur þeim almennt ekki vel í þessum keppnum (þó svo það sé alls ekki algilt). Ég hefði haldið að þeir skólar sem ná góðum árangri í þess um keppn­ um séu bekkjarskólar og aðrir gamal grónir skólar með ríkar hefðir í félagslífi nem enda.“ Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans: Námið hér er verk­ efnabundið T ækniskólinn – skóli atvinnulífsins leggur mikið upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda og að allt nám sé verkefnabundið. Skólinn hefur metnaðarfulla nem endur sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu til að ná árangri. Skólinn hefur líka á að skipa kenn urum með faglega hæfni og mikla reynslu. Þegar þetta fer saman verður árangurinn góður,“ segir Baldur Gíslason, skóla meistari Tækniskólans. „Skólinn er vel tengdur við atvinnulífið og tilbúinn að laga námsframboð og vinnu brögð að þörfum nemendahópsins og at vinnulífsins á hverjum tíma. Í skólanum eru 11 fagskólar sem hver um sig hefur mikið sjálf stæði og sveigjanleika. Í öllum greinum skólans er hægt að gera betur. Vinnumarkaðurinn og háskólarnir kalla sífellt á fólk með fjölþætta og góða menntun sem skólinn reynir að laga sig að og uppfylla. Skóli má ekki staðna og áhersla þarf að vera á tæknilegt og skap­ andi nám, sem nýtist nemendum hvort sem þeir fara á vinnumarkaðinn eða í háskóla.“ Það má einnig nefna að í skóla eins og MR er rík hefð og áhugi fyrir Gettu betur, þátt­ töku og und ir búningi fyrir keppnir á borð við landskeppni í stærð fræði. Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.