Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 16

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 16
16 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, og bróðir hans, Magnús, forstöðumaður viðskiptasviðs hjá Kauphöllinni, skrifa hér um mikilvægi þess að afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst. TexTi: Páll oG MaGnús Harðarsynir Mynd: Geir ólafsson Sú leið sem valin verður við losun gjaldeyrishafta mun hafa víðtæk áhrif á rekstur fyrir tækja, uppbyggingu at vinnustarfsemi, athafna­frelsi og lífskjör landsmanna. Fyrir liggjandi áætlun Seðla ­ bankans er það plagg sem lagt er til grund ­ vallar frumvarpi til laga um að festa hér í sessi gjaldeyrishöft til margra ára. Þegar um ræðir áætlun um að fram lengja og lög­ festa svo íþyngjandi regl ur væri eðlilegt að hún byggðist á traust um upp lýsingum, fjallaði um kostnað þjóð ar innar af fram­ lengingu haftanna og færði traust rök fyrir því að betri leiðir stæðu ekki til boða. Áætlunin stenst ekkert þess ara skilyrða. Undanfarið hafa komið fram ýmsar upp­ örvandi upplýsingar um stöðu íslensks efnahagslífs og fjármálakerfis. Undir liggj ­ andi afgangur á viðskiptajöfnuði er gríðar­ lega mikill, sem styður það sjónar mið að krónan sé nú þegar heldur lágt verð lögð. Krónan er núna einnig afar lág í sögulegu samhengi. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er í methæðum og auka má hann umtalsvert með því að draga frekar á lán frá AGS og Norðurlöndunum. Undirliggjandi skulda staða þjóðarinnar hefur ekki verið jafn góð um langt árabil. Lausafjárstaða bankakerfisins er firnasterk. Góður árangur hefur náðst í ríkis fjármálum. Eftir að áætlunin var birt í lok mars sl. hafa bæði S&P og Moody’s staðfest fyrra láns ­ hæfis mat ríkissjóðs og viðbrögð við boði Seðlabankans um uppkaup á ríkis bréfum í evrum gefa ekki tilefni til svartsýni. Allt bendir þetta í sömu átt, að skilyrði fyrir skjótu afnámi hafta séu hag stæð. Á hverju strandar? Á hverju strandar þá? Í skýrslu Seðla bank­ ans er því haldið fram að lágt gengi krónu á aflandsmarkaði, þ.e. „aflandskrónunnar“ svokölluðu, sýni takmarkað traust erlendra aðila á krónunni. Þessi fullyrðing er ekki byggð á traustum grunni. Gengi aflands­ krónunnar er afleitur mælikvarði á styrk krónunnar eins og færð eru rök fyrir í grein á næstu opnu. En krónur í eigu útlendinga eru þó það sem Seðlabankinn telur stærstu hind runina fyrir afnámi hafta. Eins og vikið er að hér á öðrum stað er al gjörlega óljóst hvort krónueign erlendra aðila er vandamál. Fullyrðingar um það virðast eingöngu byggðar á ágiskunum. Hagvísar sem og greining ýmissa sérfróðra aðila styðja ekki þá skoðun að vænta megi dýfu krónunnar vegna stórfellds flótta erlendra krónueigenda (eða annarra). Þrátt fyrir hagstæð skilyrði gerum við ekki tillögu um að höftin verði afnumin fyrir varalaust. Á hinn bóginn teljum við enga ástæðu til annars en að ganga rösk ­ lega til verks og álítum að afnema megi gjaldeyrishöftin á fáum mánuðum. Ferlið sem við leggjum til felur í sér aga og skýr viðmið, sem ekki er að finna í áætlun Seðla bankans, gerir ráð fyrir skilvirkri upp­ lýs ingaöflun um stöðu krónunnar og er varkárt. Kostnaður við höftin Kostnaður við framlengingu hafta er afar margvíslegur og í skýrslu Seðlabankans hefði átt að reifa í hverju hann felst þar sem hann er óumdeilanlega umtalsverður og vex eftir því sem höftin vara lengur. Einnig hefði bankinn með réttu átt að leggja mat á hvort til boða stæðu betri leiðir til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Enginn vafi er á því að gjaldeyrishöftin draga úr fjárfestingu, takmarka samkeppni, skýla stjórnvöldum fyrir afleiðingum rangra ákvarðana (og gera þær þar með líklegri), beina einstaklingum og fyrirtækjum úr arð bærum verkefnum og draga athygli þeirra að því hvernig megi lifa með og græða á höftunum. Það er heldur eng um vafa undirorpið að höftin grafa undan viðskiptasiðferði og valda því að at hafna­ frelsi er skert. Jafnræði einstaklinga og fyrirtækja er teflt í tvísýnu, ekki síst fyrir þær sakir að Seðlabankanum er veitt víð­ tækt vald, t.a.m. til að veita undanþágur frá höftunum, en hann lýtur á hinn bóginn litlu ytra aðhaldi. Skýrari og skjótvirkari áætlun mundi veita stjórnvöldum aðhald og væri til þess fallin að auka trúverðugleika efna hags­ stefn unnar. Það er alvarlegur mis skilingur sem kemur fram í áætlun Seðla bankans að ekki sé hægt að byggja af námið á vel skilgreindum viðmiðum og dag setningum. Áætlunin verður þannig agalaus og háð geðþótta. Með því er ýtt undir væntingar um langvarandi höft og kostnaðurinn við höftin magnast. Aðstæður eru hagstæðar Gjaldeyrishöftunum sem sett voru á árið 2008 var ætlað að vera til bráðabirgða enda voru þau viðbrögð við neyðarástandi, eins konar neyðarhemill. Þótt umdeild væru mátti færa rök fyrir notkun þessa neyðar­ hemils við aðstæður eins og þær sem sköp uðust við bankahrunið. Slík rök eru hins vegar vandfundin í dag, tveimur og hálfu ári síðar. Enn erfiðara er að rökstyðja að neyðarhemlinum verði beitt í fjögur ár í viðbót. Þvert á móti benda hagvísar til þess að aðstæður til afnáms hafta séu nú hagstæðar og öll rök hníga að því að skjótt afnám virki sem vítamínsprauta á efna ­ hagslífið og bæti lífskjör. Það er stórt hags ­ munamál þjóðarinnar að áætlun Seðla bank ­ ans verði endurskoðuð og hug að verði að öðr um leiðum til afnáms gjald eyrishafta. FramlEnging haFta skErðir líFskjör NúNA Er LAg undirliggjandi afgangur á viðskiptajöfn uði er gríðarlega mikill, sem styður það sjónarmið að krónan sé nú þegar heldur lágt verðlögð. Krónan er núna einnig afar lág í sögu legu samhengi. gjaldeyrisforði Seðlabankans er í met hæðum og auka má hann umtalsvert með því að draga frekar á lán frá AGS og Norðurlöndunum. undirliggjandi skuldastaða þjóðarinnar hefur ekki verið jafngóð um langt árabil. lausafjárstaða bankakerfisins er firna sterk. góður árangur hefur náðst í ríkisfjármálum gjALdEyriSHöFtiN Draga úr fjárfestingu. takmarka samkeppni. skýla stjórnvöldum fyrir afleiðingum rangra ákvarðana (og gera þær þar með líklegri). Beina einstaklingum og fyrirtækjum úr arð bær­ um verkefnum og draga athygli þeirra að því hvernig megi lifa með og græða á höftunum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.