Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 14
14 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Áhrifaríkur leiðtogastíll Ingrid Kuhlman segir að í metsölubókinni Primal Leadership eftir Richard Boyatzis, Daniel Goleman og Annie McKee komi fram að áhrifaríkir leiðtogar beiti mismunandi leiðtogastíl til skiptis, allt eftir aðstæðum og einstaklingum. Í bókinni er m.a. fjallað um sex tegundir leiðtogastíls; fjórar þeirra hafa jákvæð áhrif á starfsandann en tvær ekki og í sumum tilfellum hafa þær neikvæð áhrif en eru samt sem áður áhrifaríkar og nauðsynlegar við vissar aðstæður. 1. Framsýnir leiðtogar hafa sterka sýn og sameina fólk í sam eig ­ in legum draumum og markmiðum. Þeir móta og útskýra framtíðar­ sýnina, sannfæra starfsfólkið, setja kröfur og fylgjast með frammi­ stöðu í stærra samhengi. Þeir hvetja með bæði styrkjandi og leiðréttandi endurgjöf. 2. Leiðbeinandi leiðtogar tengja það sem starfsmaður vill við mark mið fyrirtækisins. Þeir hjálpa starfsmönnum að leggja mat á styrkleika sína og það sem þeir mættu bæta og hvetja þá til að setja og ná langtímamarkmiðum sínum. 3. Hvetjandi leiðtogar leitast við að skapa gott andrúmsloft með því að styrkja tengslin milli fólks. Þeir hafa fólkið í fyrirrúmi og vilja að allir séu sáttir og ánægðir. Þeir fá fólk til að vinna saman og reyna að koma í veg fyrir ágreining. 4. Lýðræðislegir leiðtogar virða framlag hvers og eins og skapa hollustu með því að virkja alla. Þeir hvetja starfsmenn til að taka þátt í ákvarðanatöku, halda fundi og hlusta á álit allra. 1. Heimtandi leiðtogar setja háleit og ögrandi markmið og sýna gott fordæmi: „Gerið eins og ég, núna.“ Þeir krefjast framúrskarandi frammistöðu og hafa litla þolinmæði gagnvart slakri frammistöðu. Þeir­eiga­erfitt­með­að­dreifa­valdi­og­ábyrgð­og­taka­yfir­verkefnin­ ef viðkomandi skilar ekki viðunandi árangri. 2. Skipandi leiðtogar krefjast skilyrðislausrar hlýðni: „Gerðu eins og ég segi.“ Þeir gefa mikið af skipunum og refsa þeim sem hlýða ekki. Ingrid­segir­að­leiðtogar­sem­nota­fjórar­eða­fleiri­stíltegund­ir­–­og­ þá sérstaklega framsýna, leiðbeinandi, hvetjandi og lýð ræðislega stílinn – nái mestum fjárhagslegum árangri og skapi besta starfs­ andann. Þeir áhrifaríkustu noti öll stílbrögðin til skiptis. HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar: Meira vinnur vit en strit Við Íslendingar vinnum mikið í samanburði við nágranna­þjóðir okkar. Þjóðarframleiðsla á mann er mikil en reiknuð á unna klukkustund er hún mun minni. Í því sambandi er gott að rifja upp að það skiptir ekki máli hvað við vinnum marg­ ar klukkustundir á dag; það er árangur starfsins sem skiptir máli.­Mikilvægast­er­að­sem­flestir­starfsmenn­séu­að­vinna­að­ for gangsmálum fyrirtækisins allan daginn. Rannsóknir sýna að einungis um 40% af starfsfólki sinna forgangsmálum fyrirtækisins í vinnunni. Hér fara því mikil verðmæti í súginn, lausnin felst í því að hafa skýr gildi og markmið, miðla þeim reglulega til starfsfólks ins og hafa þau sjáanleg á vinnustaðnum.“ Thomas­segir­að­í­Fortune­magazine­hafi­nýlega­verið­spurt­ hvað réði helst falli fyrirtækja. Niðurstaðan var skortur á markvissu vali verkefna („lack of focus“). „Fjölmörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem hafa reynt að sinna málum sem þau hafa hvorki styrk, þekkingu né reynslu til að sinna af viti. Flest þeirra eru horfin.“ Thomas vitnar í orð Jacks Welch, fyrrverandi forstjóra General Electric, sem sagði: „DO WHAT YOU DO BEST – OUTSOURCE THE REST … or even better DON’T DO THE REST.“ „Hann lagði mikla áherslu á að GE sinnti eingöngu því sem það hefði­yfirburðaþekkingu­á­og­léti­aðra­sjá­um­hitt.­„Our­backdoor­ is somebody’s frontdoor“ sagði hann þegar hann lokaði um fjögur hundruð mötuneytum sem GE rak. Samnefnari fyrirtækja á Íslandi sem ná árangri er skýr fókus og einbeiting að þeim sviðum sem þau hafa styrkleika, þekkingu og samkeppnisforskot á.“ STJÓRNUN Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis: þau hafa orðið Það hefur gjarnan viljað brenna við að hlutverk stjórnarfor­mannsins sé oftúlkað á þann veg að vald hans sé miklu meira en annarra stjórnarmanna. Þetta er í raun misskilningur vegna þess að í hlutafélagalögum og leiðbeiningum um stjórnarhætti er skýrt að helstu ábyrgðarsvið stjórnarformanns séu að kalla saman fundi, að sjá til þess að allir í stjórninni séu virkjaðir og fundar­ gerð sé skráð. Margir hafa túlkað það þannig að völd og ábyrgð stjórnarformanns sé talsvert meiri; það má aldrei gleymast að valdið liggur hjá stjórninni sem heild en ekki hjá einstaka stjórnar mönnum né heldur hjá stjórnarformanni.“ STJÓRNARHÆTTIR Dr. Þóranna Jónsdótir, framkvæmdastjóri samskipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital: Valdið liggur hjá stjórninni Bjart framundan FASTEIGNAMARKAÐURINN Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala: Ingibjörg Þórðardóttir segir að það sé svipuð velta á fasteignamark­aðnum og verið hefur undanfarnar vikur og segist ekki sjá nein teikn á lofti um annað en að markaðurinn muni halda áfram að dafna. „Húsnæðisvísitalan hefur heldur verið á uppleið, hún er komin í 311,3 og hefur hækkað frá áramótum. Ég tel að fólk sé farið að átta sig á því að hægt er að treysta fasteignamarkaðnum og fjárfesting í húsnæði er örugg og traust og fólk veit þó hvað gengur af peningun­ um. Unga fólkið er að koma í auknum mæli inn á markaðinn núna og kaupa sína fyrstu íbúð og eldra fólkið kemur því til stuðnings. Það er bjart framundan á markaðnum að mínu mati, enda hefur for­ sætisráðherra sagt að við séum á hraðri siglingu út úr kreppunni og verðum við ekki að trúa því að svo sé?“ Leiðtogastíll sem hefur ekki jákvæð áhrif á starfs anda

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.