Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.04.2011, Qupperneq 29
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 29 Auðvitað tóku þessir menn „réttar“ fjár­ hagslegar ákvarðanir á sínum tíma þegar þeir seldu sig út úr greininni og hófu síðan útgerð smábáta eða hraðfiskibáta. Nú vilja stjórnvöld verðlauna marga úr þessum hópi fyrir þá ákvörðun og bjóða þá velkomna að nýju – og margir kalla það meira að segja nýliðun!“ Þú hefur talið hér upp ókostina við frumvörpin, en er eitthvað gott í þeim að þínu mati? „Jú, jú, það eru nokkrir jákvæðir þættir í þeim. Ég get nefnt takmarkað framsal, sem ég hef verið hlynntur lengi, sem og endurskoðun reglna um veðsetningu afla ­ heimilda. Það verður að viðurkennast að þetta tvennt hefur verið misnotað og það hefur mörgum eðlilega misboðið. Svo er talað um að gera nýtingarsamninga sem er í sjálfu sér gott. Þeir samningar verða hins vegar að geta staðið og því er óviðunandi að búa við það að ráðherra geti breytt leik­ reglunum að nýju þegar honum einum dettur í hug – eins og í öðrum 69 tilvikum sam kvæmt frumvarpinu! Síðast en ekki síst tel ég nauðsynlegt að sams konar reglur gildi um allar auðlindir þjóðarinnar; fiskinn, orkuna, vatnið og aðrar þær auðlindir sem hér eru eða kunna að finnast. Það er tvímælalaust í þágu þess­ arar sömu þjóðar að um auðlindirnar sé gengið af virðingu og skynsemi um leið og kappkostað er að ná sem mestri arðsemi út úr þeim, eigandanum, þ.e. landsmönnum öllum, til hagsbóta.“ TÆKNIFRAMFARIR Í SJÁVARÚTVEGI Þú lærðir skipaverkfræði í Noregi. Hvaða tækninýjungar og framfarir hafa helstar orðið í útgerð Samherja frá stofnun félagsins? „Ég get nefnt frystitogarana okkar og fjölveiðiskipin. Við höfum jafnframt kapp ­ kostað að tæknivæða alla þætti veiða og vinnslu eins og framast er hægt með það að markmiði að létta störf í veiðum og vinnslu og fá eins hátt verð út úr hverju kílói hráefnis og mögulegt er. Langmesta breytingin hefur þó orðið á vinnslu afurða vegna breyttrar kröfu neytenda og stór auk­ inna gæðakrafna.“ Getur tæknin nokkurn tíma tekið alveg við af hyggjuviti fiskins skipstjóra? „Nei. Það er skipstjórinn sem stjórnar skipi sínu um leið og landfestum er sleppt. Tæknin getur vissulega gengið í lið með honum og hefur gert það á undanförnum árum og áratugum. Hyggjuvit góðs skip­ stjóra verður hins vegar alltaf ómetanlegt – sagan sýnir það.” Hvernig sérðu fyrir þér tækni framtíðarinnar í útgerð og fiskvinnslu? Er fiskvinnsla í landi úrelt og barn síns tíma? „Nei, landvinnsla á framtíð fyrir sér um ókomin ár, svo framarlega að hægt sé að tryggja henni stöðugleika í hráefnisöflun. Þar stendur hnífurinn í kúnni ef fram fer sem horfir um framkomin frumvörp sjávarútvegsráðherra. Samherji hefur náð mjög góðum árangri í rekstri land vinnsl­ unnar á Dalvík þau 10 ár sem félagið hefur komið að þeim rekstri. Fyrir afurðir þaðan hefur fengist mjög hátt verð og þær eru seldar í stærstu verslunarkeðjum heims. Verðið sveiflast að sjálfsögðu mikið eftir framboði en er að jafnaði hæst á haustmánuðum og fram í janúar. Alhæsta verðið fæst á þeim tíma þegar illa viðrar til veiða á smærri bátum enda er framboð þá minna. Síðastliðið haust fór verðið upp í 14 evrur (2.300 krónur) á kílóið af ferskum þorskhnökkum en að meðaltali er það í kringum 10 evrur (1.650 krónur). Okkur hefur tekist að byggja upp mjög góða landvinnslu sem hefur áunnið sér traust viðskiptavina sinna í krafti gæða og afhendingaröryggis. Þessu hyggst núverandi sjávarútvegsráðherra breyta. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að fisk vinnsla er ekki fólgin í því einu að renna fiski í gegnum flökunarvél. Við Íslendingar gætum unnið þann fisk sem nú kemur til vinnslu með um 25% af núverandi mannafla ef það væri eini galdurinn! Í fullvinnslu afurðanna er svo miklu meira fólgið. Fullvinnsla felst í því að selja við­ skipta vininum sérsniðna lausn sem hann er tilbúinn til að greiða hátt verð fyrir. Vill hann fá afurðina ferska, frosna, bita eða heila hnakka, léttsaltaða eða með einhverjum öðr um hætti? Samherji skapar mikil verð­ mæti með fullvinnslu sinni. Með þessu móti sköpum við mikla vinnu og skilum mikl um verðmætum í þjóðarbúið. Ég held að það skaðaði ekki sjávar útvegs­ ráðherra og suma aðra að heim sækja okkur hjá Samherja til að kynna sér samspil veiða, vinnslu og sölu á markaði og hvaða áhrif það hefur á endan legt markaðsverð afurða að hafa stjórn allra þriggja þáttanna á sömu hendi.“ Hversu mikil bylting var sjófrysting fyrir sjávar­ útveginn, þegar frystitogarar komu, sáu og sigruðu um tíma? Frystitogararnir komu til sögunnar á þeim árum þegar heill fiskur, með roði og beinum, var í stórum stíl seldur héðan inn á Bretlandsmarkað. Frysti togararnir juku samkeppnina mikið á þeim markaði og fengu hærra verð en hinir. Svo opnuðu þeir markað fyrir karfa og grálúðu í Asíu og juku mjög verðmætin fyrir þær tegundir. Almennt má segja að með tilkomu frystitogaranna hafi fengist aukin verðmæti fyrir allar afurðir, frá því sem áður var. Það er heldur enginn vafi á því að samkeppnin frá þeim þrýsti á fiskvinnsluna í landi að hugsa hlutina upp á nýtt, tæknivæðast enn frekar og huga í alvöru að því hvernig hægt væri að fá sem mest verðmæti út úr aflanum. Áhrifanna frá frystitogurunum gætir því enn og um þau er allt gott að segja.“ „Pabbi var ein stak- lega farsæll skip- stjóri um langt árabil og ég lærði margt af honum. Hann stóð ekki í at - vinnurekstri sjálf ur en fór einstaklega vel með allt sem hon um var trúað fyrir, hvort sem var skip, áhöfn eða auð - lindir hafsins.“ Nafn: Þorsteinn Már Baldvinsson. titill: Forstjóri Samherja. Menntun: Lauk stúdentsprófi frá MA 1973, Stýrimannaskóla Íslands 1974, verkfræðinám 1975­80 og útskrifað ist skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole það ár. Fæddur: 7. október 1952 Börn: Katla Þorsteinsdóttir og Baldvin Þorsteinsson. Framtíðin í sjö orðum: Gott er heilum vagni heim að aka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.