Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 12

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 12
12 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 ERLENDI FORSTJÓRINN Loftur Ólafsson, sérfræðingur hjá Íslandssjóðum: Frjáls verslun hefur fengið þekkta ein stakl inga til liðs við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu tengdu við skiptum og efnahagslífi í hverju tölu blaði. Umsjón: svava jónsdóttir Kaupmaðurinn á danska horninu Álitsgjafar frjÁlsrar verslunar Aðgreining á markaðnum Ásmundur Helgason segir að þegar markaðssetja á vöru eða þjónustu eða jafnvel viðkomandi fyrirtæki sé nauðsynlegt að átta sig á, skilgreina og setja fram skýra aðgreiningu á markaðnum og vera þannig skýrt afmarkaður frá keppinautum. „Aðgreining þýðir í raun og veru hvernig varan og þjónustan er öðruvísi, hvernig hún skapar sér sérstöðu á markaðnum og hvernig hún er ólík vöru eða þjónustu keppinautanna. Einfaldasta leiðin til aðgreiningar tengist verði; annaðhvort með því að bjóða dýrustu vöruna eða þá ódýrustu. Sum fyrirtæki nota aðrar aðferðir eins og að aðgreina sig út frá gæðum, umbúðum, staðsetningu, eiginleik­ um vörunnar, þjónustunni, starfsfólki eða einfaldlega ímyndinni eða öðrum þáttum sem gera heildartilboðið einstakt.“ Ásmundur segir að með skýrari aðgreiningu sé líklegra að vel tak ist til í markaðssetningu og segir hann að aðgreiningin sé vel heppn­uð­ef­þrjú­skilyrði­séu­uppfyllt.­„Í­fyrsta­lagi­á­að­vera­erfitt­ fyrir keppinaut inn að líkja eftir eða herma eftir tilboðinu eða þessari að­greiningu.­Í­öðru­lagi­á­aðgreiningin­að­geta­gengið­yfir­fleiri­en­ eina­vörutegund.­Það­er­til­dæmis­hægt­að­stækka­línuna­með­fleiri­ vörutegundum­–­og­hún­ætti­að­geta­gengið­inn­á­fleiri­markaði. Í­ þriðja lagi á upplifun neytandans að vera í samræmi við loforðið: Hann á að upplifa góða þjónustu ef góðri þjónustu hefur verið lofað. Það er gaman að velta fyrir sér með hvaða hætti t.d. símafyrirtækin á­Íslandi­aðgreina­sig­hvert­frá­öðru­eða­hvernig­ein­lítil­fiskbúð­hefur­ náð að aðgreina sig frá keppinautum með kátri markaðssetningu. Olíufyrirtækin á Íslandi eru sígilt dæmi; þau selja jú öll sömu vöruna en aðgreina sig með þjónustunni í kringum þessa einsleitu vöru.“ AUGLÝSINGAR Ásmundur Helgason, markaðsfræð­ ingur hjá Dynamo: Þótt­eldgosið­í­Grímsvötnum­hafi­rénað­nokkrum­dögum­eftir­að­það­hófst­bendir­Ragnar­Árnason­á­að­það­hafi­engu­að­síður valdið þjóðinni verulegum búsifjum. Hann segir að það veki­spurninguna­um­hvaða­áhrif­eldgosið­hafi­á­landsframleiðslu­ ársins,­bæði­þá­raunverulegu­og­þá­sem­reiknuð­er.­„Enginn­vafi­ er á því að þjóðin er fátækari eftir gosið en hún var áður. Eigna­ og náttúru spjöll hafa orðið veruleg. Orðstír Íslands sem áreiðanlegs ferðamanna lands hefur senni lega beðið hnekki. Rétt reiknuð lands­ framleiðsla ársins hefur því minnkað að sama skapi og framleiðsla og neysla á gæðum hefur einnig minnkað. Verulegir hnökrar urðu á­farþegaflutn­ing­um­og­fjöldi­fólks­þurfti­að­lifa­við­harðan­kost­um­ tíma. Margir aðrir urðu fyrir umtalsverðum óþægindum. Rétt reiknuð landsframleiðsla hefur því einnig minnkað sem þessu nemur.“ Ragnar segir að það sé á hinn bóginn alls ekki víst að hin reiknaða landsframleiðsla, sú sem Hagstofan tekur saman ársfjórðungslega og stjórnmálin taka mikið mið af, endurspegli þessar staðreyndir. Það­stafi­af­því­hvernig­landsframleiðslan­er­reiknuð.­„Hún­mælir­ fyrst og fremst virði þess sem framleitt er fyrir og selt á markaði. Hún tekur lítið tillit til verðmætatjóns ins sem lýst var hér að framan. Hún­tekur­ekkert­tillit­til­þeirra­þjáninga,­erfiðleika­og­óþæginda­sem­ eld gosið hefur valdið heldur skoðar fyrst og fremst virði markaðs­ viðskipta. Það merkilega er að virði markaðsviðskipta gæti hæglega aukist í kjölfar­eldgossins.­Flestir­farþegar­verða­að­lokum­fluttir.­Hreinsuna­ rstarf­og­aðrar­lagfæringar­kalla­á­fleiri­hendur­til­starfa­og­atvinna­ gæti því aukist. Nú þegar hefur forsætisráðherrann lýst því snjall­ ræði að atvinnulaust fólk fái vinnu við slík störf. Það er hrein viðbót við hina mældu landsframleiðslu. Við kunnum því að verða vitni að þeirri umhugsunarverðu þverstæðu að efnahagslegt áfall mælist vera aukning í landsframleiðslu í þjóðhagsreikningum ársins.“ EFNAHAGSMÁL Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands: Eldgos og landsframleiðsla Danska matvörukeðjan Irma á sér langa sögu og hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur. Staðan var ekki góð fyrir rúmum áratug þegar Alfred Josefsen tók við stjórnartaumunum. Í fyrri störfum sínum hafði Josefsen sýnt takta við að snúa rekstri til betri vegar. Það tókst honum að gera hjá Irmu, bæði með hug og hjarta. Segja má að titill bókar um Irmu, „Kære Irma – It’s all about people“, lýsi í hnotskurn lyklinum að uppgangi fyrirtækisins og jafnframt af­ stöðu Josefsens sem leiðtoga. Þegar hann kom fyrst við sögu var andinn hjá starfsmönnum ekki góður og fyrirtækið missti iðulega starfsmenn til annarra fyrirtækja. Ekki leið þó á löngu þar til nafni fyrirtækisins fór að bregða fyrir hátt á listum um bestu vinnustaði í Danmörku og sömuleiðis á sambærileg um listum­yfir­stór­evrópsk­fyrirtæki.­Fyrirtækið­hefur­jafnframt­verið­ valið besti vinnustaðurinn meðal matvælakeðja í Evrópu. Í bók eftir Josefsen sem nýlega er komin út, „Stjórnun með ástríðu“, kemur fram að markmið hans sé að allir starfs­ menn Irmu hlakki til að fara í vinnuna. En það eru fáar rósir án þyrna. Á sama tíma og góður hagnaður er af rekstrinum og fyrirtækið eykur umsvif sín fellur það um nokkur sæti á listanum­yfir­bestu­vinnustaðina.­Josefsen­er­óhræddur­við­ að viðurkenna að hann og meðstjórnendur hans geti ekki við aðra sakast en sjálfa sig og að verk sé að vinna.“.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.