Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 8

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 8
8 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 fréttamyndin Birtist m.a. hjá Sky News, BBC, The New York Times, Huffington Post í Bandaríkjunum, Le Monde í Frakklandi, El Pais á Spáni, Die Zeit í Þýskalandi og Aftenposten í Noregi. S igurlaug Linnet, 17 ára Reykjavíkurmær og nem­ andi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, á lík legast frægustu myndina af gosinu í Grímsvötnum. Mynd sem hefur komist í heimsfréttirnar og birst hjá þekktustu fréttamiðlum heims, eins og Sky News, BBC, The New York Times, Huffington Post í Banda­ ríkjunum, Le Monde í Frakklandi, El Pais á Spáni, Die Zeit í Þýskalandi og Aftenposten í Noregi. Sigurlaug dvaldi hjá kærasta sínum á bænum Maríubakka skammt frá Kirkjubæjarklaustri helgina sem gosið hófst. Hún rölti út á hlað um sexleytið á laugardeginum og tók mynd af gosinu skömmu eftir að það hófst. Auðvitað grunaði hana ekki hvað væri í uppsiglingu; heimsfræg mynd sem færi víða. Sky News notaði hana sem bakgrunnsmynd í umfjöllun sinni um gosið í nokkra daga. Sigurlaug, sem í sumar vinnur hjá Kirkjugörðum Reykja­ víkur, tók myndina á Canon 450D­vél og sendi hana til bróð­ ur síns sem sendi hana áfram til Morgunblaðsins sem birti hana á mbl.is. Fréttin með myndinni varð mest lesna fréttin á mbl.is og símtöl að utan tóku að berast. Sigurlaug segist lengi hafa haft áhuga á ljósmyndun og geti vel hugsað sér að starfa við ljósmyndun í framtíðinni. Hver veit nema þær myndir verði einnig heimsfrægar og þekktustu fréttamiðlar heims noti þær. Byrjunin lofar góðu. TexTi: Jón G. Hauksson sigurlaugar linnEt Heimsfræg mynd Heimsfræg mynd. Gosið í Gríms- vötnum skömmu eftir að það hófst; séð frá hlaðinu við bæinn Maríubakka. Sigurlaug Linnet, 17 ára Reykjavíkurmær.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.